Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Cube Prologue - Sigur í götuhjólalokki

7/31/2014

0 Comments

 
Picture
Picture
Í kvöld fór fram þriðja umferð í Cube Prologue sem er stuttur sprettur, 7,2km niður Krísuvíkurveg. Keppt er í flokki tímatökuhjóla og götuhjóla. Það var erfitt að bíða í allan dag eftir keppninni því veðrið var svo gott að mig langaði út að hjóla og hjóla í allan dag. Ég tók góða upphitun með því að hjóla úr Grafarholtinu upp á krísuvíkurveg eða 30km leið og var klæddur í Lois Garneau skinsuit og með skóhlífar til að líkaminn taki minni vind. Ég hafði tekið eftir afslappaðri stöðu Óskars á hjólinu þegar hann sigraði mig síðast. Þannig að í kvöld ákvað ég að prufa að leggja framhandleggina fram á stýrið til að komast enn neðar. 

Ég stillti hjólið í réttan gír fyrir startið, létt mig renna rólega að rásstað án þess að smella mér úr, hélt jafnvæginu í smá stund á meðan ræsirinn greip í hnakkinn og hélt hjólinu fyrir mig. Hann hafði orð á því hve fagmannlegt þetta væri og hafði ég gaman af, enda á þessi keppni að vera skemmtileg.

Keppendur eru ræstir með 30 sek millibili og þarna hafði ég nægan tiíma til að undirbúa mig og vera viðbúinn því enginn tími fór til spillis við að stilla mér upp. 

Þegar ég ræsti af stað tók ég þétt af stað. Garmin Vector segir 1210 wött og strax bryjaði ég að raða niður gírum og þegar ég var kominn í hæsta gír fór ég beint með framhandleggina á stýrið og beigði mig sem mest niður, og viti menn ég fann bara hvernig loftmótstaðan og óhreinaloftið fyrir aftan haus og bak léttist einhvernveginn. Þegar ég kom að begijunnið við Bláfjallaffleggjara, fann ég hvernig mér leið vel og líklega er þar um að þakka æfingum fyrir hálfan Járnkarl og keppninni um að þakka en ég hjólaði 90km hjólalegg í liðakeppni á tímatökuhjóli þar sem staðan er mjög erfið á hjólinu. Ég fann allan tímann að ég var ferskur og langaði svo að ná Jóa sem var ræstur næst á undan mér en hann keyrði þétt og náði góðu þriðja sæti. Óskar var í örðu sæti og ég náði sigri með aðeins einni sekúndu. Ég hélt hærri púls en venjulega og meðalwött voru 392 en í síðustu keppni hélt ég 377 meðalwöttum. Að keppni lokinni hélt ég áfram að hjóla því ég hafði bitið það í mig að hjóla hátt í 100km í kvöldsólinni og fékk hringingu stuttu siíðar að ég hefði sigrað. 

Takk Tri, Garmin og Fiskmarkaðurinn fyrir stuðning og auðvitað keppinautarnir en Jói og Óskar voru þeir fyrstu með hamingjuóskir.



0 Comments

Gangnakeppnin Siglufjörður-Akureyri

7/19/2014

0 Comments

 
Picture
Keppti í gær í 75km keppni frá Siglufirði til Akureyrar um fern Jarðgöng. Keppnin var mjög skemmtileg og hjóluðu rúmlega 50 manns af stað. Ég, Reynir, Bjarni og Guðmundur héldum uppi miklum hraða og slitum okkur frá öðrum keppendum þegar um 10 km voru eftir. Ég náði svo sjálfur að stinga af þegar 1 km var eftir og hjólaði ánægður í mark í fyrsta sinn og fékk fallega sérsmíðaðan verðlaunapening að launum


Keppnissagan er hér, video og myndir


Picture
0 Comments

Cube Prologue í kvöld

6/18/2014

0 Comments

 
Picture
Önnur umferð í Cube Prologue er í kvöld og ég tek þátt í þessari skemmtilegu sprettþraut sem fer fram á krísuvíkurvegi en hjólaðir eru 7,2km gjörsamlega á útopnu. Ég ætla að nota þessa keppni sem æfingu og reyna að halda 370-390 meðalwöttum en í Tímatökukeppninni sem haldin var í maí var ég með 360w í 20mín.

Úrslit munu birtast hér

0 Comments

Viðtal í Morgunblaðinu

12/10/2013

0 Comments

 
Picture
Ég var mjög upp með mér þegar blaðamaður Morgunblaðsins, Malín Brand, hafði samband við mig og vildi fá viðtal við mig fyrir daglegt líf en á þriðjudögum er ávalt þema um útivist og hreifingu og fannst henni hreint út sagt magnað að nokkur maður hjólar á þessum árstíma í hvernig veðri og færð sem er. Eftir hálftíma spjall varð þetta útkoman og hún og vonandi fleiri uppvísari af hjólreiðum á íslandi.



Hér má lesa viðtalið

0 Comments

Heiðmörk 6

11/11/2013

0 Comments

 
Picture
Í sumar fór fram fyrsta 6 tíma keppni sem haldin hefur verið á íslandi. Ég var spenntur fyrir þessari keppni og tók þátt í einstaklingskeppninni.

Hér er keppnissagan

0 Comments

Nýtt hjól fyrir 2014

10/29/2013

0 Comments

 
Picture
Var að panta CUBE LITENING SUPER HPC PRO frá TRI.
Þetta hjól er útbúið 11 gíra Ultegra búnaði og með léttasta og stífasta ramman fyrir götuhjól frá Cube og vegur 7.3 kg án petala.

Fæ hjólið afhent í mars og fyrsti prufurúnturinn verður líkelga Þingvellir um páskana :)



0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly