Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Gangnakeppnin Siglufjörður-Akureyri

7/19/2014

0 Comments

 
Picture
Keppti í gær í 75km keppni frá Siglufirði til Akureyrar um fern Jarðgöng. Keppnin var mjög skemmtileg og hjóluðu rúmlega 50 manns af stað. Ég, Reynir, Bjarni og Guðmundur héldum uppi miklum hraða og slitum okkur frá öðrum keppendum þegar um 10 km voru eftir. Ég náði svo sjálfur að stinga af þegar 1 km var eftir og hjólaði ánægður í mark í fyrsta sinn og fékk fallega sérsmíðaðan verðlaunapening að launum


Keppnissagan er hér, video og myndir


Picture
0 Comments

Bláalóns myndband

7/8/2014

0 Comments

 
Bláalónið stóð vel að keppninni þetta árið og hér er afrakstur myndbands sem þau settu saman. Hér sést vel stemningin sem er í kringum keppnina og þvílíkt sjónarspil þegar 600 keppendur leggja af stað í þessa áskorun að hjóla frá Hafnarfirði um Djúpavatnsleið og enda í Bláalóninu. Að venju bregður mér fyrir á einum eða tveimur stöðum sem er gaman. Fyrir áhugasama þá er keppnissagan mín hér
0 Comments

Heiðmerkuráskorun - Video

6/20/2014

0 Comments

 
Þar sem ég keppti ekki í Heiðmerkuráskorun bauð ég Helga Berg að hafa Garmin Virb videovélina mína og hann þáði það með þökkum. Hér eru fyrstu 3 mín af keppninni þar sem Helgi eltir Ingvar af stað á allt að 50km hraða á malarveginum í Heiðmörk og svo inn á stígana. Fleiri video koma von bráðar
0 Comments

Jökulmílan 2014

5/28/2014

0 Comments

 
Picture
Það var mikill heiður þegar Hjólamenn sem skipuleggja Jökulmíluna ákváðu að nota mynd af mér á plaggat og auglýsingu fyrir Jökulmíluna 2014. Þessi mynd hangir núna uppi í öllum hjólabúðum og stór auglýsing birtist í dag í sérblaði Fréttablaðsins, Fólk, þar sem hjólreiðar voru helsta umfjöllunarefnið.

Ég er að sjálfsögðu búinn að skrá mig í Jökulmíluna 2014 og treysti á að fá nýja svona mynd þar sem ég hef létt mig um 10 kg á milli ára og farinn úr stærð 6 niður í stærð 3 :)

Jökulmílan er ein af mínum uppáhaldskeppnum og eins og ég fjalla um í keppnissögunni frá því í fyrra tókst mjög vel upp með keppnina í fyrra.

Skráning fer fram hér: 
www.jokulmilan.is/ 



0 Comments

Garmin Virb - sprett að bæjarmörkum

5/23/2014

0 Comments

 
Hrikalega er töff og gaman að skoða á myndrænan hátt hvernig wött og púls virka. Hér er enn eitt myndbandið frá Mallorca :)
Til að auka á skemmtanagildi hjólreiðatúranna og auðvitað til að fylgja reglum Velominati voru ávallt sprettir að bæjarskiltum í öllum túrum á Mallorca. Í þessu tilfelli höfðum við Árni og Kári stungið hópinn af og keyrðum upp hraðan þegar bæjarmörkin nálguð
0 Comments

Porsche Criterium 

5/20/2014

0 Comments

 
Picture
Hjólreiðafélag Reykjavíkur í samvinnu við Bílabúð Benna og Porsche héldu Criterium keppni í Hafnarfirði 15. maí. 
Criterium keppni fer þannig fram að keppendur hjóla  á braut sem er 1-2km og í þessari keppni fór A-hópur karla 14 hringi. 
Í ár var sú nýbreytni var að boðið var upp á þrjá flokka, A, B og C og var gerð sú krafa að C hópur hefði ekki tekið þátt í Criterium keppni áður. Þetta sló í gegn og var C hópur virkilega fjölmennur og ekki var annað að sjá en að allir hafa skemmt sér vel. Yfir 100 manns voru skráðir samtals í alla flokka og var líklega þreföldun á keppendafjölda á milli ára.

0 Comments

Hika er sama og tapa - myndband af endasprett

4/27/2014

0 Comments

 
Eftir að hafa dottið aftur úr fremstu grúbbu og hjólað einn í nokkurn tíma myndaðist 6 manna grúbba sem hjólaði saman síðustu 25km eða svo. Einn og einn datt aftur úr og að lokum vorum við 3. Þegar Valli tekur endasprett frekar snemma og maðurinn fyrir framan mig hefur ekki orku að elta hann þarf ég að brúa ansi langt bil, tekst það næstum því en drep mig gjörsamlega við það. Ekkert sem hálftími í heitapottinum lagði ekki en ég gat ekki gengið eftir þetta. Við erum í hörkumótvind og hraðinn eftir því.
0 Comments

Besti tími allra Íslendinga upp Portal Hill

4/11/2014

1 Comment

 
Fyrir utan hótelið sem við gistum á er Strava Segment upp Portal Hill og í gríni setti ég auðvitað markmið upp brekkuna og hafði það veglegt. 7 Íslendingar eru á listanum og er Árni Már í fyrsta sæti með 25km meðalhraða upp brekkuna. Ég vissi vel að ég gæti hjólað hraðar upp brekkuna og ég veit líka vel að Árni Már getur hjólað enn hraðar en það sem ég vissi ekki er að ég gæti náð 10. sæti af 1422 manns sem hafa hjólað þarna upp yfir heildina. Semsagt, Ísmaðurinn er í top 10 af 1422 á Mallorca :) Hér er myndband þegar ég kem upp á toppinn, meðal wött voru 470 í 1mín og 36sek.
1 Comment

Ennþá vetur á Íslandi, styttist í Mallorca

3/7/2014

0 Comments

 
Picture
Eins og alltaf í febrúar/mars hviknar hjá manni gríðarleg þörf á að viðra götuhjólið þegar snjóinn fer að taka upp og sólin skín á malbikið og bræðir burt klakan. 

Sú var raunin og náði ég einni ferð á Þingvelli í febrúar og næsta ferð plönuð tveimur vikum síðar. 

En veruleikinn er allt annar enda enþá vetur á íslandi og því varð ekkert af frekari Þingvallaferðum og í staðinn slegist við snjóskafla á stígum Reykjavíkurborgar. 

Ávallt skal þó Regla 9 í hávegum höfð og enginn tepruskapur þó smá snjór sé fyrir manni. Þessa mynd tók ég út á Gróttu í morgun og hafði gaman af þeim túr. Miklir kontrastar í snjónum, himnininum og sjónum skila sér vel í flottri innrömmun á hjólinu. 

Það er þá ekkert annað að gera en að telja niðurí æfingaferð HFR til Mallorca :) 32 dagar :)



0 Comments

Fyrsta æfing eftir flensu

1/16/2014

0 Comments

 
Picture
Í gær fór ég fyrstu ferð eftir flensu sem hrjáði mig í tæpar 3 vikur í lok desember. Þegar ég loksins komst út undir bert loft á hjólið fór ég mjög varlega af stað og hjólaði einungis rólega til vinnu. Í gær hjólaði ég svo tæpa 60km þar sem þessi mynd var tekin og í dag hjólaði ég 40 með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. 

Það var virkilega góð tilfinning að fá loksins að keyra púlsinn í botn. Ég finn ennþá fyrir smá orkuleysi en næstu vikur verða notaðar vel til að vinna formið til baka. 

Flensan gat varla komið á verri tíma en ég fékk lánaðan Lauf demparagaffal til prufu og lítið getað prufað hann almennilega sérstaklega vegna hálku. Það sem komið er lofar þó góðu og ljóst að demparanum verður ekki skilað að mínu frumkvæði :)

Nú verða næstu vikur notaðar vel til æfinga sem munu svo ná hámarki í apríl þegar ég fer til Mallorca í æfingaferð. Það verður góð tilbreyting frá klakanum á íslandi að hjóla í léttum hjólafatnaði í fjöllunum á austurströnd eyjunnar.

0 Comments

Árið 2013 - markmið og árangur

12/30/2013

0 Comments

 
Picture
Nú er ferðalagið sem ég hóf í mars 2011 langt komið. Samtals eru farin 50kg og 20kg fóru af á þessu ári. Ég hjólaði 11þ km og varði yfir 500 tímum á hjólinu. Ég setti mér áramótaheit fyrir 2013 að hætta að drekka kók og stóðst það og hef tekið þá ákvörðun að byrja ekki aftur á slíkri drykkju. 
Með árangur í keppnum kom ég sjálfum mér ýtrekað á óvart. 

Ég vann mig úr sæti 88 í Bláalónskeppninni 2012í það 15. í ár og úr 44. sæti  í það 8. í Hvolsvallarkeppninni. 

Ég var oft hissa á sjálfum mér hve framarlega ég var og þó ég missti af fremsta hóp í Íslandsmeistaramótinu náði ég honum aftur. Ég náði mínum besta árangri á árinu í  tímakeppni í Heiðmörk, þar sem á sex tímum eru hjólaðir 123 km á möl, en þar náði ég öðru sæti. 

Eitt skemmtilegasta mómentið á árinu var þegar ég var ræstur aftast með ljónunum í Alvogen Midnight Time Trial en tilfinningin að taka af stað með þennan fjölda áhorfenda var mjög sterk upplifun. Þá var Jökulmílan mjög skemmtileg keppni og sú lengsta á árinu eða 160km þar sem ég endaði í 7. sæti. 

Að setja sér markmið fyrir árið 2014 er mjög erfitt. Það eru ekki mörg sæti eftir í þeim keppnum sem ég tók þátt í í sumar og keppinautarnir verða sífellt sterkari og mikil nýliðun er í hjólreiðum í dag.

Sömuleiðis er erfitt að setja sér lokatölu en ég verð þó að viðurkenna að 86kg er mjög skemmtileg tala, þá get ég sagt hafa losnað við 60kg en síðustu 10kg verða þó erfið

Líklega er best að setja sér markmið fyrir 2014 að hafa gaman af þessu :)

0 Comments

HFR Æfing í heiðmörk

12/17/2013

0 Comments

 
Picture
Sunnudaginn 15. desember mættu 7 manns á æfingu og var förinni heitið upp í heiðmörk en hjólair voru 52km í erfiðu færi.
Ísmaðurinn náði nokkrum skemmtilegum atvikum á video í ferðinni en mjög fallegt veður var.

Video

0 Comments

Þolpróf HFR 

11/21/2013

1 Comment

 
Picture
Í morgun var ég mættur í þolpróf sem HFR heldur fyrir æfingahóp Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég var mjög spenntur fyrir prófinu enda gefur útkoman góðar upplýsingar um afkastagetu líkamans. 

Prófið fór þannig fram að ég var vigtaður, spurður nokkura spurninga og svo hjólaði ég með létta mótstöðu. Reglulega var bætt við mótstöðuna. Hans aðalþjálfari HFR sá um prófið og honum finnst ekkert leiðinlegt að pína mig. 

Picture
Við hverja hækkun á mótstöðu var púlsinn skráður, í framhaldi af því er súrefnisupptakan í blóðinu reiknuð og hámarkswött. Niðurstöðurnar eru notaðar til að gera sérhannað æfingaplan sem hentar minni getu og mínum markmiðum. Framtíðin er spennandi og ég var virkilega ánægður með útkomuna í dag. Albert þjálfari var á staðnum og smellti af þessum myndum og hvatti mig til dáða. 
Hans þjálfari hrósaði mér og fyrsta spurning eftir próf, eða svona þegar ég gat talað var, : "get ég unnið túrinn ? " :) maður verður að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér.

1 Comment

Sunnudagsæfingin

11/17/2013

0 Comments

 
Picture
Ég var spurður af því um daginn hvað gera hjólagarpar núna þegar veðrið er svona. Þetta er í raun mjög erfið spurning að svara án þess að vera pínu hrokafullur í garð spyrjandans því svarið er bara, "nú við hjólum bara" sem gefur aldrei af sér annað en "ha, nei, í alvöru" viðbrögð og þá þarf að útskýra fyrir spyrjandanum með allskonar frösum eins og það er ekkert svo vont veður á íslandi, maður harkar þetta af sér, við hjólum okkur til hita o.s.fr. sem fær yfirleitt lítin hljómgrunn og trúverðugleika. 

En staðreyndin er hinsvegar sú að veðrið á Íslandi er vissulega risjótt en líka oft hrikalega fallegt og svo var raunin í morgun. Fallegt, kalt, nýfallinn snjór sem brakar í á rómantískan hátt og það að hjóla snemma á sunnudagsmorgni með 25 manns í halarófu upp elliðarárdalinn á leið í Heiðmörk er ekkert annað en frábært.

Eins og sést á þessari mynd sem tekin var í morgun á æfingu HFR brosi ég hringinn þegar ég tek mynd af mér með hópinn í bakrunn og Davíð Þór tekur mynd af athæfinu mínu.

Hópurinn endaði svo á kaffihúsi eftir um 30km hjólatúr sem tók tæpa 2 tíma og allir sáttir. Við hittum aðra hópa á leið okkar og miðað við hjólför á stígum borgarinnar má áætla að um eða yfir 100 hjólreiðamenn hafi fengið sér hjólatúr í morgunsárið.

0 Comments
<<Previous
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly