Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Cube Prologue - Sigur í götuhjólalokki

7/31/2014

0 Comments

 
Picture
Picture
Í kvöld fór fram þriðja umferð í Cube Prologue sem er stuttur sprettur, 7,2km niður Krísuvíkurveg. Keppt er í flokki tímatökuhjóla og götuhjóla. Það var erfitt að bíða í allan dag eftir keppninni því veðrið var svo gott að mig langaði út að hjóla og hjóla í allan dag. Ég tók góða upphitun með því að hjóla úr Grafarholtinu upp á krísuvíkurveg eða 30km leið og var klæddur í Lois Garneau skinsuit og með skóhlífar til að líkaminn taki minni vind. Ég hafði tekið eftir afslappaðri stöðu Óskars á hjólinu þegar hann sigraði mig síðast. Þannig að í kvöld ákvað ég að prufa að leggja framhandleggina fram á stýrið til að komast enn neðar. 

Ég stillti hjólið í réttan gír fyrir startið, létt mig renna rólega að rásstað án þess að smella mér úr, hélt jafnvæginu í smá stund á meðan ræsirinn greip í hnakkinn og hélt hjólinu fyrir mig. Hann hafði orð á því hve fagmannlegt þetta væri og hafði ég gaman af, enda á þessi keppni að vera skemmtileg.

Keppendur eru ræstir með 30 sek millibili og þarna hafði ég nægan tiíma til að undirbúa mig og vera viðbúinn því enginn tími fór til spillis við að stilla mér upp. 

Þegar ég ræsti af stað tók ég þétt af stað. Garmin Vector segir 1210 wött og strax bryjaði ég að raða niður gírum og þegar ég var kominn í hæsta gír fór ég beint með framhandleggina á stýrið og beigði mig sem mest niður, og viti menn ég fann bara hvernig loftmótstaðan og óhreinaloftið fyrir aftan haus og bak léttist einhvernveginn. Þegar ég kom að begijunnið við Bláfjallaffleggjara, fann ég hvernig mér leið vel og líklega er þar um að þakka æfingum fyrir hálfan Járnkarl og keppninni um að þakka en ég hjólaði 90km hjólalegg í liðakeppni á tímatökuhjóli þar sem staðan er mjög erfið á hjólinu. Ég fann allan tímann að ég var ferskur og langaði svo að ná Jóa sem var ræstur næst á undan mér en hann keyrði þétt og náði góðu þriðja sæti. Óskar var í örðu sæti og ég náði sigri með aðeins einni sekúndu. Ég hélt hærri púls en venjulega og meðalwött voru 392 en í síðustu keppni hélt ég 377 meðalwöttum. Að keppni lokinni hélt ég áfram að hjóla því ég hafði bitið það í mig að hjóla hátt í 100km í kvöldsólinni og fékk hringingu stuttu siíðar að ég hefði sigrað. 

Takk Tri, Garmin og Fiskmarkaðurinn fyrir stuðning og auðvitað keppinautarnir en Jói og Óskar voru þeir fyrstu með hamingjuóskir.



0 Comments

Gangnakeppnin Siglufjörður-Akureyri

7/19/2014

0 Comments

 
Picture
Keppti í gær í 75km keppni frá Siglufirði til Akureyrar um fern Jarðgöng. Keppnin var mjög skemmtileg og hjóluðu rúmlega 50 manns af stað. Ég, Reynir, Bjarni og Guðmundur héldum uppi miklum hraða og slitum okkur frá öðrum keppendum þegar um 10 km voru eftir. Ég náði svo sjálfur að stinga af þegar 1 km var eftir og hjólaði ánægður í mark í fyrsta sinn og fékk fallega sérsmíðaðan verðlaunapening að launum


Keppnissagan er hér, video og myndir


Picture
0 Comments

Cube Prologue - Önnur umferð

6/18/2014

0 Comments

 
Náði öðru sæti í aldursflokk í Cube Prologue racer í kvöld en hjólaðir eru 7,2 km niður Krísuvíkurveg. Ég setti mér markmið að halda 370 wöttum og bætti um betur því 377meðalwött varð raunin. Ég náði samt ekki að setja púlsin í 164 slög sem var líka hugmyndin en í bláalónskeppninni leið mér bara þolanlega þar. Kannski get ég sagst eiga eitthvað inni enda þreyttur eftir 155km túrinn um Suðurstrandaveg í gær þó annað sætið sé bara hrikalega flott :)
0 Comments

Cube Prologue í kvöld

6/18/2014

0 Comments

 
Picture
Önnur umferð í Cube Prologue er í kvöld og ég tek þátt í þessari skemmtilegu sprettþraut sem fer fram á krísuvíkurvegi en hjólaðir eru 7,2km gjörsamlega á útopnu. Ég ætla að nota þessa keppni sem æfingu og reyna að halda 370-390 meðalwöttum en í Tímatökukeppninni sem haldin var í maí var ég með 360w í 20mín.

Úrslit munu birtast hér

0 Comments

Skemmtileg leið um Suðurstrandaveg

6/17/2014

0 Comments

 
Picture
Ég og Reynir æfingafélagi hjóluðum Suðurstrandaveg í gær sem var liður í að loka hitakortinu á Reykjanesi en ég hafði hjólað Reykjanesbrautina (sem er reyndar ömurlegt), tvívegis hef ég hjólað í Reykjaneskeppninni frá Sandgerði að Reykjanesvirkjun og auðvitað hef ég hjólað Bláalónið nokkuð oft. Þá er Kleifarvatn einnig komið á kortið og skemmtileg torfarinn leið um slóða Á Reykjanesi. En eins og áður sagði vantaði að klára suðurhluta Reykjanesins og var þurra veðrið um morgunin á 17. júní notað í það. Mikil þoka var upp á Ísólfskála þar sem þessi mynd var tekin.

Suðurhluti Reykjanesins er gríðarlega fallegur staður sem maður mætti gera meira af að hjóla um. 

Hér fyrir neðan er svo hitakortið og eins og sjá má er Djúpavatnsleið algengust en því dekkri sem liturinn er því oftar hef ég hjólað þar.

Picture
0 Comments

Jökulmílan 2014

5/28/2014

0 Comments

 
Picture
Það var mikill heiður þegar Hjólamenn sem skipuleggja Jökulmíluna ákváðu að nota mynd af mér á plaggat og auglýsingu fyrir Jökulmíluna 2014. Þessi mynd hangir núna uppi í öllum hjólabúðum og stór auglýsing birtist í dag í sérblaði Fréttablaðsins, Fólk, þar sem hjólreiðar voru helsta umfjöllunarefnið.

Ég er að sjálfsögðu búinn að skrá mig í Jökulmíluna 2014 og treysti á að fá nýja svona mynd þar sem ég hef létt mig um 10 kg á milli ára og farinn úr stærð 6 niður í stærð 3 :)

Jökulmílan er ein af mínum uppáhaldskeppnum og eins og ég fjalla um í keppnissögunni frá því í fyrra tókst mjög vel upp með keppnina í fyrra.

Skráning fer fram hér: 
www.jokulmilan.is/ 



0 Comments

Garmin Virb - sprett að bæjarmörkum

5/23/2014

0 Comments

 
Hrikalega er töff og gaman að skoða á myndrænan hátt hvernig wött og púls virka. Hér er enn eitt myndbandið frá Mallorca :)
Til að auka á skemmtanagildi hjólreiðatúranna og auðvitað til að fylgja reglum Velominati voru ávallt sprettir að bæjarskiltum í öllum túrum á Mallorca. Í þessu tilfelli höfðum við Árni og Kári stungið hópinn af og keyrðum upp hraðan þegar bæjarmörkin nálguð
0 Comments

Hika er sama og tapa - myndband af endasprett

4/27/2014

0 Comments

 
Eftir að hafa dottið aftur úr fremstu grúbbu og hjólað einn í nokkurn tíma myndaðist 6 manna grúbba sem hjólaði saman síðustu 25km eða svo. Einn og einn datt aftur úr og að lokum vorum við 3. Þegar Valli tekur endasprett frekar snemma og maðurinn fyrir framan mig hefur ekki orku að elta hann þarf ég að brúa ansi langt bil, tekst það næstum því en drep mig gjörsamlega við það. Ekkert sem hálftími í heitapottinum lagði ekki en ég gat ekki gengið eftir þetta. Við erum í hörkumótvind og hraðinn eftir því.
0 Comments

Besti tími allra Íslendinga upp Portal Hill

4/11/2014

1 Comment

 
Fyrir utan hótelið sem við gistum á er Strava Segment upp Portal Hill og í gríni setti ég auðvitað markmið upp brekkuna og hafði það veglegt. 7 Íslendingar eru á listanum og er Árni Már í fyrsta sæti með 25km meðalhraða upp brekkuna. Ég vissi vel að ég gæti hjólað hraðar upp brekkuna og ég veit líka vel að Árni Már getur hjólað enn hraðar en það sem ég vissi ekki er að ég gæti náð 10. sæti af 1422 manns sem hafa hjólað þarna upp yfir heildina. Semsagt, Ísmaðurinn er í top 10 af 1422 á Mallorca :) Hér er myndband þegar ég kem upp á toppinn, meðal wött voru 470 í 1mín og 36sek.
1 Comment

Ennþá vetur á Íslandi, styttist í Mallorca

3/7/2014

0 Comments

 
Picture
Eins og alltaf í febrúar/mars hviknar hjá manni gríðarleg þörf á að viðra götuhjólið þegar snjóinn fer að taka upp og sólin skín á malbikið og bræðir burt klakan. 

Sú var raunin og náði ég einni ferð á Þingvelli í febrúar og næsta ferð plönuð tveimur vikum síðar. 

En veruleikinn er allt annar enda enþá vetur á íslandi og því varð ekkert af frekari Þingvallaferðum og í staðinn slegist við snjóskafla á stígum Reykjavíkurborgar. 

Ávallt skal þó Regla 9 í hávegum höfð og enginn tepruskapur þó smá snjór sé fyrir manni. Þessa mynd tók ég út á Gróttu í morgun og hafði gaman af þeim túr. Miklir kontrastar í snjónum, himnininum og sjónum skila sér vel í flottri innrömmun á hjólinu. 

Það er þá ekkert annað að gera en að telja niðurí æfingaferð HFR til Mallorca :) 32 dagar :)



0 Comments

Fyrsta æfing eftir flensu

1/16/2014

0 Comments

 
Picture
Í gær fór ég fyrstu ferð eftir flensu sem hrjáði mig í tæpar 3 vikur í lok desember. Þegar ég loksins komst út undir bert loft á hjólið fór ég mjög varlega af stað og hjólaði einungis rólega til vinnu. Í gær hjólaði ég svo tæpa 60km þar sem þessi mynd var tekin og í dag hjólaði ég 40 með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. 

Það var virkilega góð tilfinning að fá loksins að keyra púlsinn í botn. Ég finn ennþá fyrir smá orkuleysi en næstu vikur verða notaðar vel til að vinna formið til baka. 

Flensan gat varla komið á verri tíma en ég fékk lánaðan Lauf demparagaffal til prufu og lítið getað prufað hann almennilega sérstaklega vegna hálku. Það sem komið er lofar þó góðu og ljóst að demparanum verður ekki skilað að mínu frumkvæði :)

Nú verða næstu vikur notaðar vel til æfinga sem munu svo ná hámarki í apríl þegar ég fer til Mallorca í æfingaferð. Það verður góð tilbreyting frá klakanum á íslandi að hjóla í léttum hjólafatnaði í fjöllunum á austurströnd eyjunnar.

0 Comments

HFR Æfing í heiðmörk

12/17/2013

0 Comments

 
Picture
Sunnudaginn 15. desember mættu 7 manns á æfingu og var förinni heitið upp í heiðmörk en hjólair voru 52km í erfiðu færi.
Ísmaðurinn náði nokkrum skemmtilegum atvikum á video í ferðinni en mjög fallegt veður var.

Video

0 Comments

Heiðmörk 6

11/11/2013

0 Comments

 
Picture
Í sumar fór fram fyrsta 6 tíma keppni sem haldin hefur verið á íslandi. Ég var spenntur fyrir þessari keppni og tók þátt í einstaklingskeppninni.

Hér er keppnissagan

0 Comments

Nýtt hjól fyrir 2014

10/29/2013

0 Comments

 
Picture
Var að panta CUBE LITENING SUPER HPC PRO frá TRI.
Þetta hjól er útbúið 11 gíra Ultegra búnaði og með léttasta og stífasta ramman fyrir götuhjól frá Cube og vegur 7.3 kg án petala.

Fæ hjólið afhent í mars og fyrsti prufurúnturinn verður líkelga Þingvellir um páskana :)



0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly