
Ég stillti hjólið í réttan gír fyrir startið, létt mig renna rólega að rásstað án þess að smella mér úr, hélt jafnvæginu í smá stund á meðan ræsirinn greip í hnakkinn og hélt hjólinu fyrir mig. Hann hafði orð á því hve fagmannlegt þetta væri og hafði ég gaman af, enda á þessi keppni að vera skemmtileg.
Keppendur eru ræstir með 30 sek millibili og þarna hafði ég nægan tiíma til að undirbúa mig og vera viðbúinn því enginn tími fór til spillis við að stilla mér upp.
Þegar ég ræsti af stað tók ég þétt af stað. Garmin Vector segir 1210 wött og strax bryjaði ég að raða niður gírum og þegar ég var kominn í hæsta gír fór ég beint með framhandleggina á stýrið og beigði mig sem mest niður, og viti menn ég fann bara hvernig loftmótstaðan og óhreinaloftið fyrir aftan haus og bak léttist einhvernveginn. Þegar ég kom að begijunnið við Bláfjallaffleggjara, fann ég hvernig mér leið vel og líklega er þar um að þakka æfingum fyrir hálfan Járnkarl og keppninni um að þakka en ég hjólaði 90km hjólalegg í liðakeppni á tímatökuhjóli þar sem staðan er mjög erfið á hjólinu. Ég fann allan tímann að ég var ferskur og langaði svo að ná Jóa sem var ræstur næst á undan mér en hann keyrði þétt og náði góðu þriðja sæti. Óskar var í örðu sæti og ég náði sigri með aðeins einni sekúndu. Ég hélt hærri púls en venjulega og meðalwött voru 392 en í síðustu keppni hélt ég 377 meðalwöttum. Að keppni lokinni hélt ég áfram að hjóla því ég hafði bitið það í mig að hjóla hátt í 100km í kvöldsólinni og fékk hringingu stuttu siíðar að ég hefði sigrað.
Takk Tri, Garmin og Fiskmarkaðurinn fyrir stuðning og auðvitað keppinautarnir en Jói og Óskar voru þeir fyrstu með hamingjuóskir.