Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Flott video frá Lauf forks

9/3/2014

0 Comments

 
Flott video frá Lauf Forks úr Bláalónskeppninni 2014. Ég ásamt fleirum hjóluðum á léttasta demparagaffli í heimi í keppninni og skilaði ég mér í mark á innan við 2 tímum í 11. sæti. Kíkið á myndbandið og skoðið keppnissöguna eða horfið bara alla leið :)

Blue Lagoon Challenge - Lauf from Lauf Forks on Vimeo.

0 Comments

Nýjasta nýtt á Ísmadurinn.net, Trainer myndbönd

9/2/2014

0 Comments

 
Picture
Hvað á maður að gera við fleiri tugi klukkutíma af allskonar efni sem hefur komið úr Garmin Virb videovélinni í vor og sumar? Það er ekkert flókið nú þegar daginn tekur að stytta og kaldara verður í veðri, þá er akkúrat málið að byrja að horfa á skemmtileg myndbönd frá Mallorca og úr einhverjum vel völdum keppnum. 
Nú þegar eru komin tvenn myndbönd á síðuna og annað þeirra er ekkert annað en Bláalónsþrautin og hitt er frá 16. apríl á Mallorca þegar við hjóluðum frá Calvia niður til Port d'Andratx og upp til Valldemossa.
Myndböndin eru á undirsíðu undir video hér

0 Comments

Cube Prologue í kvöld

6/18/2014

0 Comments

 
Picture
Önnur umferð í Cube Prologue er í kvöld og ég tek þátt í þessari skemmtilegu sprettþraut sem fer fram á krísuvíkurvegi en hjólaðir eru 7,2km gjörsamlega á útopnu. Ég ætla að nota þessa keppni sem æfingu og reyna að halda 370-390 meðalwöttum en í Tímatökukeppninni sem haldin var í maí var ég með 360w í 20mín.

Úrslit munu birtast hér

0 Comments

Garmin Virb - sprett að bæjarmörkum

5/23/2014

0 Comments

 
Hrikalega er töff og gaman að skoða á myndrænan hátt hvernig wött og púls virka. Hér er enn eitt myndbandið frá Mallorca :)
Til að auka á skemmtanagildi hjólreiðatúranna og auðvitað til að fylgja reglum Velominati voru ávallt sprettir að bæjarskiltum í öllum túrum á Mallorca. Í þessu tilfelli höfðum við Árni og Kári stungið hópinn af og keyrðum upp hraðan þegar bæjarmörkin nálguð
0 Comments

Lauf Forks í Klinkinu

5/13/2014

0 Comments

 
Picture
Viðtal við Benedikt Skúlason stofnanda og hönnuð Lauf gaffalsins í Klinkinu á stöð 2. Ýtarleg umfjöllun og skemmtilegt viðtal og pínu nördalegt enda er Benedikt bæði verkfræðingur og hjólreiðamaður, skrítin blanda :)

Sjálfur er ég hrikalega stolltur að hafa fengið tækifæri til að prufa gaffallinn en ég hef núna hjólað yfir 2500km á mínum gaffli.

Viðtalið má horfá á hér


0 Comments

Ísmaðurinn á afmæli í dag

3/22/2014

0 Comments

 
Picture
Í dag fagna ég 38 ára afmæli og kærastan gaf mér þessa flottu götuhjólaskó í afmælisgjöf.



Næst er það Bikefitt hjá Haffa í Erninum en hann fær það verkefni að stilla mig af á hjólinnu á visindalegan hátt, allt frá hvernig klítarnir eru staðsettir, stýri og hnakkur.



Markmiðið er að mér líði sem best á hjólinu og skili þannig mestu afli niður í petalana.





0 Comments

Ennþá vetur á Íslandi, styttist í Mallorca

3/7/2014

0 Comments

 
Picture
Eins og alltaf í febrúar/mars hviknar hjá manni gríðarleg þörf á að viðra götuhjólið þegar snjóinn fer að taka upp og sólin skín á malbikið og bræðir burt klakan. 

Sú var raunin og náði ég einni ferð á Þingvelli í febrúar og næsta ferð plönuð tveimur vikum síðar. 

En veruleikinn er allt annar enda enþá vetur á íslandi og því varð ekkert af frekari Þingvallaferðum og í staðinn slegist við snjóskafla á stígum Reykjavíkurborgar. 

Ávallt skal þó Regla 9 í hávegum höfð og enginn tepruskapur þó smá snjór sé fyrir manni. Þessa mynd tók ég út á Gróttu í morgun og hafði gaman af þeim túr. Miklir kontrastar í snjónum, himnininum og sjónum skila sér vel í flottri innrömmun á hjólinu. 

Það er þá ekkert annað að gera en að telja niðurí æfingaferð HFR til Mallorca :) 32 dagar :)



0 Comments

Fyrsta æfing eftir flensu

1/16/2014

0 Comments

 
Picture
Í gær fór ég fyrstu ferð eftir flensu sem hrjáði mig í tæpar 3 vikur í lok desember. Þegar ég loksins komst út undir bert loft á hjólið fór ég mjög varlega af stað og hjólaði einungis rólega til vinnu. Í gær hjólaði ég svo tæpa 60km þar sem þessi mynd var tekin og í dag hjólaði ég 40 með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. 

Það var virkilega góð tilfinning að fá loksins að keyra púlsinn í botn. Ég finn ennþá fyrir smá orkuleysi en næstu vikur verða notaðar vel til að vinna formið til baka. 

Flensan gat varla komið á verri tíma en ég fékk lánaðan Lauf demparagaffal til prufu og lítið getað prufað hann almennilega sérstaklega vegna hálku. Það sem komið er lofar þó góðu og ljóst að demparanum verður ekki skilað að mínu frumkvæði :)

Nú verða næstu vikur notaðar vel til æfinga sem munu svo ná hámarki í apríl þegar ég fer til Mallorca í æfingaferð. Það verður góð tilbreyting frá klakanum á íslandi að hjóla í léttum hjólafatnaði í fjöllunum á austurströnd eyjunnar.

0 Comments

Kominn á léttasta demparagaffal í heimi! Íslensk hönnun

12/23/2013

0 Comments

 
Picture
Lauf sem er léttasti demparagaffall í heimi og íslensk hönnun er komið undir Cube hjólið mitt. Get ekki beðið eftir að prufa þetta. Frábær aukajólagjöf og ekki verra þegar það er svona mikið carbon eða 950gr. Er mjög ánægður með litasamsetninguna. Kærar þakkir fá snillingarnir hjá www.laufforks.com en þeir tóku eftir sögunni minni og fannst við hæfi að ég fengi léttari demparagaffal. Úr varð að ég fékk þennan að láni til að prufa og ætla ég mér að njóta vel :)
Þessi gaffall er að fá mjög góða umfjöllun í stóru fjallahjólablöðunum útí heimi og hafa þeir fengið verðskuldað hrós fyrir góða hönnun. 

0 Comments

Nýtt hjól fyrir 2014

10/29/2013

0 Comments

 
Picture
Var að panta CUBE LITENING SUPER HPC PRO frá TRI.
Þetta hjól er útbúið 11 gíra Ultegra búnaði og með léttasta og stífasta ramman fyrir götuhjól frá Cube og vegur 7.3 kg án petala.

Fæ hjólið afhent í mars og fyrsti prufurúnturinn verður líkelga Þingvellir um páskana :)



0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly