Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Markmið

2/1/2021

0 Comments

 
Picture
Árið 2011 setti ég mér markmið og markmiðið var einfalt. Að geta hjólað. Það er nefnilega ekki auðvelt að hjóla þegar maður er 146kg. Ég hafði aldrei sett mér markmið áður að minnsta kosti ekki raunhæf og eftir margar mishepnaðar tilraunir ákvað ég að setja mér þetta einfalda markmið, að geta hjólað.

Markmið eitt og sér hefur heldur ekki virkað fyrir mig. Mér hefur gengið best þegar ég set mér eitt aðalmarkmið, bý mér svo til önnur minni markmið eða set mér verkefni sem svo styðja við aðalmarkmiðið. Þess vegna ákvað ég að hjóla til vinnu 1-2 sinnum í viku jafnvel þótt ég væri sóttur eftir vinnu, stundum skutlað hálfa leið á morgnanna og jafnvel tók ég strætó upp síðustu brekkurnar á 12km leið minni heim úr vinnu. Það gékk ágætlega framan af en til að halda mér við efnið ákvað ég að fara í ferðalag á hjólinu, eiginlega hoppa út í djúpu laugina. ég pantaði flugmiða til Danmerkur og ákvað að hjóla í heimsókn til vinar míns og njóta hverrar mínútu. 
Nú 10 árum síðar langar mig mjög að endurtaka leikin, og því er stóra markmið og verkefni ársins 2021 að fara aftur til Danmerkur. Ég hef gengið með þessa hugmynd í 2 ár og ef Covid-19 leyfir þá mun ég fljúga seinnipart sumars til Danmerkur og núna, hjóla lengra, fjölbreyttari leiðir og njóta alls sem Danmörk hefur upp á að bjóða. En fyrst og fremst fagna 10 ára heilsubetrunar afmæli mínu og vera þakklátur því að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir 10 árum og haldið það út. 


0 Comments

Gullhringuirnn 2021

2/1/2021

0 Comments

 
Gullhringurinn er ein af mínum uppáhaldskeppnum. Ég hef í raun aldrei litið á Gullhringinn sem keppni frekar viðburð. Ég tói þátt í fyrstu keppninni 1. september 2012 og lenti í sæti 20 af 42 keppendum. Var fyrst og fremst ánægður að klára þessa 106 km keppni og þó svo hún teljist frekar flöt þá fann ég alveg fyrir brekkunum enda þá 120kg. Mér fannst ég samt léttur á mér enda búin að missa töluverða þyngd. 
Í ár verður keppnin með nýju fyrirkomulagi þar sem hjólað verður í kringum Selfoss og verður öllum götum lokað á meðan keppni stendur. Þetta er virkilega spennandi fyrirkomulag og verður gaman að hjóla nýja enn flatari leið og njóta. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá 2012 og 2015 þegar ég vann keppnina sjálfum mér að óvörum þó ljósmyndarinn á þeim myndum hafi spáð mér framarlega í keppninni.
Endilega kíkið á heimasíðu Gullhringssins og skráið ykkur í þennan frábæra viðburð.

Myndir: Kia Gullhringurinnn og Arnold Björnsson
0 Comments

Markmið 1 á Tenerife, Masca

3/12/2017

0 Comments

 
Það er alltaf gaman að mæla árangur og það er einna best með aflmæli og strava. Aflmælir gefur þér hárnákvæmar tölur um getu líkamans til að skila af sér afli og hægt að bera saman á milli ára. Strava er skemmtilegt tól eins og ég hef oft talað um og þá sérstaklega segments eða leiðir þar sem notendur geta tímamælt sig sjálfkrafa yfir ákveðna leið sem hjóluð er. Í ár fór ég til Tenerife í æfingaferð með 2 stór markmið. Bæta mig í Granadilla-Vilaflor segmentinu og Masca segmentinu. 

Hér er myndband frá Masca þar sem ég bætti mig um rúmleg 3 mínútur í þessu harða klifri, með halla upp á 11-20% og 400m hækkun. Ef þér er nokkuð sama um afltölur þá njótu landslagsins, en Masca bærinn er í stórbrotnu landslagi í klettótum dal á norður Tenerife.
0 Comments

Næring í Æfingaferðum

3/4/2017

0 Comments

 
Í æfingaferðum þegar hjólaðir eru tvöfalt eða þrefalt lengri vegalengdir en venjulega og á hverjum degi er hvíld og næring lykilatriði. Í þeim ferðum sem ég hef farið hef ég ávallt valið mér hálft fæði á hóteli, morgunmat og kvöldmat. Það er þó mjög auðvelt að falla í þá gryfju að borða of mikið, enda eru verðlaunin fyrir dugnað oft í formi kræsinga. 
Fyrir mig sem þarf að huga að hverjum bita sem ég læt ofan í mig finnst mér best að takmarka morgunmatinn sérstaklega. Hér heima læt ég oft 2 egg duga í morgunmat, engin kolvetni fyrir hádegi og fæ ég mér frekar hafragraut 2 tímum fyrir æfingu eða um 4 leitið. Á hótelum eru oft allar mögulegar kræsingar í boði og ef farnar eru 2 ferðir í morgunmat er í raun verið að yfirfylla nú þegar fullann tank af eldsneyti enda ætti líkimm að hafa fyllt á glycogen birgðir líkamans kvöldið áður.
Best hefur mér gengið ef ég næ mér í orku strax að lokinni æfingu eða keppni, oft hef ég takið inn sérstakan recovery drykk og svo létta máltíð og í fyrra byrjaði ég að taka 100% amino frá prótís tvisvar á dag. 
Munurinn á æfingaferð og æfa hér heima með vinnu og fölskyldu er sú að það eina sem þú geirir er að hjóla, næra þig og hvíla. Þegar maður kemur heim á hótel eftir harða æfingu byrjar hvíldin strax fyrir næsta dag, algjör afslöppun getur hafist um leið og næring er komin á tankinn. 
Á kvöldin er sömuleiðis mikilvægt að borða hollann mat, fylla diskinn af grænmeti, létt prótein eins og kjúkling og fisk og slaka á í sykruðum eftirréttum. 

Dæmi um næringu á einum degi þegar hjólaðir eru 5 klst samfleytt:

Fyrir morgunmat:
100% amino og Liðir frá Protis

Morgunmatur:
2 egg
2 sneiðar beikon eða parmaskinka
Hafragrautur með nutella 
Blóðappelsína

Á Hjólinu fyrir hádegi:
1 brúsi af vatni
1 brúsi af þunnt blönduðum orkudrykk
1 High5 gel per klst ef þarf
1/2 orkustykki 

Hádegismatur:
Pastaréttur eða samloka með seranoskinku og osti (eða það sem þér þykir girnilegast og fljótlegast á þeim veitingastað sem stoppað er á, jebb það má fá hamborgara)

Á hjóli eftir hádegi:
Orkudrykkur sem fæst í næsta súpermarkaði
1 vatnsbrúsi
1-2 gel per klst
1/2 orkustykki

Beint eftir æfingu:
Liðir frá Protis
Recovery drykkur 

Kvöldmatur:
​Pasta eða grjón
Grænmeti
Létt prótein eins og kjúklingur og fiskur. Naut skal varast enda þungt í maga
ávextir skulu vera í meirihluta af eftirrétt ef slíkt er á borðum, ís auðvitað, hvað annað.






0 Comments

Nýtt Spennandi námskeið í Hreyfingu

2/14/2017

0 Comments

 
Nú er að hefjast spennandi hjólanámskeið í Hreyfingu sem ég og Rúnar Karl liðsfélagi minn í Team Örninn Trek munum halda utan um. Þetta mun verða spennandi og gefandi tækifæri til að þróa sig enn betur sem hjólanörd. Frá því ég byrjaði mitt tækifæri hef ég lært svo mikið af öðrum sem hefur gefið mér gríðarlega dýrmæta hvatningu og ekki síður reynslu. Nú verður gaman að vera í því hlutverki, að gefa af sér og vonandi vera öðrum hvatning. Námskeiðið hefst 21. febrúar og er 8 vikur. Við munum keyra í gegn gott æfingaprógram sem hefur hentað okkur vel, byrjum á góðum grunn æfingum, bætum svo við æfingum með meiri ákefð og endurtekningum með það að markmiði að allir sem námskeiðið sækja læri að stýra sinni ákefð og verði betri hjólreiðamenn. 
​https://hreyfing.is/vefverslun/namskeid/nytt-cyclothon-hjolanamskeid/416
0 Comments

5 kg farinn með hjálp amínó létt frá Prótís

2/1/2017

1 Comment

 
Picture
Í október datt vinur minn niður á frábært fæðubótaefni frá Prótis sem kallast liðir. Prótís er íslenskt fyrirtæki sem vinnur fæðubótarefni úr fiski. Liðir er unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorksprótín fyrir viðhald vöðva og virkaði vel á hann og hjálpaði honum með hans hnévandamál. Þessi ágæti vinur minn er þannig úr garði gerður að auðvitað þurfti ég að prufa líka, þó ég væri ekki með nein hnévandamál en Prótís framleiðir einnig á sama hátt amínósýrur sem er gott að taka rétt fyrir æfingu og strax eftir æfingu. Einnig er framleitt amínó létt sem er Vatnsrofið þorskprótín, króm og pikólínat ásamt náttúrulegum trefjum, semsagt seðjandi. Hann var sannfærður um að þetta gæti gagnast mér og úr varð að ég fékk að prufa, án allra skuldbindinga þessi þrjú efni. Ég byrjaði í nóvember og var það liður í undirbúningi fyrir 3 daga hjólaferð í lok mánaðarins. Ég notaði mest Amínó létt til að halda þyngd í skefjum sem hefur verið erfitt undanfarið ár, svo 100% amínó eftir erfiðar æfingar og Liði sömuleiðis í erfiðum æfingalotum. Á síðasta degi æfingaferðarinnar tók ég lengstu dagleiðina, 5 klifur á dagskránni og það síðasta tók ég á fullu afli, mér leið frábærlega alla leiðina upp, ég hjólaði á hærra afli en ég bjóst við, mér leið vel og finnst mér því eins og vini mínum að þurfi endilega að segja ykkur frá :).

Ég hef nú náð að létta mig um 5kg frá því ég byrjaði, ég er léttari en síðasta sumar sem er óvanalegt fyrir mig því ég þyngist alltaf eitthvað á veturna. Mér vantar að losna við 5 kg í viðbót hið minnsta og ætla ég mér það með skynsemi í matarræði, hjólreiðum eins og vanalega og Aminó Létt. Þar sem Meistaramánuðurinn er nú að hefjast finnst mér auðvitað rétt að taka hann alla leið.
Næsta verkefni er Tenerife í lok febrúar. Þar verð ég í viku að kljást við brekkurnar sem sigruðu mig í fyrra, nema nú ætla ég að sigra þær.

1 Comment

Video, nýtt ár, ný markmið

1/17/2017

0 Comments

 
Ég gat ekki annað en skellt í myndband til hliðar við síðasta póst en árlegt verkefni hjá mér er að skrifa inn á dagatalið mitt allt það helsta sem er að gerast á árinu, allt til þess að ég geti verið focuseraður á það sem er að gerast. Ég bæti svo reglulega við eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram um keppnir og fleira.
Ég yrði þakklátur öllum þeim sem smella á like hnappinn á myndbandinu og ekki væri verra að geraast áskrifandi ef svona myndbönd eru hjálpleg. Markmiðið er að gera nokkur svona myndbönd á árinu þar sem fróðleikur ýmiskonar um hjólreiðar er aðalatriðið.

Kíkið endilega á keppnisdagskránna hér
Smellið hér til að skoða youtube rásina mína og gerast áskrifandi
0 Comments

Nýtt ár, ný markmið og að setja sér markmið

1/7/2017

1 Comment

 
Frá því ég hóf ferðalagið mitt árið 2011, hef ég alltaf sett mér markmið, í raun er ég ávallt með þrjú markmið í gangi í einu, öll eru þau svipuð en með mismunandi tímaramma. Ég ræði oft ekki öll markmiðin mín við neinn, set mér stunum langtíma markmið og skammtímamarkmið. Fyrsta langtíma markmiðið sem ég setti mér strax í upphafi var að geta hjólað með þeim bestu, keppnir voru ekki ofarlega í huga mér enda var stærsta markmiðið að geta hjólað, en mig langaði að geta hjólað lengri vegalengdir t.d. á Þingvöll á sumardaginn fyrsta sem er oft fjölmennur hjólatúr hjólreiðamanna á öllum getustigum.
PictureJúlí 2011

En aðalatriðið er að setja sér markmið sem eru raunhæf. Markmið geta verið stór og smá en öll eru þau krefjandi og setja okkur ákveðin mörk. Fyrstu skammtímamarkmiðin mín var að geta hjólað, geta hjólað til vinnu, geta hjólað til vinnu flesta daga vikunnar, geta hjólað Reykjavíkurhring á leiðinni heim úr vinnu og svo setti ég mér markmið að geta hjólað frá Kastrup flugvelli niður til Fylkis vinar míns í Sönderborg á suður Jótlandi.
Þegar ég svo setti mér þetta stóra markmið setti ég alla mína orku í að undirbúa mig, velja leiðir, kaupa bögglabera, töskur og tjald, undirbúa mig andlega og um leið ræða markmiðin mín við aðra um leið. Fylkir studdi mig vel, strákarnir í Erninum (var ekki að vinna þar þá) studdu mig vel, fékk mikla athygli í vinnunni fyrir þetta og auðvitað í fjölskyldunni. Fólk kom með skoðannir, flestir á þá leið að ég væri að fara einn, pínu skrítinn, en það var góð ástæða fyrir því, aðalatriðið var að hjóla til vinar míns Fylkis sem ég sótti svo mikinn innblástur til.

PictureÁgúst 2013
Við skrifuðumst á vikulega með tölvupósti, við ræddum kayak ferðina hans umhverfis Danmörku og mína ferð til hans og það skemmtilega var að þó hann væri með markmið að róa fljótastur allra umhverfis Danmörku og mitt stóra markmið var að geta hjólað, þá fékk ég það alltaf á tilfinninguna að honum þætti jafnvel meira til míns markmið koma en síns eigins, en þannig er það, að sigrast á markmiði sínu er stórt og verðugt verkefni. Þarna var ekki aftur snúið og reyndist þetta vera besta mögulega upphaf á mínu ferðalagi til betra lífs.
Markmiðin geta verið stór og smá og þó ég sé með mörg markmið fyrir sumarið nota ég enn sömu aðferð og við upphaf ferðalagsins, ég set mér skammtímamarkmið sem eru raunhæf, ræði þau við fólk í kringum mig og er staðráðinn í að standast þau þó krefjandi séu. 

Stóra markmið ársins er að létta mig, markmið sem ekki gékk vel í fyrra. Og til að standast það markmið hef ég sett mér nokkur skammtímamarkmið, nefnilega að fara aftur til Tenerife, bæta tímann minn upp brekkurnar og til þess að það gerist verð ég að setja alla mína orku í það verkefni, léttast.... 

Stærsta Hvatningin til að standast þessi markmið er t.d. að horfa nógu oft á það þegar Haffi stakk mig frekar léttilega af upp brekkuna frá Granadilla til Villaflor á Tenerife í fyrra. Ég klippti þetta myndband sérstaklega fyrir sjálfan mig, halda haus og markmiði. Þannig að þegar ég tek traineræfingu þá er ég að horfa á þetta myndband. Það er samt ágætt að halda því til haga að ég mun líklega ekki stinga Haffa af upp brekkurnar á Tenerife, en að bæta sinn eiginn tíma er sigur og stórt markmið.

1 Comment

Gleðileg Jólahjól 

12/24/2016

0 Comments

 
Gleðileg jól og njótið, hjólið sem mest og borðið sem mest. 

Loksins þegar snjórinn kom komst ég í gírinn að hjóla úti, hér er eitt fallegt video frá vetrarfærðinni í fyrra. Það er nefnilega þannig að birtan sem kemur með snjónum og stillt veður er oft þægilegra til útihjólreiða en rigning og drungalegri stemming. Aðalatriðið er að njóta....
0 Comments

Trainer myndbönd

12/19/2016

0 Comments

 
Á youtube síðunni minni hef ég klippt og deilt alls kyns myndböndum, flestum af hjólreiðum og hafa nokkrar útgáfur af keppnum og æfingaferðum fengið miklar vinsældir. Ég setti því upp playlista á youtube með öllum mínum myndböndum sem þú gætir haft gaman af. Auðvitað er frábært að gerast líka áskrifandi af youtube rásinni minni í leiðinni. Smelltu á rauða takkann hér fyrir neðan til að gerast áskrifandi og þar fyrir neðan eru nú yfir 20 myndbönd sem má njóta á trainer
0 Comments

Zwiftcast þáttur 16

12/13/2016

0 Comments

 

Simon, Shane og Nathan ræða að venju það nýjasta í Zwift. . . . endalaus bið eftir iOS útgáfuða. Tacx Flux prufaður og umræða um samhjól á zwift þar sem hugmynd um stjörnugjöf og ummæli líkt og tripadvisor var velt fram.

The Zwift Academy er samvinnnuverkefni Zwift og Canyon Sram liðsins, þar sem ein kona getur unnið sér inn eins árs samning við liðið og hjólað sem atvinnumaður í eitt ár. 1200 konur sóttu um og eftir standa nú þrjár sem fara til Mallorca og æfa með liðinu í viku. Rætt er við eina konu sem er á leiðinni og aðra sem þurfti að hafna boðinu vegna strafsframa og er að vonum vonsvikin.

Umræða um æfingar á Trainer Road og rætt við ODZ liðið sem stendur fyrir fjölmörgum Samhjólum

En Zwift er Komið á ipad :)

Hlusta á þáttinn hér
​​
0 Comments

SHS og WorldClass eru að "spinna" í sólarhring til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

12/12/2016

0 Comments

 
Picture
Á fjórða hundrað manns mættu um helgina til að hjóla í sólarhringsátaki slökkviliðsmanna og World Class til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Hjólað var samfleytt í 24 tíma og klæddust þau allra hörðustu vinnugallanum og púluðu í 40 gráðum til styrktar þessu góða málefni. Allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar, enda full þörf á því um jólahátíðina. Þau sem vilja styrkja málefnið geta ennþá lagt inn á reikninginn 0515 - 04 - 250040. Kennitalan er 690500-2130. Facebook síða slökkviliðsins, fleiri myndir og efni

0 Comments

Æfingaferð til Cambrils

12/6/2016

0 Comments

 
Picture
Æfingaferðir til heitari landa snúast um að komast í betra veður, fallegt landslag, krefjandi brekkur og annað hvort upphitun fyrir íslenska sumarið eða lengja það í hinn endann. Haustið 2016 fékk ég frábært tækifæri til að kanna aðstæður í Cambrils sport Resort sem er frábær garður þar sem hugsað er fyrir öllu hvað varðar íþróttalið í æfingabúðum. Ég var þar um miðjan Nóvember í þrjá daga og náði að hjóla yfir 300km um fjallahéruð Katalóníu. Svæðið mynti um margt á Mallorca, brekkurnar voru hæfilega brattar og langar, hægt að velja um fjölbreyttar leiðir og já, flatar leiðir líka. 

Costa Daurada er vinsæl meðal hjólreiðafólks, Cambrils park Resort hefur hýst margann atvinnumanninn, þar ber helst að nefna Giant Albecin liðið og þá hafa mörg Dönsk A klassa og atvinnumannalið dvalið þar, þar á meðal Riwal Platform Cycling team en Tobias Morch Kongstad sem sigraði Tour of Reykjavík.... lesa meira

0 Comments

Zwiftcast þáttur 15

11/30/2016

0 Comments

 
Þáttur 15 af zwiftcast var áhugaverður fyrir nokkrar sakir. Fjallað var um World Bike Relief sem er 24 zwiftathon, þar sem safna skal fyrir reiðhjólum og þeim fundin góð not í Afríku. Ekki veitir af að hjólavæða afríkubúa, sumir þurfa að ganga 4 klst á dag til og frá nauðsynlegrar þjónustu svo sem mentunastofnana, læknaþjónustu og vinnu. Trek hjólaframleiðandinn gerir vel við söfnunina og ætlar að tvöfalda þá upphæð sem safnast.

Þá var fjallað um Nathan Stolzner sem er í þyngri kanntinum, yfir 300lbs (136kg) og ætlar sér að léttast. Hans ferðalag er nýhafið og hann notar zwift sem aðal motivation, Box Hill í London er hans helsti farartálmi á zwift en það tekur hann yfir 40 mín að hjóla upp þá brekku en markmiðið er skýrt, hraðar skal hann upp. Ég tengi vel við svona sögur og ekki annað hægt en að styðja menn með markmið.

Til að lesa um ferðalagið mitt þá má smella hér og allt um Zwiftcast þættina hér 
Picture
0 Comments
<<Previous
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly