
Hingað til hef ég hækkað hnakkinn þannig að mér finnist hann þægilegur og látið tilfinninguna ráða.
Það hafa hinsvegar verið gerðar gríðarlega viðamiklar rannsóknir á uppsetningu á hjólum og þá sérstaklega á síðustu árum og fór ég því með nýja Cube Litening hjólið mitt í bikefit til að stilla allt rétt saman. Einnig er ég með nýja Götuhjólaskó og í stað þess að setja petalana einhvernvegin sirka undir skónna ákvað ég að láta gera þetta á aðeins vísindalegri hátt en áður.


Þá var varið smá tíma í að ræða og fræðast um mismunandi stillingar á stýri sem gætu nýst mér í mismunandi keppnum og prufuðum við að hækka og lækka stýrisstamman og einnig að lengjan. Það er svo heimaverkefni að prufa að snúa stammanum við og kaupa lengri stamma.
Allar upplýsingarnar eru skráðar til að hægt sé að notast við þær síðar, annað hvort ef ég þarf að endurstilla hjólið mitt eða fæ mér nýtt hjól. Þetta bikefit var því miklu meira en bara stilla hæð hjólið og gékk ég sáttur út full viss um að nýja hjólið mitt væri akkúrat eins og það á að vera.