Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Madone er best hannaða hjólið

12/14/2015

0 Comments

 
Picture
Tímarit um hjólreiðar, VeloNews, gaf út á dögunum Best of 2015 blaðið og viti menn, Trek Madone var kostið besta hannaða  hjólið af fréttamönnum blaðsins. 

Trek Madone var í fréttum á fleiri stöðum en veftímaritið Cyclingnews setti fram könnun um besta hjólið 2015 og vödlu lesendur vefritsins Trek Madone hjól ársins með nokkrum yfirburðum. Keppnin var þó hörð enda mörg flott hjól þarna úti. Madone hefur fengið mikið lof fyrir flotta hönnun á loftflæði yfir hjólið án þess að fórna stífleika og léttleika sem oft vill verða. 

Að lokum verður að nefna að forritið Zwift var valin besta ástæðan til að hjóla innandyra og gleður mig mjög.
Spurning hvort Trek Madone leynist í jólapakkanum 

Picture
0 Comments

Zwiftcast

12/10/2015

0 Comments

 
Picture
Allt er nú til, ég hef fjallað nokkuð um Zwift undanfarið, hef fengið viðurnefnið herra Zwift í kjölfarið og finnst mér það alls ekkert verra :) Eins og allir vita þá er þetta nýtt forrit og enþá í mótun. Fyrsti þáttur af Zwiftcast, einskonar umræðu þáttur um þetta fyrirbæri, var að detta í loftið. í þessum klukkutíma langa þætti er farið í þróun leiksins, Eric Min, maðurinn á bak við leikinn svarar spurningum um m.a. sitt eigið FTP, verður Velodrome smíðað í leiknum, nýjar leiðir, verður hægt að velja brautir, keppnir á zwift og fyrst, æfingaplön og FTP próf útskýrð. Zwift mun styrkja við bakið á kvennaliði og eru í samvinnu við MTN-Qubeka. Þá er talað um leiðir til að koma í veg fyrir svindl í keppnum, Þeir eru að fylgjast með okkur....

Ég hlustaði í það minnsta tvisvar á þetta hugfanginn enda ekki við öðru að búast.

Hlusta má á þáttinn hér

0 Comments

December 14th, 2015

12/7/2015

0 Comments

 
Picture
Fréttablaðið tók viðtal við mig eftir allt óveðrið og hjólreiðarnr til og frá vinnu. En umræðuefnið í viðtalinu var einnig ferðalagið mitt í heild sinni og birtist viðtalið í undirliðnum Fólk 5. desember. Lesa má viðtalið hér

0 Comments

Ef Almanavarnir Segja það!

12/7/2015

0 Comments

 
Picture
Hjólaði snemma heim úr vinnu og tek enga sensa á glorulausu óveðri sem spáð er. Vonandi verða engin slys á fólki ég er í það minnsta komin heim

0 Comments

Síðdegisútvarpið

12/2/2015

0 Comments

 
Picture
Það fór allt á flug í gær vegna myndbandsins sem ég tók á leiðinni í vinnuna, mbl hafði þetta um málið að segja og frétt á vísi má lesa hér, auk þess skrifaði nútíminn um myndbandið líka. Þá höfðu þáttastjórnendur í Síðdegisútvarpinu og þá sérstaklega Bergsteinn ekki mikla trú á því að ég gæti þetta eins og má hlusta á hér. Þar sem ég að sjálfsögðu sendi honum nánari sannanir um málið þ.e. strava skránna þá bauð hann mér í þáttinn og mætti ég að sjálfsögðu á hjólinu til að Björg þáttastjórnandi sæi hvað ég væri mikið hreystimenni. Hlustið endilega á þetta, held ég hafi komist næstum þvi skammlaust frá þessu :)

0 Comments

Það er ekki eins erfitt að hjóla á íslandi eins og margur heldur

12/1/2015

0 Comments

 
Í morgun var spáð slæmu veðri og foreldrar kvattir til að halda börnum heima og auðvitað fólk á vanbúnum bílum að alls ekki ana út í umferðina. En hvað gera hjólreiðamenn þá? Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári. 

Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort.

Lauf gaffallinn léttir svo hjólið enn meira og gerir það sérlega skemmtilegt í snjó. Reynsla og kunnáttta knapans skiptir líka máli og auðvitað klæðnaðurinn sem þarf að vera þægilegur, má alls ekki flagsa utan á líkamanum, hlýr og vindheldur. Góð gleiraugu, hlý en þunn húfa og góður hjálmur.

Hér er myndband frá ferðinni í morgun, gékk án vandræða og var ekki mikið lengur á leiðinni en vanalega. Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.
0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly