Í sumar hjólaði ég vítt og breitt um nágrenni Bolungarvíkur og þar með talda Óshlíðina. Mér fannst umhverfið svo stórbrotið og aðstæður hrikalegar. Hér er myndband sem sýnir ástand vegarins en honum hefur ekki verið viðhaldið síðan 2010 þegar göngin voru opnuð
0 Comments
![]() Pedalar, tímarit um hjólreiðar kemur nú út í annað sinn og viti menn, það er flott viðtal við mig í blaðinu, flottar myndir eftir Arnold Björnson myndskreyta viðtalið en fjallað er um ferðalagið mitt frá því ég byrjaði að hjóla og hápunkturinn þegar ég sigraði sjálfan Gullhringinn nú í sumar. Gott viðtal við Róbert Wessmann og auðvitað fjallað vítt og breytt um hjólrieðar og nýjsasta æðið, breiðhjól eða fatbike Blaðið er komið í allar hjólabúðir og auðvitað má líka lesa það hér á netinu: http://issuu.com/pedalar/docs/pedalar-02015_low_ Að setja saman nýtt hjól er ávallt beðið með eftirvæntingu á þessu heimili og ákvað ég því að mynda ferlið, alveg frá því ég tók hjólið ósamsett upp úr kassanum og hjólaði heim. Ég bý líka við þau forréttindi að leiðin heim er sérlega skemmtileg en ég hjóla oft stígana í hólmanum í Elliðarárdal, upp dalinn og svo hlíðarnar undir Hólahverfi. Hér er afraksturinn: Þá er það próf nr 2. Nú skráði ég mig inn á Zwift þar sem ég notaði aflmælinn í trainernum. Til að sannreina niðurstöðurnar tengdi ég Garmin edge tækið við Vector pedalana og fékk þar að leiðandi tvær skrár um sömu æfinguna. Síðast skráði ég Garmin Vector aflmælinn inn í zwift og forritið notaði upplýsingar úr honum og Cycleops Powerbeem pro hækkaði og lækkaði álagið í samræmi við undirlagið í veruleikaheiminum. Semsagt ef þú vilt fá allt hið góða út úr zwift þá þarftu smarttrainer sem stýrir mótstöðunni en hversu raunveruleg og nákvæm er hún. Stutta svarið: Mjög Hvort sem ég notaði Garmin Vector aflmæli sem viðmið eða cycleops Powerbeem pro þá er upplifunin góð. Ég hjóla upp brekkuna og trainerinn þyngir sjálfkrafa og léttir svo þegar hallar niður í mót. Þegar ég hjólaði upp brekkuna í Watopia í kvöld var ég handviss um að trainerinn sýndi of mikið afl því ég tók fram úr fjöldanum öllum af fólki en þegar ég skoðaði tölurnar kom annað í ljós. Og þá eru það tölurnar sem allir eru búnir að bíða eftir og í kaupbæti skellti ég í rándýra grafíska mynd klippta til í paint til að fullkomna nördaskapinn. Það er reyndar erfitt að finna réttu tölurnar þar sem Garmin skráin hefur ekki gps hnit og því ekki hægt að bera saman segment, heldur þurfti ég að finna réttu tímasetningarnar handvirkt. Myndin að neðan er úr brekkunni upp fjallið á Eyjunni Watopia. Meðalwött voru nánast þau sömu og mestu wött einnig. Efri powerlínan er úr Trainernum og neðri úr Garmin Vector2. Eins og sést leiðréttir trainerinn sig sjaldnar og eitt örstutt powerdrop á Trainernum sem skýrist líklega á fjarlægð tölvunnar við treinerinn. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|