Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Þolpróf HFR 

11/21/2013

1 Comment

 
Picture
Í morgun var ég mættur í þolpróf sem HFR heldur fyrir æfingahóp Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég var mjög spenntur fyrir prófinu enda gefur útkoman góðar upplýsingar um afkastagetu líkamans. 

Prófið fór þannig fram að ég var vigtaður, spurður nokkura spurninga og svo hjólaði ég með létta mótstöðu. Reglulega var bætt við mótstöðuna. Hans aðalþjálfari HFR sá um prófið og honum finnst ekkert leiðinlegt að pína mig. 

Picture
Við hverja hækkun á mótstöðu var púlsinn skráður, í framhaldi af því er súrefnisupptakan í blóðinu reiknuð og hámarkswött. Niðurstöðurnar eru notaðar til að gera sérhannað æfingaplan sem hentar minni getu og mínum markmiðum. Framtíðin er spennandi og ég var virkilega ánægður með útkomuna í dag. Albert þjálfari var á staðnum og smellti af þessum myndum og hvatti mig til dáða. 
Hans þjálfari hrósaði mér og fyrsta spurning eftir próf, eða svona þegar ég gat talað var, : "get ég unnið túrinn ? " :) maður verður að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér.

1 Comment

Sunnudagsæfingin

11/17/2013

0 Comments

 
Picture
Ég var spurður af því um daginn hvað gera hjólagarpar núna þegar veðrið er svona. Þetta er í raun mjög erfið spurning að svara án þess að vera pínu hrokafullur í garð spyrjandans því svarið er bara, "nú við hjólum bara" sem gefur aldrei af sér annað en "ha, nei, í alvöru" viðbrögð og þá þarf að útskýra fyrir spyrjandanum með allskonar frösum eins og það er ekkert svo vont veður á íslandi, maður harkar þetta af sér, við hjólum okkur til hita o.s.fr. sem fær yfirleitt lítin hljómgrunn og trúverðugleika. 

En staðreyndin er hinsvegar sú að veðrið á Íslandi er vissulega risjótt en líka oft hrikalega fallegt og svo var raunin í morgun. Fallegt, kalt, nýfallinn snjór sem brakar í á rómantískan hátt og það að hjóla snemma á sunnudagsmorgni með 25 manns í halarófu upp elliðarárdalinn á leið í Heiðmörk er ekkert annað en frábært.

Eins og sést á þessari mynd sem tekin var í morgun á æfingu HFR brosi ég hringinn þegar ég tek mynd af mér með hópinn í bakrunn og Davíð Þór tekur mynd af athæfinu mínu.

Hópurinn endaði svo á kaffihúsi eftir um 30km hjólatúr sem tók tæpa 2 tíma og allir sáttir. Við hittum aðra hópa á leið okkar og miðað við hjólför á stígum borgarinnar má áætla að um eða yfir 100 hjólreiðamenn hafi fengið sér hjólatúr í morgunsárið.

0 Comments

Hafragrautur með meisturum

11/13/2013

0 Comments

 
Picture
Það verður seint þakkað fyrir allan þann góða félagsskap og stuðning sem ég hef fengið allt frá því ég byrjaði á þessu ævintýri vorið 2011 og allt eru þetta miklir vinir mínir í dag. 
Það var einmitt það sumar sem ég kynntist Valda í gegnum Reiðhjólabændur og þegar hann óskaði eftir félagskap á morgnanna til að hjóla var ég ekki lengi að bjóða mér með. Í morgun kl 6:40 hittumst við í Fossvogsdalnum og hjóluðum þar til við fundum lykt af kaffi, hafragraut og nutella en það var að sjálfsögðu auðfundið á heimili Hjólreiðamanns og konu ársins, margfaldra íslandsmeistara og umfram allt gott fólk. 

Picture
Hafsteinn Ægir og María Ögn buðu okkur velkominn og að loknum snæðingi fylgdum við Hafsteini til vinnu og svo var mér skilað í mína vinnu áður en Valdi hélt sína leið. 
Það er bara eitthvað við það að vakna snemma og skella sér út í hvernig veður sem er og hjóla, það að sigrast á veðrinu er frábær tilfinning.
Dagurinn var svo toppaður með því að smygla mér á æfingu hjá Tind eftir 11 tíma vinnudag og ekki var úrvalið af góðu fólki verra þar. 
Þetta er mesta snilldin við hjólreiðar á Íslandi. Það eru allir vinir, óháð félagi, stöðu og getu. Allir geta hjólað saman og notið útiverunnar. Frábær dagur og takk fyrir mig.

0 Comments

Heiðmörk 6

11/11/2013

0 Comments

 
Picture
Í sumar fór fram fyrsta 6 tíma keppni sem haldin hefur verið á íslandi. Ég var spenntur fyrir þessari keppni og tók þátt í einstaklingskeppninni.

Hér er keppnissagan

0 Comments

Hvernig ég fór að þessu

11/9/2013

0 Comments

 
Picture
Sumarið 2012 var ég bílstjóri í WOW Cyclothon ásamt Alberti Þjálfara HFR. Við keyrðum sigurliðið Piltana en á 41 klst gefst mönnum mikill tími til að spjalla. Ég og Albert ræddum aukakílóin fram og til baka á 2 svefnlausum sólarhringum umhveris landið milli þess sem við aðstoðuðum piltana eins mikið og við gátum. Við suðum saman fínt plan fyrir mig sem mér fannst henta mér. Ég í raun sameinaði ég gömlu og nýju leiðina. Gamla leiðin er bara hjóla mikið, á lágu erfiði en nýja leiðin er mun hnitmiðaðari æfingar þar sem teknir eru sprettir á hárnákvæmum púls, wöttum og snúningshraða í ákveðið langan tíma og endurtekningar sem danski þjálfari liðsins semur fyrir hvern og einn. Úr varð að ég hjólaði mikið en ekki of mikið, 9 tímar á viku varð töfratalan mín. Ég reyndi að hjóla eitthvað á hverjum degi, stundum bara rólega en alltaf tók ég þrjá spretti á hverri æfingu, stundum langa og stundum stutta. Þetta fann ég bara hjá sjálfum mér en markmiðið var að verða alls ekki þreyttur en samt að kveikja á kerfinu með því að keyra púlsinn í topp í þrígang og alls ekki að koma heim svangur, þannig náði ég að búa til kerfi sem gerði það að verkum að ég brendi fitu án þess aðkoma heim og ráðast á alla skápa og leita af kolvetnum. Yfirleitt voru þessar æfingar gerðar að kvöldi til, beint heim, ekkert að borða og beint í háttinn. Þannig þurfti líkaminn að endurbyggja (recovery) með orku sem fyrir var. Kannski hentar þessi leið ekki öllum, en klárt mál er að hún hentaði mér. Albert á skilið hrós og mikið þakklæti því alltaf hefur hann gefið sér mikinn tíma í spjall og mörg hafa símtölinn verið þar sem ég hef fengið góð ráð hjá honum sem mörg hver hafa reynst mér vel. 

Leiðin til betra lífs

0 Comments

Hafsteinn og María hjólreiðafólk ársins

11/8/2013

1 Comment

 
Picture
Hafsteinn Ægir Geirsson var valinn hjólreiðamaður ársins. María Ögn Guðmundsdóttir var valin hjólreiðakona ársins en bæði eru þau margfaldir íslandsmeistarar.

Efnilegasta hjólreiðafólk ársins var svo valið þau Emil Tumi Viglundsson og Kristín Edda Sveinsdóttir. 

Til hamingju öll með árangurinn

1 Comment

Emil Tumi til de Jonge Renner

11/7/2013

1 Comment

 
Picture
Emil Tumi hefur gert tímamótasamning en hann mun hjóla fyrir De Jonge Renner sem er ungliða lið (Junior) Atvinnumannaliðsins Belkin. Emil Tumi sem er einungis 17 ára hjólaði fyrir Team Commentor í Danmörku og stóð sig vel. 

Liðið er staðsett í Hollandi og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. 

Ég get varla hamið mig af stolti þar sem ég er mikill aðdáandi þessa drengs. Ég hef hjólað með honum bæði í keppnum og á æfingum hér á landi og einu sinni hef ég heimsótt hann til Danmerkur og hjólað með honum þar. Það að þekkja svona metnaðarfulla drengi fulla af drifkrafti hefur gert mér gríðarlega gott í minni baráttu og það er þakkarvert.

Gangi þér vel Emil Tumi

http://dejongerenner.nl/

1 Comment

Samhjól

11/3/2013

0 Comments

 
Picture
Á annað hundrað manns mættu í samhjól og sjónvarpið mætti á staðinn.




0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly