Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Hjólaleikurinn zwift

10/29/2015

0 Comments

 
Picture
Zwift.... er líklega nýjasta æðið um gjörvallan heim, allavega hjá þeim sem hata inniæfingar á trainer þar sem menn horfa á vegg, eða líklega sjónvarp, og hjóla og hjóla án þess að hreifast úr stað, Skrá svo kílómetratölur inn á strava þar sem maðalhraðinn var 45-50km/klst. 

Þegar ég fer í spinning eða hjóla á trainer hef ég bara skráð tímann og hlaðið upp á strava hjartsláttarlínuritinu til að Strava reikni út æfingaálagið sem varð til á æfingu, hrikalega leiðinlegt ef þú spyrð mig en nú er þetta líklega að breytast með tilkomu Zwift, þar sem þú getur hjólað í sýndarheim, á brautum sem eru skáldaðar og/eða eftirlíkingar af alvöru leiðum út í heimi.

Þetta hefur sannarlega verið gert áður, flestir trainer framleiðendur eru mað app eða tölvuforrit sem hægt er að nota til að hjóla í sýndarheim en aldrei áður hefur eitt forrit náð að sameina flest alla trainera á markaðnum þannig að allir geta hjólað saman upp og niður brekkur og keppt innbyrðis eða bara hjólað með öðrum á sínum forsendum. Aldrei áður hefur neitt forrit búið til draft áhrif en þegar þú hjólar á eftir öðrum hjólreiðamanni þá spararu orku nákvæmlega eins og gerist í hinum raunverulega heimi. Til að gera það áhugaverðara að mæta sem oftast í sýndarheiminn þá færðu nýtt dót reglulega og safnar stigum þegar þú klárar markmið. Forritið heldur utan um þína bestu tíma og hvetur þig áfram í að bæta þá.

Leikurinn eða forritið hefur verið í Beta prófun í eitt ár en ég prufaði það fyrst núna í byrjun október, og eins og oft áður, verð forfallinn. Nú hefur verið bætt við æfingaplönum við forritið og til að upplifun notandans verður sem best munu fleiri brautir og leiðir koma á næstu misserum. 

Í dag er boðið upp á 9km langa braut í Watopia sem er algjörlega skálduð braut á lítilli eyju í kyrrahafi. 
Hin brautin er í Richmond, Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Brautin er ólíkt Watopia til í alvörunni og er eftirlíking af brautinni sem hjóluð var í heimsmeistarakeppninni nú fyrir skemmstu. Þetta gefur sterklega til kynna að brautir verða kynntar í framtíðinni í kringum stóra viðburði í samstarfi við skipuleggjendur.




Picture
Til að hjóla í sýndarheiminum þarftu nýlega tölvu, gott hjól (enginn á það skilið að eiga ekki gott hjól), smart trainer eða classic trainer og ANT+ dongle til að tengja tölvuna þína við Trainerinn.

Mér reiknast því til að fólk geti valið sér fjóra mismunandi tengimöguleika flokkaða í engri sérstakri röð:

1. aflmælir á hjólinu og Smart trainer
2. aflmælir á hjólinu og classic trainer
3. smarttrainer
4. Classic trainer

Þar sem ég hef nú hjólað í 2 ár með aflmæli og náð miklum árangri að miklu leyti með hjálp hans myndi ég ávallt vilja hafa aflmæli á hjólinu. Þannig eru wöttin sem notuð eru til að stýra mótstöðunni þau sömu og ef ég hjóla úti. Því eru bara tveir valmöguleikar hjá mér, 1 og 2 hér að ofan.

Ég hef nú hjólað með Garmin Vector aflmæli ásamt Cycleops Fluid2 í nokkrar vikur og finnst þetta passa mjög vel saman. Eftir heitar umræður manna um smart trainer og classic trainer varð ég auðvitað að prufa smart trainer og fyrstu kynni mín af smart trainer eru virkilega góð. En þar með er ekki öll sagan sögð.

Smart trainer virkar þannig að mótstaðan þyngist ef þú hjólar upp brekku í samræmi við hallan á brekkuni og þyngd þinni. Þú þarft því að skipta í léttari gír á hjólinu til að komast upp brekkuna, alveg eins og í alvörunni og jafnvel standa til að koma meira afli niður í pedalana.

Classic trainer eins og Fluid2 virkar einfaldlega þannig að því hraðar sem er hjólað verður meiri mótstaða. Því hljómar það skringilega í fyrstu að þegar þú hjólar upp brekku þarftu að skipta í þyngri gír og hjóla í raun hraðar til að búa til meiri mótstöðu.

En þar sem ég er í báðum tilfellum að notast við Garmin Vector aflmæli þá miðast framganga mín í leiknum hversu mikið aflkemur niður í pedalana og því fer ég auðvitað jafnhratt upp brekkuna ef ég held að meðaltali 400w. 

Að halda jöfnum wöttum á classic trainer er auðveldara. Því liggur beinast við að mæla með honum þegar nota á æfingaplönin, en til að fá meira út úr upplifuninni mæli ég hiklaust með smarttrainer. 

Ég notaði sprettinn og brekkuna á eyjunni Watopia til að bera saman notkunnarmöguleikana og niðurstaðan kom skemmtilega á óvart.

Þegar ég hjólaði upp brekkuna á Fluid2 var eins og áður sagði auðveldara að halda jöfnu afli en á móti kom þá varð léttara að drafta aðra leikmenn auk þess þegar hallinn minkaði fann ég strax hvernig ég fór hraðar og gat farið hraðar. Ég bætti því tímann minn upp brekkuna á smarttrainernum.

Hinsvegar snérist þetta við þegar ég tók 300m snarpan sprett á flötu undirlagi því eins og áður sagði er auðveldara að halda jöfnu álagi á fluid2 og þar var ég nokkuð hægari á smarttrainer. Ég einfaldega var kominn í þyngsta gír og álagið var bara of létt og því komst ég ekki hraðar.

Auðvitað ætla ég ekki að komast að niðurstöðu strax, ég gæti þurft að skila trainernum en næsta próf er að taka hraðann hring og bera saman og auðvitað á ég eftir að prufa að hjóla á Smarttrainer einum og sér. Þar verður forvitnilegt að bera saman aflmælingarnar.

​Þú lesandi góður ert því búinn að lesa þetta allt saman án þess að fá nokkra niðurstöðu í málið.
0 Comments

Donuts challenge

10/27/2015

0 Comments

 
100 kleinuhringir hurfu ofan í meðlimi Hjólreiðafélags Reykjavíkur á uppskeruhátið í Heiðmörk þar sem hjólaðir voru 3 hringir og á miðjum hring var boðið upp á að borða kleinuhring og fá þannig frádrátt af tíma. Ég vann keppnina í fyrra en í ár var keppnin gríðarlega hörð og menn greinilega búnir að æfa kleinuhringja átið. Hér er myndband af keppninni, mér sýnist að það hafi veirð gaman hjá mér
0 Comments

Mallorca video

10/23/2015

0 Comments

 
0 Comments

HIGH 5

10/9/2015

0 Comments

 
Picture
Fitness Sport í Faxafeni 8 var að bæta við sig HIGH5 vörulínunni sem er frábær fyrir hjólreiðafólk og auðvitað alla úthaldsíþróttamenn. HIGH5 býður upp á fjölbreytta vörulínu þar sem helst ber að nefna gel sem eru bæði fáanleg þykk og vatnsþynt sem er gott í keppnum auk Energy Soruce orkudrykkinn sem er með 2:1 fructosa hlutfall sem er kjörblanda fyrir líkamann að nýta sér við mikil átök.

Ég mun nota vörurnar á næsta tímabili og er markmiðið með réttri notkunn þeirra að ná enn betri árangri, bæði í þyngdarstjórnun og sem hjólreiðamaður. Spennandi tímar framundan.

0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly