Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Litrík hreinsun - dagur 5

10/18/2014

2 Comments

 
Þá var komið að því, síðasti dagurinn í 5 daga safakúr engin föst fæða kominn inn í kerfið alla dagana fyrir utan gúrkubita og smá melónu. Eftir tvo erfiða 12 tíma vaktavinnudaga var auðveldari föstudagur en þá mæti ég rétt í hádegis keyrslu í vinnunni og drakk drykkina mína samkvæmt leiðbeiningum, var lítið svangur sem betur fer hafði ég vit á því að drekka einn safa rétt áður en ég fór í búðina að versla inn fyrir helgina.

Það fyrsta sem blasti við mér þegar við gengum inn í Krónuna var hugguleg stúlka að gefa smakk á lakkrís. Veiiii..... Í hvert skipti sem ég hjóla Kársneshringin finn ég þessa yndislegu lakkríslikt og núna þegar ég labba inn í búiðina er uppáhaldsnamið mitt boðið í smakk. Ég gékk mjög brúnaþungur fram hjá dömunni sem bauð lakkrísinn og beint í grænmetisdeildina til að kaupa mér allskonar sem ætti að djúsa og blanda til drykkjar næstu daga.

Þegar heim var komið var síðasti drykkurinn kláraður og bætti ég við einum melónu safa með sítrónu því það var föstudagur. Næsta morgun, laugardag, vaknaði ég gríðarlega spenntur, beint á vigtina og 90.1 kg var reyndin, aðeins 200gr frá draumatölunni sem ég þorði varla að setja sem markmið en var alltaf undirliggjandi von mín.

Nú er átakð formlega búið en til að halda þessu við og þar sem ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er ekki fita sem ég losaði af líkamanum heldur úthreinsun á vökva og öðru þá þarf að halda áfram og þá helst að forðast viðbættan sykur, hveiti og óhollafitu úr fæðunni minni til að klára markmiðið sem ég hef sett mér eða 85kg. Ég má reyndar ekki fara neðar en það þar sem betri helmingurinn minn vill ekki að ég grennist meira :)

Talandi um betri helming, kærastan mín tók þátt í þessu með mér og stóð sig vel, þetta hefði veirð mjög erfitt ef hún hefði ekki tekið þátt og einnig var hópur hjólreiðamanna sem var einnig á safakúrnum og var frábært að geta borið saman bækur á hverjum morgni, líðan fólks var misjöfn en hópeflið af hópnum var frábært.

Nú er bara spurning, hvenar klárar maður markmiðið að komast undir 90kg, það verður líklega ekki á morgun þar sem ég ætla að fá mér pizzu í kvöld en nammi kvöldsins verður bláberja og súkkulaðihristingur úr 5:2 bókinni frá Happ.


2 Comments

Litrík hreinsun - dagur 5

10/18/2014

0 Comments

 
0 Comments

Litrík hreinsun - dagur 4

10/17/2014

0 Comments

 
Á fimmtudeginum beið mín 12 tíma vakt og eins og á miðvikudeginum bjó ég mig undir erfiðan dag í vinnuni. Ég fann fljótlega að ég þurfti orkuna fyrr en daginn á undan og tókst ekki að dreifa söfunum lengra fram á kvöld. Síðasti safinn var kláraður kl 20:00 og kl 22:00 var ég kominn á hjólið. Áður en ég fór fékk ég mér vænan gúrkubita sem má samkvæmt leiðbeiningum og hjólaði með tveimur góðum hjólafélögum rólegan Reykjavíkurhring í tæpa 2 tíma. Vaknaði svo mjög ferskur á föstudag, 700gr farinn frá deginum á undan og samtals 4,7kg af. 

Nú er ég 91.3 kg og markmiðið að komast í 89 næst líklega ekki á morgun, eðlilega hægist á þyngdartapinu enda er fyrst og fremst um bjúglosun og hreinsukgn. Það hvetur mig meira en hitt, markmiðið núna er að keyra hollt matarræði rólega inn á móti söfum sem ég ætla að búa til sjálfur. Þeir sem eiga Happ bókina 5:2 geta hæglega gert þessa safa sjálfir, þó 6 safar á dag geta alltaf veirð svoldið tímafrek vinna. 

Stefnan er því sett á hafragraun með chia fræjum á morgnana, spínat, epla, mango og engifer djús á móti rauðrófu, gulróta og eina máltíð fyrst um sinn.


0 Comments

Litrík hreinsun dagur 3

10/16/2014

0 Comments

 
Talað er um að fyrstu 2 dagarnir séu erfiðastir en ég vissi það að miðvikudaguirnn yrði erfiðastur fyrir mig. Þar sem ég vinn í eldhúsi á 12 tíma vöktum innan um allskonar freistingar þá yrði dagurinn langur og erfiður. Safakúrinn er líklega sniðin af þörfum skrifstofufólks sem vinnur dagvinnu og síðasti safinn er drukkinn um kvöldmatarleyti. Þá á ég 3 tíma eftir af vinnu og hjóla heim og alltaf vill ég hjóla smá aukahring eftir vinnu. Mér finnst það frískandi og gott að nota tímann þegar maður er hvort eð er kominn í spandexið, á hjólið og hjóla ekki alltaf sömu leið. 

Ég skipulagði því daginn þannig að ég seinkaði söfunum eins og ég gat þannig að síðasti safinn var drukkinn kl 21:30 og svo beint á hjólið kl 22:00. Hjólaði til 23:00. Ég hjólaði frekar rólega og lenti heima með fína orku og kominn í bælið um miðnætti. Vaknaði svo daginn eftir nokkuð ferskur, að vanda ekkert sérstaklega svangur og vigtin kominn í 92.1 sem þýðir 3.9kg niður á þremur dögum.

Safakúrinn sem slíkur er ekki mikið vandamál fyrir mig, mér finnst þeir flestir góðir þó svo allir í hópnum sem fór saman í þetta séu alls ekki sammála. Stærsta áskorunin verður að halda áfram og halda kg niðri eftir að átakinu líkur á laugardag.
0 Comments

Litrík hreinsun - dagur 2

10/15/2014

0 Comments

 
Þriðjudagurinn byrjaði vel, ekkert var ég svangur en vissulega var ég tómur, bara langaði ekkert sérstaklega í neitt. Fyrsti safinn er mjög trefjaríkur, fullur af sætum safa og trefjum. En þar sem á planinu var að hjóla kl 19 með Reiðhjólabændum ákvað ég að seinka söfunum og taka síðasta safan með mér á brúsa. Dagurinn gékk vel og kl 18 lagði ég af stað með safa nr 6 á brúsa og hjólaði í rúma 2 tíma. Orkan var vissulega ekki upp á sitt besta en ég gat hjólað tæpa 50km á rólegum hraða og það var ekki fyrr en ég kom heim að orkan var búin. Þá tók við sófinn og mikið var gott að taka smá lúr þar og síðan færa mig inn í rúm.

Þegar ég svo vaknaði á miðvikudag kom það mér helst á óvart að ég var ekki svangur, hafði sofið mjög vel um nóttina og vaknaði ekki í pissuspreng eins og ég geri svo oft. Steig á vigtina og hún sýndi 93.2.  2.8 kg farin á tveimur dögum án þess að svelta mig.


0 Comments

5 daga safakúr - litrík hreinsun, dagur 1

10/14/2014

0 Comments

 
Á fimmtudegi fékk ég þær fregnir að hópur hjólreiðamanna ætlaði að prufa Litríka hreinun, safakúr frá Happ. Þar sem ég hef alltaf náð bestum árangri þegar það hefur verið annað hvort hópefli eða sett skýr mörk þá ákvað ég að slást í hópinn. Hingað til hef ég verið að léttast jafnt og þétt alveg frá því í mars 2011 þegar ég tók ákvörðunina um breyttan lífstíl. Það hafa komið nokkur tímabil þar sem ég hef misst þyngd hraðar og önnur tímabil þar sem ég hef nánast staðið í stað. Eitt þessara tímabila var þegar ég ákvað að borða ekki franskar í vinnunni og þegar ég hætti að drekka kók. Þá gékk mér vel þegar ég hætti að borða á kvöldin og hélt út í þrjár vikur með algjörlega sykur og hveitilaust fæði og vigtin hrundi. Það er svo verðugt markmið að halda ávinningnum eftir þessi tímabil og hefur það gengið vel.

Fyrir mig er nauðsynlegt að skipuleggja þessi tímabil inn í æfingaplanið því ekki gengur upp að skera við sig of mikil kolvetni í uppkeyrslutíabilinu og keppnistímabilinu.

Því þótti mér þessi tímasetning frábær enda erum við að hjóla frekar rólega þessa dagana.
Dagur 1 byrjaði á því að ég fékk mér hafragraut um morgunin og safarnir eru svo tilbúnir kl 11. Þá byrjar maður á safa nr 2 og svo er einn safi á u.þ.b. 2klst fresti og síðasti safinn er drukkinn  um kvöldmatarleyti. Safi 1 er svo drukkinn morguninn eftir og nýjir safar sóttir kl 11 niður Happ. Safarnir byggjast upp á grænmetis og ávaxtadrykkjum og alveg ósykraðir að sjálfsgöðu. Einn drykkurinn er unninn úr Þörungum og ber af fyrir þær sakir að smakkast verst en líklega sá sem gerir hvað mest gagn ef bragð og hollusta eiga samleið.

Fyrsti dagurinn gékk vel en kannski ekki að marka þar sem ég var í vaktafríi, heima með veikt barn og við sváfum örlýtið um miðjan daginn. Ég sofnaði svo snemma um kvöldið og var mjög hissa þegar ég vaknaði ferskur á þriðjudagsmorgun, ekkert svangur en ekkert hissa þegar ég sá vigtina detta niður um tæp 2kg.

Markmiðið er að komast undir 90kg múrinn sem ég hef verið að slást við í allt sumar og svo þarf ég að halda áfram sjálfur til að sjá til þess að vigtin hoppi ekki upp.




0 Comments

Ný gröf fyrir Garmin Virb

10/13/2014

0 Comments

 
Með Garmin Virb Elite hasarmyndavélunum fylgir frábært myndvinnsluforrit til að klippa myndböndin sem tekin eru upp og á fjölbreyttann hátt er hægt að sýna upplýsingar úr afl og hjartsláttarmælum á skemmtilegan hátt og nú með nýjustu uppfærslu á forritinu bætast við gröf sem sýna hvað er að gerast. Fyrsta myndbandið sem ég klippti var þegar við hjóluðum upp Hestafjall og niður Ísólfsskála.
0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly