Ég hef í sumar átt frábærar stundir og líklegra er það en hitt að vinir mínir á facebook hafi séið einn eða fleiri svokallaða montstatusa. Eftirminnilegar eru stundirnar þegar ég sigraði Gangnamótið á Akureyri, annað sæti í Alvogen og skemmtilegt en mjög krefjandi atvik í Gullhringnum þegar ég og Óskar Ómarsson ákváðum að hrista upp í hlutunum, náðum að stinga af hátt í 20 manna hóp sem hafði myndast á eftir fyrsta hóp.
Óskar var með myndavélar í gangi á hjólinu sínu og var svo almennilegur að leyfa mér og ykkur að njóta. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert í sumar, það að halda uppi svo miklum hraða í svona langan tíma tekur svakalega á, en við héldum vel yfir 50km meðalhraða frá Litlu Borg að afleggjaranum að Þingvallaveg.