Um 100 manns voru skráðir í Gullhring A, 106km leið frá Laugarvatni, upp í biskupstungur, niður í Grímsnes og yfir Lyngdalsheiði niður á Laugarvatn. Planið var einfalt, liðið mitt Örninn-Trek ætlaði að halda uppi miklum hraða í upphafi, vera alltaf fremst, skiptast á að brjóta vindinn og þinna hinn stóra hóp hægt og rólega en samt án þess að klára okkur alveg. Um leið og keppnin var ræst komum við okkur í stellingar fremst og strax var hraðinn keyrður hátt upp. Við skiptumst á að vera fremst og ég var að skila um 450-500w þegar ég var fremst og 250w í skjóli þegar ég fór aftur fyrir, svo miklu munar um að vera fremst eða inn í hópnum. Fyrsti klukkutíminn af keppni héldum við um 43km meðalhraða... lesa meira
0 Comments
Nýlega kom uppfærsla á Garmin Virb edit, forritið sem ég nota til að klippa til myndböndin úr Garmin Virb vélunum mínum. Nýjasta var power phase tölur þar sem ýmsar upplýsingar um hvar aflið kemur, hægri vinstri, standandi á móti sitjandi og hversu utarlega eða innarlega á petalann ég stíg. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|