Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Cube Prologue þriðja umferð - Sigur í götuhjólaflokki

7/31/2015

1 Comment

 
Þriðja umferð fór fram í Cube Prologue mótaröðinni miðvikudaginn 29. júlí og náði ég góðum sigri í götuhjólaflokki. Keppt er í tímatöku þar sem hver og einn er ræstur með 30 sek millibili og má ekki nýta sér skjól af öðrum keppendum. Keppt er í flokki tímatökuhjóla þar sem liggistýri, lokaðar gjarðir og sérstakir hjálmar eru leyfðir og svo í hefðbundnum götuhjólaflokki þar sem allt ofangreint er ekki leyfilegt. Mér finnst þessar keppnir sérstaklega nytsamlegar til að prófa þolmörk líkamans og æfa sig að halda þéttri keyrslu. 

Ég hjóla ávallt á mótstað og tek langa upphitun á leiðinni og yfirleitt hjóla ég lengri leiðina heim sem endar oft í 70-100km túr þó keppnin sé aðeins 7,2 km. Þetta geri ég til að fella þessa keppni inn í æfingaprógrammið mitt og hvíli oft ekki sérstaklega fyrir keppnina.

Markmiðið var að halda rétt rúmlega 400 wöttum en metið mitt hingað til var 397w. Þegar ég var kominn langleiðina niður eftir sá ég 430 wött að meðaltali og gaf ég þá rösklega í von um að hækka meðaltalið enn meira. Það gékk í smá stund en Þá sprengdi ég einmitt þolmörkin og datt aftur niður í 430 wött og rétt náði að halda því alla leið í mark.

Aðstæður voru góðar í brautinni til að halda góðum hraða, hliðar meðvindur fyrst og svo beinn meðvindur eftir Bláfjallaafleggjara. Sjálfum finnst mér þó betra að hafa mótvind og þannig auðveldara að halda jafnara afli. Því var þetta góð æfing í að halda háu afli á miklum hraða. 

Eins og áður sagði sigraði ég götuhjólaflokk en keppnin var jöfn, aðeins ein sekúnda skildi að fyrstu tvö sætin. Síðasta keppnin verður 26. ágúst og er búið að lofa góðu veðri og grillparty á eftir þegar loka úrslit úr mótaröðina ráðast

Nánari úrslit eru á www.hjolamot.is
Picture
Mynd: Guðmundur Róbert Guðmunddson
1 Comment

Viðtal í MBL sjónvarp

7/15/2015

0 Comments

 
Video upptökurnar sem ég tók í Gullhringnum fengu athygli hjá MBL sjónvarp og skellt var í viðtal og 
0 Comments

KIA Gullhringurinn SIGUR!!!!

7/14/2015

0 Comments

 
Já, upphrópunarmerki og CAPS LOCK, ég vann og er rétt að snerta jörðina eftir frábæra vímu síðastliðinn sólarhring. Sem betur gátu stelpurnar mínar og kærasta dreift huga mínum í dag því ég hjólaði ekkert, tók fjölskyldudag á þetta og slakaði á.

Keppnin var frábær en erfið, mikill taugatitringur og herfræðin spilaði stórt í þessum sigri en keppnishaldari fær mikið hrós fyrir að gera keppnina svona skemmtilega. Þegar 700 manns hittast, hjóla og hafa gaman af hjólreiðum þá er verið að gera eitthvað rétt. Frábært partý úti undir berum himni að keppni lokinni þar sem voru grillaðar alvöru Bratwurster pylsur, bjór og smá kampavínsbað.

Já og svo er frétt á vísi:
http://www.visir.is/maria-ogn-og-elvar-orn-sigurvegarar-kia-gullhringsins-/article/2015150719794

Keppnissagan er tilbúin hér ásamt myndbrotum úr Garmin Virb hasarmyndavélinni þar sem við hjólum yfir malarkaflan, tveir rekast saman og þrír detta og auðvitað æsispennandi endapsprettur


Picture
0 Comments

KIA Gullhringurinn myndband af endasprett um fyrsta sæti

7/12/2015

0 Comments

 
Síðustu metrar KIA Gullhringsins voru æsispennandi og eftir mikið taugastríð keppenda á Lyngdalsheiði þar sem ég og fleiri keppendur reyndum að spretta frá án árangurs kom til uppgjörs í endasprett. Þar sem ég er langt í frá að vera góður að fara hratt í gegnum krappar beigjur vissi ég að hringtorgið á laugarvatni yrði erfitt og því lagði ég mikið erfiði á mig að koma með þeim fremstu niður af Lyngdalsheiði. Þeir sem hafa gaman að spá í tölurnar sem koma inn á myndandið þá er helst að skoða wött og púls. Allt fyrir neðan 200w er auðvelt fyrir mig. 350 er eitthvað sem ég get haldið lengi en 1000w og yfir get ég haldið í 20 sekúndur og því þarf að spara lokasprettinn og taka hann á hárréttum stað. Góður vinnslupúls hjá mér er 145-155 slög á mín og allt yfir 165 slög er mikið erfiði.
0 Comments

KIA Gullhringurinn - video af samstuði

7/12/2015

0 Comments

 
Þrír keppendur kysstu malbik þegar samstuð varð á milli manna. Eins og sjá má á myndbandinu þarf ekki mikið til og það er alltaf sá sem er fyrir aftan sem dettur. Sá sem er fyrir framan heldur jafnvægi og þeir sem á eftir koma ná sumir að bjarga sér með snöggum og fumlausum viðbrögðum, aðrir detta og kyssa malbik.
0 Comments

Mallorca Puig Major

7/8/2015

0 Comments

 
Er ég skrítinn að vera farinn að hugsa um Mallorca 2016. Ég á enþá nokkur myndbönd frá æfingabúðum HFR á Mallorca frá því í Vor og farinn að gjóa augum yfir þau, slefandi yfir skemmtilegu leiðunum sem Mallorca hefur upp á að bjóða. Fleiri video hér
0 Comments

Video síðan

7/7/2015

0 Comments

 
Video síðan hefur fengið nýtt útlit og nú birtast myndböndin sjálfkrafa um leið og þau fara á youtube. Auðvitað er svo hægt að gerast áskrifandi af myndböndunum fyrir áhugasama. 
Video síðan
0 Comments

Jökulmílan þriðja sæti og fyrstur í aldursflokk

7/6/2015

0 Comments

 
Jökulmílan er 100 mílna keppni eða 162km þar sem hringuirnn á snæfellsnesi er notuð sem hin frábæra skemmtun, sambland af fallegu landslagi og nokkuð krefjandi braut. Ég hef tekið þátt nú í þrjú ár í röð og nú kom ég í mark og steig á pall. Keppnissöguna má lesa hér
0 Comments

Hvolsvallarkeppnin 2015

7/4/2015

0 Comments

 
Nú er Hvolsvallarkeppnin orðin classic hjá mér, ein af þeim keppnum sem ekki kemur til greina að sleppa. Allt frá því ég horfði á keppendur koma í mark 2011 og tók þátt ári síðar og endaði í 44. sæti. Svo ári síðar kom ég í mark í hóp 2 í 8 sæti, svo fjórða sæti í fyrra í æsilegum endasprett.

Í fyrra þótti mér það gott að keppnin kæmi svona nálægt WOW Cyclothon því þá gæti 
eg komið sterkur í keppnina þegar margir aðrir væru þreittari. Þetta átti eftir að snúast við í ár þar sem liðið mitt.... lesa meira
0 Comments

Styttist í RB-Classic

7/3/2015

0 Comments

 
Það styttist í RB-Classic keppnina sem haldin verður 30. ágúst. Mér tókst að troða mér í viðtal, nafngreindur og með mynd :)
Picture
0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly