Ég hjóla ávallt á mótstað og tek langa upphitun á leiðinni og yfirleitt hjóla ég lengri leiðina heim sem endar oft í 70-100km túr þó keppnin sé aðeins 7,2 km. Þetta geri ég til að fella þessa keppni inn í æfingaprógrammið mitt og hvíli oft ekki sérstaklega fyrir keppnina.
Markmiðið var að halda rétt rúmlega 400 wöttum en metið mitt hingað til var 397w. Þegar ég var kominn langleiðina niður eftir sá ég 430 wött að meðaltali og gaf ég þá rösklega í von um að hækka meðaltalið enn meira. Það gékk í smá stund en Þá sprengdi ég einmitt þolmörkin og datt aftur niður í 430 wött og rétt náði að halda því alla leið í mark.
Aðstæður voru góðar í brautinni til að halda góðum hraða, hliðar meðvindur fyrst og svo beinn meðvindur eftir Bláfjallaafleggjara. Sjálfum finnst mér þó betra að hafa mótvind og þannig auðveldara að halda jafnara afli. Því var þetta góð æfing í að halda háu afli á miklum hraða.
Eins og áður sagði sigraði ég götuhjólaflokk en keppnin var jöfn, aðeins ein sekúnda skildi að fyrstu tvö sætin. Síðasta keppnin verður 26. ágúst og er búið að lofa góðu veðri og grillparty á eftir þegar loka úrslit úr mótaröðina ráðast
Nánari úrslit eru á www.hjolamot.is