Þá er WOW cyclothon lokið með sigir Örninn-TREK og kláruðum við í fyrsta sæti. Þegar ákveðið var að taka þátt kom ekkert annað til greina en sigur og því var keppnin mjög erfið þar sem væntingarnar voru svo miklar. Sigur var langt í frá gefins og þruftum við að sýna mikla klæki og styrk strax í upphafi til að slíta okkur frá liði Tindsmanna. Eftir það var þetta samvinna við lið HFR ungliðar og þurftum við að semja gott herfræðilegt plan til að stinga af. Planið gékk ekki upp þar sem HFR-Ungliðar voru annað hvort viðbúnir eða með sitt eigið plan að stríða okkur í brekkunum við Vík en þó svo við höfðum náð smá bili fyrir brekkuna hjá Vík þá röðuðu HFR-Ungliðar niður mönnum og náðu okkur aftur. Byrjuðu þá mög örar skiptingar hjá báðum liðum. Örninn-Trek hélt uppi gríðarlegum raða og reyndu endalausar hraðabreytingar sem HFR-Ungliðar tókst alltaf að svara. Stundum voru bæði lið með 4-5 manns inná í einu og álagið gríðarlega mikið. Það var það ekki fyrr en 20km síðar eða við Pétursey þar sem bæði lið voru orðin fámenn inná og tókst mér þá að skjótast fram úr og halda bilinu. Bæði lið byrjuðu þá að undir búa skiptingar, HFR-Ungliðar settu menn inn á til að draga mig inn og Örninn-Trek settu fleiri inn á til að halda bilinu.
Í svona liðskeppni þar sem allir liðsmenn gerðu allir rúmlega sitt besta stendur eftir gríðarlegt Þakklæti til allra sem komu að þessu verkefni.
Stærstu þakkirnar fara til sumarstarfsmannana í Erninum sem fengu það verkefni að þrífa bílinn, jebb ég er með smá samviskubit.