
![]() Keppnissögurnar skrifa ég ávallt með því hugarfari að finna persónulegan sigur fyrir sjálfan mig en þegar maður dettur aftur úr fremsta hóp fyrir fyrstu brekku fer mórallinn niður í gólf og lítið um persónulega sigra. Ég var alveg fyrirfarm búinn að undirbúa mig undir að brekkurnar yrðu erfiðar, og þær urðu það enda voru hjólaðir fimm hringir í ár, það þýðir fimm sinnum upp brekkurnar sem samtals telja 77m per hring. Stutta sagan er sú að ég datt fimm sinnum aftur úr fremsta hóp en ég náði hópnum fjórum sinnum. Það mátti alveg búast við mjög hraðri keppni, íslenskir hjólreiðamenn að styrkjst og brautarmet falla í hvert sinn sem keppnir eru haldar núorðið.... lesa meira
0 Comments
![]() Vegna þess að árið 2016 er vel á veg komið ákvað ég loksins að henda saman úttekt á árinu 2015. Lesa má um það ágæta ár hér, ég fjalla um undirbúningstímabilið, Mallorca, hvernig ég í raun skipti keppnum í flokka sem æfinga og undirbúningskeppnir fyrir aðrar keppnir sem ég vill taka vel á því og tenglar á allar hinar keppnissögurnar. Skemmtilegt ár að baki sem seint verður toppað. Þakklætið er mér samt efst í huga, svo margir sem koma að árinu 2015.... lesa meira Nú fer keppnissumarið að byrja á fullu, um næstu helgi er Þingvallakeppnin sem Hjólamenn halda og telja þeir hana elstu hjólreiðakeppni landsins en þessi keppni hefur haldið sér í þessari mynd í allnokkur ár, þ.e. að hjólaðir eru hringir í þjóðgarðinum, nú heilir fimm hringir í A flokk og fjölgaði þeim um einn á þessu ári. lengri keppnir eru eðlileg þróun og löngu kærkomið þar sem fjöldi keppenda eykst með hverju ári og hraðinn líka. Skráning í keppnina er hér hjolamot.is/keppni/144 og hvet ég alla til að skrá sig sem fyrst, fyrir utan að vera skemmtileg keppni er þetta fjáröflun fyrir félögin í landinu.
Hjólreiðafélag Akureyrar eru farnir að kynna hjólahelgina sína sem er 22. til 24. júlí og er helgin fjölbreytt að venju, 4gangnamótið, criterium, tröppudownhill, íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum og fleira á dagskrá, stútfull helgi í vændum. Skráning hefst á föstudag á hjolamot.is en fyrst er það vormót HFA á akureyri 5. júní og skráning í það er hér Í kvöld er keppt í tímatöku á 20 km braut á krísuvíkurvegi og eru keppendur ræstir út með 30 sek millibili. Ég er skráður í götuhjólaflokk og ræsi síðastur í þeim flokki. Það verður gaman að sjá hvernig nýja Madone hjólið mitt virkar en það á að kljúfa vindi sérlega vel, spurningin er bara hvað knapinn ætlar að gera. Ég er ræstur út kl 19:15 og áætla að vera um 31 mín að hjóla brautina. hraðinn verður um 40km meðalhraði ef allt gengur upp.
Keppnin í ár var sú stærsta hingað til en 280 manns voru skráðir þar af 100 karlar í A flokk og búast mátti við að styrkur flestra þeirra væri mun meiri og menn væru nær hvor öðrum í styrk. Það kom á daginn og þegar 15 km voru liðnir af keppninni var fyrsti hópurinn enþá mjög stór, 30-40 manns og nokkrar hraðabreytingar gerðar í týpiskum meðvind og hliðarvind sem einkenna þessa keppni. Ég hafði mig lítið í frammi þar til við tókum hægri beygju inn á Hafnvarveg fór ég fremst og jók hraðan. Fljótlega kemur Óskar fram úr á miklum hraða og nokkrir á eftir honum, þar á meðal Hafsteinn og rak okkur alla áfram. Um leið og jafnvægi komst aftur á hópinn fór ég aftur fram úr og.... lesa meira
Ítalski túrinn eða Giro de Italia byrjaði í gær með látum þegar Tom Dumoulin sigraði fyrstu sprettþrautina eða prologue sem er stutt keppni og keppendur ræstir einn og einn í einu. Dumoulin er Hollendingur en fyrstu þrjár dagleiðirnar eru haldnar í Hollandi áður en haldið er heim til Ítalíu og hin þriggja vikna keppni háð. Talandi um Holland, þeir framleiða 900þ lítra af víni á ári og þar sem hjólastígarnir eru svo vel hannaðir voru öllum keppendum gert það ljóst að þeir yrðu sektaðri ef þeir hjóluðu á götunni.
En hingað heim, Reykjaneskeppnin og mín fyrsta keppni á árinu 2016 verður á morgun, hjólið er klárt, sjænað og smurt og sami taugatitringur og spenna eins og alltaf fyrir fyrsta mót. Spennan magnast. Las þessi skilaboð á facebook síðu Gullhringsins, jú og þessi flotta mynd var þar líka :)
Það eru bara 197 skráninganúmer eftir af 800 þegar rúmlega tveir mánuðir eru til keppni. Aldrei nokkurtíma hafa viðtökurnar verið svona frábærar ! Skráðu þig til leiks áður en það verður of seint kiagulllhringurinn.is Þessi grein um ferðalagið mitt, hjólreiðar og mína notkun á fæðubótarefnum birtist á vefnum www.motivation.is fyrir skemmstu
Frá því ég byrjaði mitt ferðalag og breyttann lífstíl hef ég ávallt notað fæðubótarefni með. Margir hafa verið duglegir að segja mér að þau séu óþörf og gott og fjölbreytt matarræði sé nóg og eflaust á það við um marga. Ég komst hinsvegar fljótt af því að með hjálp fæðubótarefni get ég bæði æft meira, hjólað lengra og sjaldnar þreyttur. Ég er fljótari að jafna mig á milli æfinga og það sem vigtar svo mest í þessu öllu er að ef ég næri mig á löngum hjólaæfingum kem ég síður heim svangur og ræðst á alla skápa í leit að einföldum kolvetnum til að seðja hungur. Ég æfi venjulega 2 tíma í senn en lengri æfingarnar geta verið allt að 5 klst. Það sem ég nota eru Zero steinefnatöflur í annan brúsann á æfingum. High5 Energy source í hinn brúsann. Þannig hef ég val um hvort ég drekki orku eða orkusnauðan drykk sem þó inniheldur öll helstu steinefni sem ég missi með svita. Á æfingum og keppnum er ég ávallt með orkugel. Ég læt það svo ráðast á hversu erfið eða löng æfinginn er hversu mörg gel ég nota og því erfiðari sem keppnin er því örar tek ég gel. High5 býður upp á þynnri ISOgel sem eru auðveldari í inntöku þar sem þau eru með meira vatnsmagni en á æfingum nota ég jafnvel þykkari gelin enda taka þau minna pláss í vasa. Í byrjun æfingu eða keppni vill ég notast við fasta fæðu ef ég hef tök á og nota þá orkustykki eða hreinlega bara banana. Ég hef lært það að ég þarf 300cal per klst af keppni, sem er eitt gel, 40gr af orkustykki og svo sopar af High 5 energy soruce á brúsanum. Á æfingu er ég að taka inn helmingi minna af orku alla jafna. Orkuþörf manna er misjöfn enda brennsla manna ekki eins en þetta er gott viðmið. Strax eftir æfingu fæ ég mér 4:1 frá High 5 sem er blanda próteina og kolvetna sem hámarkar endurheimtur og ég verð klár í erfiða æfingu strax daginn eftir og gott er að drekka vatn með steinefnatöflum. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|