Ákvað að hjóla upp til Santa María, þaðan eru margir möguleikar á að fara beint heim, c.a. 60km eða niður til Palma c.a. 100km eða eitthvað upp í fjöllin. Þegar við lögðum af stað um morgunin vorum við allt í einu orðin 8 sem hjóluðum af stað. Þar voru mættir Anton, Kári, Pálmar, Reynir, Mummi og fleiri. Allt í einu var hraðinn aukinn og þeir tveir fyrst nefndu voru á leiðinni í flug og höfðu verið styttra á eyjunni og vildu greinilega taka síðasta daginn með trukki, ekkert zone 2 kjaftæði og áður en ég vissi af var ég kominn á um og yfir 40km hraða upp eftir hraðbrautinni á leiðinni norður. Nýtt perónulegt met og mér leið vel, þegar til Santa María ákvað ég að prufa merktan hjólaveg sem var nokkuð beinn og stefndi okkur til Alcudia, sem var ögn leyndara markmið í ferðinni en ég hugsaði þannig gæti ég sameinað þessi markmið mín, 200km dagur var orðinn að möguleika. Strákarnir komu með okkur ásamt Kristínu og Svein og saman hjóluðum við örlýtið nær Zone 2 á þessum frábæra sveitavegi og áður en við vissum af vorum við kominn alla leið til Sa Pobla sem er lítill bær, rétt utan við Alcudia, þar skyldu leiðir og ég, Reynir og Mummi héldum til Alcudia. Þar var stoppað stutt því fjallið Formentor var næst á dagskrá.
Þegar þangað var komið áttaði föruneytið sig á því að við höfðum einungis 3 klst að koma okkur heim áður en tæki að dimma. 18km eftir út á Cap de Formentor sem er útsýnispallurinn út á enda tangans. Því urðum við súrir að stefna heim og það hratt, 35km meðalhraði var markmiðið til að klára þessa 100km sem eftir voru og komast heim örugglega fyrir myrkur. Það tókst og þótti okkur öllum mikið til okkar koma, klára þessa 200km og það á 30km meðalhraða, fórum fallega leið og gátum klárað enn eitt markmiðið.
Allir höfum við sett okkur fjöldamörg markmið fyrir næstu ferð en spurning hvort nokkuð verð kjaftað frá þeim strax.