Eftir að hafa dottið aftur úr fremstu grúbbu og hjólað einn í nokkurn tíma myndaðist 6 manna grúbba sem hjólaði saman síðustu 25km eða svo. Einn og einn datt aftur úr og að lokum vorum við 3. Þegar Valli tekur endasprett frekar snemma og maðurinn fyrir framan mig hefur ekki orku að elta hann þarf ég að brúa ansi langt bil, tekst það næstum því en drep mig gjörsamlega við það. Ekkert sem hálftími í heitapottinum lagði ekki en ég gat ekki gengið eftir þetta. Við erum í hörkumótvind og hraðinn eftir því.
0 Comments
Metþátttaka er í Shimano Reykjaneskeppninni á morgun sunnudag þegar samtals 158 hjólagarpar mæta í Sandgerði þar sem rás og endamark er í bæði lengri (64km) og styttri (32km) vegalngd. Þetta er umtalsverð fjölgun en skal engann undra miðað við uppgang hjólreiða á íslandi. Sjálfur var ég í 19. Sæti í fyrra og stefni á að nota þessa keppni til að sjá hvar ég stend og ná vonandi betri árangri. Ég hef létt mig um rúmlega 10 kg á milli ára og það hjálpar mér auk þess sem æfingarnar voru markvissari í vetur. Fjölgun sterkra hjólreiðamanna gerir samkeppnina meiri og eru líklega flestir keppnishjólreiðamenn spenntir að sjá hvernig þeir sjálfir og aðrir koma undan vetri. Brautin er flöt og setti ég því ultegra 11-25 á carbongjarðirnar í stað 11-28 sem fylgdi með hjólinu og kom að góðum notum í brekkunum á Mallorca. Fylgist endilega með á morgun, mun setja live feed á Garmin Edge 810 og keppnissaga strax eftir mót. Þegar hjólað er yfir coll del Soller í 497m hæð yfir sjávarmáli er mál að stoppa á sögufrægum veitingastað er ber nafn með rentu, eða restaurant Ca'n Topa. Veitingastaðurinn er beint fyrir utan hæsta punkt fjallsins og hefur þjónað hjólreiðamönnum síðan 1880 eða yfir 130 ár. Við Hjalti stoppuðum og fengum okkur tvöfaldan expresso og vertinn sýndi okkur myndir frá aldamótunum 1900 þar sem hjólreiðahetjur hjóluðu yfir coll del Soller á eins gírs hjólum úr verklegu stáli og bremsulausum. Staðurinn fær góða dóma á tripadvisor og þess virði að stoppa og njóta sögu staðarins. ![]() Fyrsta klifur ferðarinnar var Militar brekkan nánast beint á bak við hjótelið. Leiðin liggur fram hjá herstöð og mætti ég nokkrum herbílum í brekkunni auk fjölda hjólreiðamanna. Klifrið er 3.2 km með 7% meðalhalla og 206m hækkun. Ég var einn á ferð og ákvað að taka því frekar rólega enda kæmu 10 hjólreiðamenn daginn eftir, hungraðir í brekkur og því nauðsynlegt að vera ferskur. Byrjaði á að halda 300-350 wöttum upp brekkuna en þegar ég sá hjólreiðamann á undan steig ég að sjálfsögðu hraðar til að ná honum og hélt allt að 450 wöttum. Mér var sagt síðar um kvöldið að ég væri líklega mannlegur 14 km meðalhraði upp brekkuna, meðalwött 285 og meðalpúls 148 slög á mín. Fyrir utan hótelið sem við gistum á er Strava Segment upp Portal Hill og í gríni setti ég auðvitað markmið upp brekkuna og hafði það veglegt. 7 Íslendingar eru á listanum og er Árni Már í fyrsta sæti með 25km meðalhraða upp brekkuna. Ég vissi vel að ég gæti hjólað hraðar upp brekkuna og ég veit líka vel að Árni Már getur hjólað enn hraðar en það sem ég vissi ekki er að ég gæti náð 10. sæti af 1422 manns sem hafa hjólað þarna upp yfir heildina. Semsagt, Ísmaðurinn er í top 10 af 1422 á Mallorca :) Hér er myndband þegar ég kem upp á toppinn, meðal wött voru 470 í 1mín og 36sek. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
March 2017
Flokkar
All
|