Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Mallorca Training camp dagur 8 - stóru brekkurnar

3/31/2015

0 Comments

 
Flestir hjólreiðamenn og konur sem ég þekki nota strava til að halda utan um æfingarnar sínar. Hversu djúpt þetta sama ágæta fólk kafar í strava er jafn misjafnt og við erum mörg. Ég er líklegast einn af þeim sem fara alla leið og líklega fengið hið fræga viðurnefni strava asshole af einhverjum. 

Í mínum bókum er jafn eðlilegt að nota strava lítið og mikið, sumir nota strava rétt til halda utan um æfingarnar, aðrir eltast við segment, taka þátt í áskorunum, og kafa djúpt í upplýisngarnar sem þetta allt gefur, og það er gaman og fyrst og fremst hvetjandi til áframhaldandi árangurs. Hægt er að fylgjast með árangri á svo marga vegu, bera saman sína eiginn tíma, bera sig saman við aðra, sjá fjölda hjólaðra km, tíma og sjá hvernig þetta deilist á þau hjól sem maður á og hefur átt.

Þá erum við kominn að pistli dagsins. Á dagskránni voru tvö fjöll. Col del Soller og Puig Major og til að komast að því síðarnefnda verður að fara yfir hitt. Ég hjólaði frekar rólega langa leið upp að Col del Soller staðráðinn í að bæta tímann frá því í fyrra. Ég fór upp í þrígang þá og bætti ávallt tímann. Því vissi ég að þetta yrði erfitt og fór nokkuð blint í þetta. Ef ég fyndi fyrir þreytu yrði ég bara að slaka á og spara mig fyrir stóra fjallið, ég fann hinsvegar strax að ég var fínn í löppunum og þegar á toppinn var komið endaði ég á tímanum 15:47 sem er um 25sek bæting frá því í fyrra. Hefði viljað sjá meiri bætingu en sáttastur var ég við hversu jafna keyrslu ég náði að halda alveg upp á topp.

Með þessar upplýsingar í farteskinu hélt ég á stóra fjallið, 820m hækkun með 6.6% halla er alveg slatti fyrir 90kg mann til að hjóla. Í fyrra var ég rúmlega 52mín upp og því þarf að fara rólegar af stað heldur en í styttri klifur sem og ég gerði. Þegar klifrið byrjaði smellti ég á lap á Garmin tækinu mínu til að sjá meðalwött í brekkunni, meðalhraða og sjá bæði hversu langt ég hef hjólað upp og hversu lengi. Sömuleiðis bjó ég til punkt á topnum til að sjá hversu margir km væru eftir.

Ég fann fljótt að lappirnar voru eins ferskar og hægt væri þannig að ég bætti aðeins við og svo tekur við þolinmæðisvinna í 50 mín alla leið upp á top og náði ég mér til mikillar ánægju tímanum 49:55 sem er tæplega 3mín bæting frá því í fyrra. 

Þarna sést vel hvað hvert kg skiptir máli. Sjálfur er ég um 4kg léttari og um 1kg léttara hjóli.

Á leðinni niður hjóluðum við svo á fínan veitngastað, snæddi snickers ís og bætti á brúsann áður en haldið var heim á hótel í ískalt fótabað, svo í spa og borðað án takamrkana, léttist bara seinna :)
0 Comments

Mallorca Training camp dagur 7 - recovery

3/30/2015

0 Comments

 
sjöundi dagur og þreytan farinn að segja til sín. Planaður er stór dagur á morgun og því gott að taka því rólega. Héldum við því tveir í hjólabúð og áður en við vissum af höfðum við þrætt allar þær hjólabúðir í Palma sem við vissum af, stórar og smáar með ýmsu vöruúrvali. 

Enduðum á ströndinni til að uppfylla túristalegar skyldur og dífa tánnum í sandinn ásamt hambrogara og bjór í hádegismat á einhverjum Hollenskum stað, sem óþarfi er að kíkja á aftur.


0 Comments

Mallorca Training camp - dagur 6 - Petra og Randa

3/29/2015

0 Comments

 
Þá er manni farið að líða alveg eins og atvinnu hjólreiðamanni. Vaknaði í morgun, bar á mig sólarvörn, fór í morgunmat og borðaði vel án þess að troða í mig þar sem langur dagur var á dagskrá, aftur upp á herbergi, klæddi mig í hjólaföt og beint niður í hjólageymslu og beint af stað, Santa María, svo Sineu þar sem við skoðuðum Velodrome og þaðan í mekka hjólreiðanna bæjinn Petra þar sem hjólreiðamenn flykkjast í hundruða tali á torgið í bænum til að snæða hádegisverð. Þaðan áfram í bæjin Petra þar sem hjólað var upp á 540m háann klett þar sem gamalt klaustur er að finna og svo heim. 

Eftir 142km og rúmlega 5 klst á hjólinu var ég kominn aftur upp á hótel, ný umbúinn rúmm, henti af mér fötunum og beint í kalda sundlaugina þar sem fæturnir voru viðraðir og þaðan beint í spa. 

Kl 7 er svo kvöldverður og að honum loknum eru fæturnir settir upp í loft og hvíldir. Góður dagur í dag, rólegri á morgun.
0 Comments

Mallorca Training Camp dagur 5

3/28/2015

0 Comments

 
Dagur 5 var hugsaður sem léttur dagur fyrir flesta, 2 góð klifur og um 60km túr með möguleika á að taka seinni rúnt fyrir þá sem það vildu. Ég tók fyrra klifrið rólega og í raun það seinna, hef farið þessar brekkur áður og fannst ég ekki það ferskur að ég myndi ná að bæta neina tíma eða halda keyrslum sem myndu skila sér í betra formi. Það er komin góð hefð fyrir að stoppa í Puigpunyent (bær sem ég man núna hvernig maður stafar og næstum því get borið fram rétt) og fá sér kaffi. 

Seinni túrinn var upp Militar brekkuna þar sem ég sömuleiðis tók því rólega þar sem það verður erfiður dagur á morgun. Á leiðinni heim stoppuðum við Reynir á flottum markaði í Calvia þar sem ég verslaði mér súkkulaði með chilli og jarðaberjum ástamt fjórum mismunandi þurrkuðum pylsum. 
0 Comments

Mallorca Training camp Dagur 4

3/27/2015

0 Comments

 
Dagur 4 átti að vera léttur, rólegur og þægilegur en þegar ný andlit voru mætt á eyjuna, sumir sem höfðu misst af flugi og komu hungraðir á hjólin var ekki alveg svo auðvelt að fara rólegan dag. 

Eftir smá vangaveltur hversu mikið ætti að hjóla var ákveðið að skella sér í pizzu í Port Andratx sem er fallegur hafnarbær í vestri. Þangað hef ég komið tvívegis áður og smakkað trufflupizzu og jarðaberjapizzu. Nú var ákveðið að fá sér pizzu á sama stað með ansjósum, capers og lauk. Frábær pizza og eiginlega of góð, borðaði of mikið og var með pizzuna í hálsinum upp allar brekkur á leiðinni heim.
0 Comments

Mallorca training camp dagur 3

3/26/2015

1 Comment

 
Erfiðasti daguirnn til þessa þar sem við fórum austan meginn upp Puig Major og suður Col Del Soller. Hjóluðum rólega uppeftir í Santa María og svo Inca þar sem fyrsta klifur dagsins var. Ég hjólaði þétt upp eftir og þegar á toppinn á því klifri var komið komum við að fínnum veitingastað þar sem við stoppuðum og fengum okkur baguette með parmaskinku.

Næst var síðasti og brattasti kafli Puig Major og þegar á toppinn var reyndist vera þoka og 4 gráðu hiti. Við rúlluðum fljótlega niður í bæjinn Soller þar sem fyllt var á orkubyrgðir fyrir síðasta og skemmtilegasta klifrið.
Col del Soller í suður er jafn skemmtilegt klifur og í norður, krappar beigjur fram og til baka sem hlykkjast alla leið upp á topp á skarðinu í 450m hæð. 

Á toppnum er svo flott kaffihús þar sem tilvalið er að stoppa, kíkja inn og skoða myndir af hetjunum okkar sem hjóluðu upp þessar brekkur á 30kg hjólum með heilum gúmmídekkjum, einum gír og engar bremsur.

Þegar við höfðum drukkið espressó og hlustað á söguna af 18 ára þýskum strák sem hjólaði á hverjum degi upp þar til hann setti betri tíma en Sky liðið setti nú í vor héldum við af stað niður á Playa de Palma til að dekra við okkur í ís og kökum áður en haldið var heim, sáttur með 170km á einum degi, þreyttur, beint í spa, borðað og svo í háttinn.
1 Comment

Mallorca Training camp - dagur 2

3/25/2015

0 Comments

 
Ég fór ekki til Mallorca til að hjóla í síðbuxum, en dagurinn í dag hefði líklegast verið sá dagur ef maður væri ekki þrjóskari en allt. 
Dagurinn byrjaði að venju á góðum morgunverði, egg, beikon, tómatar, baunir, parmaskinka, einhver skrítin heimagerð skinka, ostar, brauð með einhverju sem lýktist nuttela, tvöfaldur espresso og appelsínu smoothie, sem var svona eiginlega appelsínusafi með lofti, féll ef ég drakk það ekki strax og þá var ég bara með hálft glas. Skemmtileg saga :)

Svo var hjólað af stað í rigningu og klæddist ég í fyrsta sinn regnjakka sem ég keypti mér í Danmörku 2011, það vantaði herslumunin að ég gæti rennt honum upp þá hugsaði ég í bjartsýni en gat hvorki rent honum upp 2012 né 2013. prufaði hann aldrei í fyrra og tók hann með núna og passar fínt. Önnur skemmtileg saga :)

Lægsti hiti sem ég sá á mælinum var litlar 6.2 gráður, það var pínu kalt en okkur hlýnaði fljótt í brekkunum.

Byrjað var að hjóla upp til Calvia og þaðan 280 metra hækkun upp til Galilea. Bætti tímann minn á þeirri leið umtalsvert frá því í fyrra sem gefur til kynna að knapinn er léttar, sterkari eða bæði. 

Rennandi blautir hjóluðum við varlega niður til Puigpunyent og leituðum skjóls á kaffihúsi og skelltum í okkur espresso áður en haldið var í næstu brekku en 230m hækkun var upp Col de Grau og sömuleiðis bæting þar.

Haldið var heim á leið, beint í spa á hótelinu, gufu og svo út í næsta hjólatúr en þar létum við upp og niður Militar brekkuna duga. Ég hjólaði jafnt og þétt upp alla brekkuna, á frekar lágum púls en viti menn, besti tími og bætti hann um rúmlega mínútu. Þessar bætingar gefa mér góða von um að formið sé betra en í fyrra á sama tíma og vonandi tekst mér að halda rétt á spöðunum næstu vikur og mánuði.

Happy cycling :)
Picture
0 Comments

Mallorca Training Camp dagur 1

3/24/2015

0 Comments

 
Eftirvæntingin var mikil í morgun og vöknuðum við kl 7, langt á undan vekjaraklukkunni. Ég ákvað að fá mér léttan morgunmat. blandaði einhverju morgunkorni í skál, smá mjólk og ávextir í eftirrétt. Hjóluðum góðan hring um fjallgarða vesturstrandarinnar eftir að hafa heimsótt hjólabúð um morguninn. Byrjuðum á mjög háu tempói og var ég sérlega ánægður með aflið sem ég gat haldið upp brekkuna frá Andratx upp Estellences klifrið. Eftir 2 tíma var æfingaálagið komið yfir mín markmið og heimferðin eftir. Þá er ekkert annað að gera en að skrúfa niður tempóið og hjóla varlegar upp brekkurnar og njóta útsýnisins. Veðrið var betra en veðurspáin gaf til kynna, eða við heppnir því þegar við nálguðumst Palma hafði greinilega rignt á þeim slóðum. Óhófleg drulla spændist af dekkjunum upp á fínu Émonduna mína og því var brugðið á það ráð að þvo græjuna. Eftir túrinn skelltum við okkur í spa á hótelinu, gufu og svo í mat.
Kvöldmaturinn samanstóð af fullum disk af grænmeti, lax og saltfiskbollum, ferð nr2 var kjúklingur og steiktir sveppir. Eftirrétturinn var að sjálfsögðu, ís, smá creme caramel og ávextir.
0 Comments

Mallorca Training camp dagur 0

3/23/2015

0 Comments

 
Picture
þá er ég og Trek Émondan mín komin á leiðarenda. Hjól og knapi skiluðu sér á leiðarenda eftir tvo flugleggi án vandræða. Fljótlega gékk að koma hjólinu saman og mest var borðað af grænmeti og fisk af girnilegu hlaðborðinu á Marina Portals og svo ís í eftirrétt, hvað annað :)

0 Comments

Afmælisbarnið fer til Mallorca

3/22/2015

0 Comments

 
Picture
Loksins er komið að því, Mallorca 2015. 39 ára afmælið mitt fór eiginlega framhjá mér í spenningnum að komast til Mallorca í ananð sinn en ég pantaði miða í nóvember, svo ákveðinn var ég að fara og hef talið niður mánuði, vikur, daga og klukkustundir síðan þá.

Búinn að pakka hjólinu og verður nýja Trek Émonda SL8 hjólið mitt vígt á Spænskri grundu. Þetta hjól hefur aldrei farið út undir beran himinn en á fimmtudaginn síðasta fór ég í Bike Fit í Erninum. Hjólið á því að passa og skráði ég niður allar breytingar sem voru gerðar frá því í fyrra og ætla að fikra mig áfram með millimetra stillingar á hæð hnakks og hversu framarlega ég vill hafa hann.

Undanfarnar vikur hef ég pælt mikið í æfingaálagi en ég skrifaði t.d. um æfingaálag fyrr í vetur. Nú hef ég heimfært þetta á æfingaferðina. Álagsstuðullinn (Training Stress Score) skal vera í kringum 196 á dag en þetta mun hjálpa mér að æfa ekki of mikið eða setja ekki of mikið álag á líkamann. 

Spennandi tímar framundan en til að minnka nördaskapinn gætum við líka sagt að ég taki ferðina bæði sem æfingaferð og túristaferð. Myndir strax á morgun.



0 Comments

2 dagar í Mallroca og nýtt dót

3/20/2015

0 Comments

 
Picture
Föstudagskvöld og ég er heima að lesa um Garmin Edge 1000 nýjasta æfing og hjólatækið frá Garmin. Stærsta viðbótin í þetta tæki umfram önnur er Wifi og nú sendir tækið æfinguna beint á Garmin Connect um leið og þaðan fer hún beina leið á Strava.

Garminn kynnti fyrir skemmstu sín eigin Segment, beint til höfuðs Strava. Kallarnir hjá Garmin og kallarnir hjá Strava geta greynilega ekki talað saman og því eru komin tvennar útgáfur af Segmentum þar sem fólk keppir innbyrðis um hröðustu tímanna á ákvöðnum leiðum, stuttum og löngum.

En hjólatækjanörd eins og ég er í engum vandræðum með það. get búið til uppáhalds Strava segmentin mín á Garmin en til hvers eiginlega?

jú til að keppa fyrst og fremst við sjálfan mig fyrst og fremst og svo jú, til að bera sig saman við aðra.
Það sem gerir þetta síðan þægilegt í Garmin Edge 1000 er það að ég get búið til segment t.d. upp Puig Major  og ég sé minn besta tíma árið 2014 á skjánum, sé hvort ég sé á undan eða eftir og þá með hversu miklum mun. Ekkert gisk lengur, bara 100% vitneskja og skemmtilegt því mér finnst þetta gaman.

Aðrir fídusar í tækinu eru t.d. ögn stærri skjár. Tvöfalt betri upplausn, símhringingar koma á skjáin og SMS líka. Fleiri fídusar verða uppgvötaðir í Mallorca ferðinni :)

0 Comments

New Bike Day

3/12/2015

0 Comments

 
Picture
Frá því ég byrjaði ferðalagið mitt til betra lífs hef ég verðlaunað mig reglulega bæði með nýjum græjum og ferðalögum tengdum hjólreiðum. Ferðalagið hefur því verið einhvernveginn svona: 
2011 Mars. Keypti mér Trek Utopia dual sport hjól
2011 Júní. Fór í 10 daga hjólaferðalag um Danmörk, heimsótti Fylki vin minn og hjólaði 1000km með tjald og annan farangur
2012 Júní. Keypti mér Trek Madone 4.5 götuhjól
2013 apríl. Keypti mér Cube Reaction GTC Fjallahjól
2013 júlí. Með aðstoð bróður míns og Fiskmarkaðsins fékk ég Rolf Ares Carbon gjarðir
2013 Ágúst. Fór í 10 daga ferðalag til Danmerkur á götuhjóli og keppti í Suðurjótlandshringnum og lenti í 18. sæti af 550 manns
2014 fékk mér Cube litening götuhjól með Ultegra búnaði, fór í æfingabúðir með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Mallorca. Endaði svo árið á því að fá mér Trek Boone 5 disc carbon Cyclocross hjól og Trek Superfly Comp
fékk Trek Émonda SL8 með Dura Ace búnaði og á leiðinni til Mallorca. Þetta er lang léttasta og best búna hjól sem ég hef hjólað á og verður hrikalega gaman að prufa þetta líklega í fyrsta skipti almennilega á Mallorca þar sem veturinn ætlar að láta bíða aðeins eftir sér.


0 Comments

Trek Superfly Comp just #gotlaufed

3/8/2015

0 Comments

 
Alveg frá því ég frétti af Lauf demparinn kom á markað hef ég verið spenntur fyrir honum. Bæði fyrir þær sakir að demparinn er íslensk hönnun og léttir hjólið talsvert. Ekkert viðhald er á gafflinum og er hann 100% gerður úr hágæða carboni. Þar sem ég er kominn á Trek Superfly Comp sem er svart og hvítt að lit fékk ég mér carbon white útgáfuna en þá er smá hvítt í innanverðum gafflinum og carbon glært að utan verðu. Gefur hjólinu skemmtilegan blæ.

Tilgangurinn með þessu öllu saman er fyrst og fremst að létta hjólið en það léttist um heil 740gr með nýja demparanum. Demparinn virkar best í ójöfnur sem eru í kringum 2-3 cm en gaffallin fjaðrar og því þyngist ávallt fjöðrunin eftir því sem ójöfnunar verða meiri. 

Því má segja að hann henti best í hefðbundna Íslenska malarvegi en t.d. voru allir topp hjólarrarnir í Bláalóns þrautinni á Lauf. 
Picture
0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly