
![]() Ég heyri oft umræður um fótakulda og þá er götuhjólaskórnir oft verri þar sem þeir eru mjög opnir. Þessir skór frá Louis Garneau koma með tveimur innleggjum, einu heitu og einu köldu. Framleiðandinn er Kanadískur og verður spennandi að prufa hvort heitu innleggin virki í íslenskum kulda á þingvöllum í dag en stór hópur ætlar að skella sér í góðan hjólatúr.
0 Comments
![]() Bæði eru hjólin mismunandi og líkami hvers og eins er einnig mismunandi. Fyrir þá sem hjóla mikið er nauðsynlegt að líkami og hjól verði að einu og þá er mikilvægt að staðan á hjólinu sé rétt. Hingað til hef ég hækkað hnakkinn þannig að mér finnist hann þægilegur og látið tilfinninguna ráða. Það hafa hinsvegar verið gerðar gríðarlega viðamiklar rannsóknir á uppsetningu á hjólum og þá sérstaklega á síðustu árum og fór ég því með nýja Cube Litening hjólið mitt í bikefit til að stilla allt rétt saman. Einnig er ég með nýja Götuhjólaskó og í stað þess að setja petalana einhvernvegin sirka undir skónna ákvað ég að láta gera þetta á aðeins vísindalegri hátt en áður. ![]() Hafsteinn Ægir tók vel á móti mér og setti hjólið á trainer og ég skellti mér í hjólaföt. Fyrst var tekið gott viðtal um væntingar, markmið og hvernig hjólreiðamaður ég er. Hjólið var allt mælt upp og núverandi stillingar. Þá var ég mældur í bak og fyrir, tekið liðleikapróf sem ég get ekki alveg sagt að ég hafi staðist og meir að segja var vinstri fóturinn stífari en sá hægri, eitthvað fyrir mig að vinna í. ![]() Ég mætti með nýja götuhjólaskó og því var byrjað á því að skrúfa klítana undir skónna og þá settist ég á hjólið og mælingar hófust. Hnakkur, stýri og klítar voru stilltir af þannig að öll horn liðamóta væru hárrétt og eftir smá hnik til og frá var rétt staða fundin. Þá var varið smá tíma í að ræða og fræðast um mismunandi stillingar á stýri sem gætu nýst mér í mismunandi keppnum og prufuðum við að hækka og lækka stýrisstamman og einnig að lengjan. Það er svo heimaverkefni að prufa að snúa stammanum við og kaupa lengri stamma. Allar upplýsingarnar eru skráðar til að hægt sé að notast við þær síðar, annað hvort ef ég þarf að endurstilla hjólið mitt eða fæ mér nýtt hjól. Þetta bikefit var því miklu meira en bara stilla hæð hjólið og gékk ég sáttur út full viss um að nýja hjólið mitt væri akkúrat eins og það á að vera. ![]() Í dag fagna ég 38 ára afmæli og kærastan gaf mér þessa flottu götuhjólaskó í afmælisgjöf. Næst er það Bikefitt hjá Haffa í Erninum en hann fær það verkefni að stilla mig af á hjólinnu á visindalegan hátt, allt frá hvernig klítarnir eru staðsettir, stýri og hnakkur. Markmiðið er að mér líði sem best á hjólinu og skili þannig mestu afli niður í petalana. ![]() Eins og alltaf í febrúar/mars hviknar hjá manni gríðarleg þörf á að viðra götuhjólið þegar snjóinn fer að taka upp og sólin skín á malbikið og bræðir burt klakan. Sú var raunin og náði ég einni ferð á Þingvelli í febrúar og næsta ferð plönuð tveimur vikum síðar. En veruleikinn er allt annar enda enþá vetur á íslandi og því varð ekkert af frekari Þingvallaferðum og í staðinn slegist við snjóskafla á stígum Reykjavíkurborgar. Ávallt skal þó Regla 9 í hávegum höfð og enginn tepruskapur þó smá snjór sé fyrir manni. Þessa mynd tók ég út á Gróttu í morgun og hafði gaman af þeim túr. Miklir kontrastar í snjónum, himnininum og sjónum skila sér vel í flottri innrömmun á hjólinu. Það er þá ekkert annað að gera en að telja niðurí æfingaferð HFR til Mallorca :) 32 dagar :) |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|