Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Markmið

2/1/2021

0 Comments

 
Picture
Árið 2011 setti ég mér markmið og markmiðið var einfalt. Að geta hjólað. Það er nefnilega ekki auðvelt að hjóla þegar maður er 146kg. Ég hafði aldrei sett mér markmið áður að minnsta kosti ekki raunhæf og eftir margar mishepnaðar tilraunir ákvað ég að setja mér þetta einfalda markmið, að geta hjólað.

Markmið eitt og sér hefur heldur ekki virkað fyrir mig. Mér hefur gengið best þegar ég set mér eitt aðalmarkmið, bý mér svo til önnur minni markmið eða set mér verkefni sem svo styðja við aðalmarkmiðið. Þess vegna ákvað ég að hjóla til vinnu 1-2 sinnum í viku jafnvel þótt ég væri sóttur eftir vinnu, stundum skutlað hálfa leið á morgnanna og jafnvel tók ég strætó upp síðustu brekkurnar á 12km leið minni heim úr vinnu. Það gékk ágætlega framan af en til að halda mér við efnið ákvað ég að fara í ferðalag á hjólinu, eiginlega hoppa út í djúpu laugina. ég pantaði flugmiða til Danmerkur og ákvað að hjóla í heimsókn til vinar míns og njóta hverrar mínútu. 
Nú 10 árum síðar langar mig mjög að endurtaka leikin, og því er stóra markmið og verkefni ársins 2021 að fara aftur til Danmerkur. Ég hef gengið með þessa hugmynd í 2 ár og ef Covid-19 leyfir þá mun ég fljúga seinnipart sumars til Danmerkur og núna, hjóla lengra, fjölbreyttari leiðir og njóta alls sem Danmörk hefur upp á að bjóða. En fyrst og fremst fagna 10 ára heilsubetrunar afmæli mínu og vera þakklátur því að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir 10 árum og haldið það út. 


0 Comments

Gullhringuirnn 2021

2/1/2021

0 Comments

 
Gullhringurinn er ein af mínum uppáhaldskeppnum. Ég hef í raun aldrei litið á Gullhringinn sem keppni frekar viðburð. Ég tói þátt í fyrstu keppninni 1. september 2012 og lenti í sæti 20 af 42 keppendum. Var fyrst og fremst ánægður að klára þessa 106 km keppni og þó svo hún teljist frekar flöt þá fann ég alveg fyrir brekkunum enda þá 120kg. Mér fannst ég samt léttur á mér enda búin að missa töluverða þyngd. 
Í ár verður keppnin með nýju fyrirkomulagi þar sem hjólað verður í kringum Selfoss og verður öllum götum lokað á meðan keppni stendur. Þetta er virkilega spennandi fyrirkomulag og verður gaman að hjóla nýja enn flatari leið og njóta. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá 2012 og 2015 þegar ég vann keppnina sjálfum mér að óvörum þó ljósmyndarinn á þeim myndum hafi spáð mér framarlega í keppninni.
Endilega kíkið á heimasíðu Gullhringssins og skráið ykkur í þennan frábæra viðburð.

Myndir: Kia Gullhringurinnn og Arnold Björnsson
0 Comments
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly