
![]() Þá er fyrri æfingaferð fyrir tímabilið 2016 lokið en ég fór með Kia Gullhringnum til Tenerife. Á einni viku hjólaði ég tvívegis upp í 2150m hæð upp í El-Teide þjóðgarðinn þar sem þessi mynd er tekin, Masca klifrið var eftirminnilegt fyrir hrikalegt landslag og þá var einnig stuð að fara yfir á eyjuna La Gomera og hjóla hringinn þar. Tenerife hentar langt í frá þyngri hjólreiðamönnum enda nánast ekkert nema brekkur, en gaman var að sjá nafnið sitt á topp 200 í heiminum í klifuráskorun þegar maður er vanur að vera í top 50.000. Eins og ég hef áður komið inn á eru æfingaferðirnar til sólríkari landa það sem heldur manni gangandi yfir vetrartímann og nú get ég byrjað að telja niður til Mallorca um páskana. Takk Kia og Gullhringurinn fyrir frábæra ferð.
0 Comments
|
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|