
Myndband frá öðrum prufutúr með Garmin Virb Elite vél sem er búinn GPS og hægt að para við ANT+ skynjara eins og hjartsláttarbelti, snúningshraða og hitastig. Fyrir þá sem vilja meiri upplýsingar er hægt á einfaldan hátt að skipta út gps skránni og fá þannig allar mögulegar upplýsingar inn á myndbandið. Það gerir myndbandið mun skemmtilegra áhorfs og ekki skemmir fyrir að Garmin hefur hannað frábært klippiforrit sem gerir alla eftirvinnslu auðvelda. Hægt er að velja útlit á mælum, staðsetningu á þeim og hvaða upplýsingar koma fram. Hérna er frumraun mín í notkunn á tækinu þar sem Lauf gaffallinn fékk aðeins að njóta sýn :)
Skoða video hér