
Búinn að pakka hjólinu og verður nýja Trek Émonda SL8 hjólið mitt vígt á Spænskri grundu. Þetta hjól hefur aldrei farið út undir beran himinn en á fimmtudaginn síðasta fór ég í Bike Fit í Erninum. Hjólið á því að passa og skráði ég niður allar breytingar sem voru gerðar frá því í fyrra og ætla að fikra mig áfram með millimetra stillingar á hæð hnakks og hversu framarlega ég vill hafa hann.
Undanfarnar vikur hef ég pælt mikið í æfingaálagi en ég skrifaði t.d. um æfingaálag fyrr í vetur. Nú hef ég heimfært þetta á æfingaferðina. Álagsstuðullinn (Training Stress Score) skal vera í kringum 196 á dag en þetta mun hjálpa mér að æfa ekki of mikið eða setja ekki of mikið álag á líkamann.
Spennandi tímar framundan en til að minnka nördaskapinn gætum við líka sagt að ég taki ferðina bæði sem æfingaferð og túristaferð. Myndir strax á morgun.