
Þann 9. apríl hélt ég til Mallorca í æfingabúðir
Myndir frá ferðinni eru komnar í myndalabúm og nokkur myndbönd. Ég tók mikið upp af efni á Garmin Virb og það sem gerði það að verkum að ég nennti að hafa myndavél á hjólinu var einfaldlega það að hún vistar gps upplýsingar með og því hægt að sjá á korti nákvæmlega hvar maður var að hjóla. Fleiri myndbönd koma inn reglulega í sumar eftir því sem mér gefst tími til að skoða efnið. :)