Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort.
Lauf gaffallinn léttir svo hjólið enn meira og gerir það sérlega skemmtilegt í snjó. Reynsla og kunnáttta knapans skiptir líka máli og auðvitað klæðnaðurinn sem þarf að vera þægilegur, má alls ekki flagsa utan á líkamanum, hlýr og vindheldur. Góð gleiraugu, hlý en þunn húfa og góður hjálmur.
Hér er myndband frá ferðinni í morgun, gékk án vandræða og var ekki mikið lengur á leiðinni en vanalega. Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.