Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Það er ekki eins erfitt að hjóla á íslandi eins og margur heldur

12/1/2015

0 Comments

 
Í morgun var spáð slæmu veðri og foreldrar kvattir til að halda börnum heima og auðvitað fólk á vanbúnum bílum að alls ekki ana út í umferðina. En hvað gera hjólreiðamenn þá? Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári. 

Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort.

Lauf gaffallinn léttir svo hjólið enn meira og gerir það sérlega skemmtilegt í snjó. Reynsla og kunnáttta knapans skiptir líka máli og auðvitað klæðnaðurinn sem þarf að vera þægilegur, má alls ekki flagsa utan á líkamanum, hlýr og vindheldur. Góð gleiraugu, hlý en þunn húfa og góður hjálmur.

Hér er myndband frá ferðinni í morgun, gékk án vandræða og var ekki mikið lengur á leiðinni en vanalega. Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly