Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

5 kg farinn með hjálp amínó létt frá Prótís

2/1/2017

1 Comment

 
Picture
Í október datt vinur minn niður á frábært fæðubótaefni frá Prótis sem kallast liðir. Prótís er íslenskt fyrirtæki sem vinnur fæðubótarefni úr fiski. Liðir er unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorksprótín fyrir viðhald vöðva og virkaði vel á hann og hjálpaði honum með hans hnévandamál. Þessi ágæti vinur minn er þannig úr garði gerður að auðvitað þurfti ég að prufa líka, þó ég væri ekki með nein hnévandamál en Prótís framleiðir einnig á sama hátt amínósýrur sem er gott að taka rétt fyrir æfingu og strax eftir æfingu. Einnig er framleitt amínó létt sem er Vatnsrofið þorskprótín, króm og pikólínat ásamt náttúrulegum trefjum, semsagt seðjandi. Hann var sannfærður um að þetta gæti gagnast mér og úr varð að ég fékk að prufa, án allra skuldbindinga þessi þrjú efni. Ég byrjaði í nóvember og var það liður í undirbúningi fyrir 3 daga hjólaferð í lok mánaðarins. Ég notaði mest Amínó létt til að halda þyngd í skefjum sem hefur verið erfitt undanfarið ár, svo 100% amínó eftir erfiðar æfingar og Liði sömuleiðis í erfiðum æfingalotum. Á síðasta degi æfingaferðarinnar tók ég lengstu dagleiðina, 5 klifur á dagskránni og það síðasta tók ég á fullu afli, mér leið frábærlega alla leiðina upp, ég hjólaði á hærra afli en ég bjóst við, mér leið vel og finnst mér því eins og vini mínum að þurfi endilega að segja ykkur frá :).

Ég hef nú náð að létta mig um 5kg frá því ég byrjaði, ég er léttari en síðasta sumar sem er óvanalegt fyrir mig því ég þyngist alltaf eitthvað á veturna. Mér vantar að losna við 5 kg í viðbót hið minnsta og ætla ég mér það með skynsemi í matarræði, hjólreiðum eins og vanalega og Aminó Létt. Þar sem Meistaramánuðurinn er nú að hefjast finnst mér auðvitað rétt að taka hann alla leið.
Næsta verkefni er Tenerife í lok febrúar. Þar verð ég í viku að kljást við brekkurnar sem sigruðu mig í fyrra, nema nú ætla ég að sigra þær.

1 Comment
Fylkir Sævarsson link
2/2/2017 10:21:41

Alltaf flottur 😀 😎 😎 😎

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly