
Ég hef nú náð að létta mig um 5kg frá því ég byrjaði, ég er léttari en síðasta sumar sem er óvanalegt fyrir mig því ég þyngist alltaf eitthvað á veturna. Mér vantar að losna við 5 kg í viðbót hið minnsta og ætla ég mér það með skynsemi í matarræði, hjólreiðum eins og vanalega og Aminó Létt. Þar sem Meistaramánuðurinn er nú að hefjast finnst mér auðvitað rétt að taka hann alla leið.
Næsta verkefni er Tenerife í lok febrúar. Þar verð ég í viku að kljást við brekkurnar sem sigruðu mig í fyrra, nema nú ætla ég að sigra þær.