Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

5 daga safakúr - litrík hreinsun, dagur 1

10/14/2014

0 Comments

 
Á fimmtudegi fékk ég þær fregnir að hópur hjólreiðamanna ætlaði að prufa Litríka hreinun, safakúr frá Happ. Þar sem ég hef alltaf náð bestum árangri þegar það hefur verið annað hvort hópefli eða sett skýr mörk þá ákvað ég að slást í hópinn. Hingað til hef ég verið að léttast jafnt og þétt alveg frá því í mars 2011 þegar ég tók ákvörðunina um breyttan lífstíl. Það hafa komið nokkur tímabil þar sem ég hef misst þyngd hraðar og önnur tímabil þar sem ég hef nánast staðið í stað. Eitt þessara tímabila var þegar ég ákvað að borða ekki franskar í vinnunni og þegar ég hætti að drekka kók. Þá gékk mér vel þegar ég hætti að borða á kvöldin og hélt út í þrjár vikur með algjörlega sykur og hveitilaust fæði og vigtin hrundi. Það er svo verðugt markmið að halda ávinningnum eftir þessi tímabil og hefur það gengið vel.

Fyrir mig er nauðsynlegt að skipuleggja þessi tímabil inn í æfingaplanið því ekki gengur upp að skera við sig of mikil kolvetni í uppkeyrslutíabilinu og keppnistímabilinu.

Því þótti mér þessi tímasetning frábær enda erum við að hjóla frekar rólega þessa dagana.
Dagur 1 byrjaði á því að ég fékk mér hafragraut um morgunin og safarnir eru svo tilbúnir kl 11. Þá byrjar maður á safa nr 2 og svo er einn safi á u.þ.b. 2klst fresti og síðasti safinn er drukkinn  um kvöldmatarleyti. Safi 1 er svo drukkinn morguninn eftir og nýjir safar sóttir kl 11 niður Happ. Safarnir byggjast upp á grænmetis og ávaxtadrykkjum og alveg ósykraðir að sjálfsgöðu. Einn drykkurinn er unninn úr Þörungum og ber af fyrir þær sakir að smakkast verst en líklega sá sem gerir hvað mest gagn ef bragð og hollusta eiga samleið.

Fyrsti dagurinn gékk vel en kannski ekki að marka þar sem ég var í vaktafríi, heima með veikt barn og við sváfum örlýtið um miðjan daginn. Ég sofnaði svo snemma um kvöldið og var mjög hissa þegar ég vaknaði ferskur á þriðjudagsmorgun, ekkert svangur en ekkert hissa þegar ég sá vigtina detta niður um tæp 2kg.

Markmiðið er að komast undir 90kg múrinn sem ég hef verið að slást við í allt sumar og svo þarf ég að halda áfram sjálfur til að sjá til þess að vigtin hoppi ekki upp.




0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly