Fyrir mig er nauðsynlegt að skipuleggja þessi tímabil inn í æfingaplanið því ekki gengur upp að skera við sig of mikil kolvetni í uppkeyrslutíabilinu og keppnistímabilinu.
Því þótti mér þessi tímasetning frábær enda erum við að hjóla frekar rólega þessa dagana.
Dagur 1 byrjaði á því að ég fékk mér hafragraut um morgunin og safarnir eru svo tilbúnir kl 11. Þá byrjar maður á safa nr 2 og svo er einn safi á u.þ.b. 2klst fresti og síðasti safinn er drukkinn um kvöldmatarleyti. Safi 1 er svo drukkinn morguninn eftir og nýjir safar sóttir kl 11 niður Happ. Safarnir byggjast upp á grænmetis og ávaxtadrykkjum og alveg ósykraðir að sjálfsgöðu. Einn drykkurinn er unninn úr Þörungum og ber af fyrir þær sakir að smakkast verst en líklega sá sem gerir hvað mest gagn ef bragð og hollusta eiga samleið.
Fyrsti dagurinn gékk vel en kannski ekki að marka þar sem ég var í vaktafríi, heima með veikt barn og við sváfum örlýtið um miðjan daginn. Ég sofnaði svo snemma um kvöldið og var mjög hissa þegar ég vaknaði ferskur á þriðjudagsmorgun, ekkert svangur en ekkert hissa þegar ég sá vigtina detta niður um tæp 2kg.
Markmiðið er að komast undir 90kg múrinn sem ég hef verið að slást við í allt sumar og svo þarf ég að halda áfram sjálfur til að sjá til þess að vigtin hoppi ekki upp.