
Æfingarnar voru mjög góðar þetta árið. Ég byrjaði reyndar árið á flensu og var ég með hita meir og minna í 3 vikur frá miðjum Desember fram í fyrstu viku í janúar. Mjög hræddur við ástandið á líkamanum ákvað ég að fara varlega inn í árið og sést það greinilega á æfingaálaginu í janúar, einungis 32 tímar, mest til og frá vinnu og ekki fyrr en um miðjan febrúar sem ég tók almennilega æfingu. Þá var ég kominn með Garmin Vector aflmæli og nýtt Cube Litening hjól með ultegra gírbúnaði og ákvað ég ásamt Reyni æfingafélaganum mínum að skella okkur í langferð til Þingvalla. Við snérum ekki við fyrr en þegar við vorum komnir hálfa leið á Laugarvatn og hafði ég gaman af því að mynda viðburðinn vinum mínum á Facebook til mikilla furðu á þessu athæfi í miðjum febrúar.

Í fyrsta sinn ákvað ég að fara með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í hina árlegu ferð til Mallorca um páskana. Til að keyra mig almennilega í gang tók ég mjög þéttar vikur í lok Mars til að undirbúa mig fyrir miklar og erfiðar æfingar á Mallorca. Mars endaði í 61 tíma og apríl í 71 tíma á hjólinu. Ég ásamt kærustunni minni og rúmlega 30 örðum HFR ingum vörðum 11 dögum á eyjunni þar sem hinar ýmsu brekkur voru notaðar til að setja aukið æfingaálag á líkaman, hvíldin var líka góð og í þennan tíma var nánast bara hjólað og sofið, einn og einn rómó göngutúr á ströndinni og H&M ferðir takmarkaðar við eina. Miera var af gæða tíma á hjólinu þar sem stoppað var á góðum kaffihúsum og reglunum fylgt og einungis alvöru espresso.
Keppnistímabilið byrjaði með látum strax í apríl og eitthvað þreittur fór ég í fyrstu keppni ársins en Reykjaneskeppnin hefur undanfarið ár markað upphaf keppnistímabilsins á Íslandi. Fyrstu keppnirnar og vikurnar í kring fóru í að umbreyta keppnisforminu. Ég hafði ómeðvitað lagt mun meiri áherslu á langa spretti og gat hjólað á háu afli í langan tíma en styttri spretti hafði ég hunsað úr æfingaplaninu einfaldlega því ég var oft orðinn það þreyttur þegar kom að þeim og sleppt þeim eða tekið þá af hálfum hug. Til að mynda var 10sek aflið mitt í Reykjaneskeppninni 750w en í lok tímabils komið upp í 1155w í 10 sek.

Ég var ábægður með allar keppnir sumarsins og var bæting í þeim öllum, annað hvort bæting um tíma og eða sæti nema í Jökulmílunni þar sem mun fleiri betri hjólarar mættu nú en í fyrra og verri aðstæður til að hjóla gerðu það að verkum að tíminn var lakari. Þetta gerði það að verkum að ég var fúll í hálftíma eftir keppnina en tók gleði mína fljótlega á ný.
Besti árangur sumarsins var líklega 11. sæti af 700 manns í Bláalóninu og vel undir 2 tíma múrinn, 4. sæti í Hvolsvallarkeppninni, 2. sætið í Alvogen ITT götuhjólaflokki og fyrsta sæti í þriðju umferð Cube Prologue á Götuhjólum og 2. sæti í heildarkeppninni.
Árið var svo toppað með tveimur Gullmedalíum í Gangnakeppninni á Akureyri og Uppsveitahringnum.
Festvie 500 Haustið var svo notað til að keyra formið aðeins niður, reyna að hvíla og undibúa líkamann fyrir átök næsta árs og hjólaði ég mjög jafnt og þétt allt haustið fyrir utan eitt hetju Gran Fondo í október en mig langaði hrikalega í fjólubláu treyjuna sem og til að vinna mér inn rétt á henni setur Strava áskorun á að hjóla 130km í einum túr. Á milli Jóla og Nýárs tók ég svo annari áskorun en þá hjólaði ég 500km á milli Jóla og nýárs og má lesa allt um það hér |