
Garminn kynnti fyrir skemmstu sín eigin Segment, beint til höfuðs Strava. Kallarnir hjá Garmin og kallarnir hjá Strava geta greynilega ekki talað saman og því eru komin tvennar útgáfur af Segmentum þar sem fólk keppir innbyrðis um hröðustu tímanna á ákvöðnum leiðum, stuttum og löngum.
En hjólatækjanörd eins og ég er í engum vandræðum með það. get búið til uppáhalds Strava segmentin mín á Garmin en til hvers eiginlega?
jú til að keppa fyrst og fremst við sjálfan mig fyrst og fremst og svo jú, til að bera sig saman við aðra.
Það sem gerir þetta síðan þægilegt í Garmin Edge 1000 er það að ég get búið til segment t.d. upp Puig Major og ég sé minn besta tíma árið 2014 á skjánum, sé hvort ég sé á undan eða eftir og þá með hversu miklum mun. Ekkert gisk lengur, bara 100% vitneskja og skemmtilegt því mér finnst þetta gaman.
Aðrir fídusar í tækinu eru t.d. ögn stærri skjár. Tvöfalt betri upplausn, símhringingar koma á skjáin og SMS líka. Fleiri fídusar verða uppgvötaðir í Mallorca ferðinni :)