Bláalónskeppnin var haldin í dag og eins og í fyrra með mótvind upp Krísuvíkurmalbikið. Sprækustu mennirnir vildu alls ekki vera fremst og eyða þannig orkunni að óþörfu. Ég sá að sigurstranglegustu mennirnir voru rólegir og hélt ég mig framarlega og beið eftir rétta augnablikinu til að mjaka mér frá hópnum og vera þá fremstur inn í fyrstu malarbrekkurnar. Sá að liðsfélagar mínír í Örninn/Trek liðinu voru beint fyrir aftan og eltu ekki. Þannig gat ég mjakað mér frá hópnum án þess að eyða óþarfa orku við það. Þegar ég var kominn nokkuð langt frá hópnum birtist Jói vinur minn úr Cube liðinu. Við heilsumst og byrjum að vinna saman, skiptumst á að vera fremst og spara þannig orku í mótvindinum, þá heyri ég öskur og læti fyrir aftan okkur, Louis Wolf liðsfélagi Jóa kallar til hanns að byrja að hjóla hraðar og Jói gefur duglega í og ég sé að hann er að gefa allt í þetta, ég rétt náði að elta þá, hraðinn var svo mikill og þegar stutt var eftir gefur Jói eftir og Louis Wolf tekur við. Saman hjólum við fyrstir inn á malarkaflan og um leið og fyrsta brekka byrjar missi ég af honu. Þessi taktík gerði það að verkum að ég gat hjólað upp fyrstu brekku á mínum hraða og tryggði mér stöðu framar. Skemmtilegt atvik og náði því á Garmin Virb XE videovélina mína