Bláalónsþrautin 2013

Ég var hrikalega stressaður fyrir startið, Of miklar pælingar og of miklar væntingar kannski, hafandi misst 20 kg á milli ára, nýtt og betra hjól en fyrr í sumar fékk ég Cube Reaction 29" Carbon hjól úr TRI og góður árangur úr öðrum keppnum gerðu væntingarnar miklu meiri en annars.
Vikan á undan fór í að reyna að hvíla eins mikið og ég gat, ég var með vonda strengi í löppunum fyrri part vikunnar eftir harðar Heiðmerkuræfingar vikunna á undan sem skilaði mér meðalannars KOM upp Heiðmerkurveg.
Vikan á undan fór í að reyna að hvíla eins mikið og ég gat, ég var með vonda strengi í löppunum fyrri part vikunnar eftir harðar Heiðmerkuræfingar vikunna á undan sem skilaði mér meðalannars KOM upp Heiðmerkurveg.

Ég hafði farið könnunarleiðangur 2 vikum fyrir keppnina og allt lofaði góðu, dekkin voru góð, vegurinn var grófur en ég hafði fengið fréttir að hann hefði þjappast. Rally sama morgun myndi líklegast breyta því eitthvað. Ég og Reynir minn besti æfingafélagi og vinur ferjuðum annan bílinn í Bláalónið og á leiðinni til baka ákváðum við að keyra síðasta malbikaðakaflan fyrir endamark fram og til baka. Ég reyndi að leggja leiðina á minnið en þeir vita það sem taka þátt í svona keppnum að hugurinn leikur mann oft ílla á síðustu metrunum, Ætli markið sé eftir næstu beigju eða þar næstu, upp í mót eða niður í mót.
Þegar við keyrðum aftur í Hafnarfjörðinn og mættum haugdrullugum rallýbílum ákváðum við að kíkja á fyrstu brekku á Djúpavatnsleið. við mættum fleirum og fleirum jafn haugdrullugum bílum á Krísuvíkurveg og þegar á malbiksenda var komið var heill her rallýkappa og aðstoðarmann að laga það sem laga varð og eftir var af keppnisbifreiðum eftir 3 erfiðar umferðir á djúpavatnsleið.
Þegar við keyrðum aftur í Hafnarfjörðinn og mættum haugdrullugum rallýbílum ákváðum við að kíkja á fyrstu brekku á Djúpavatnsleið. við mættum fleirum og fleirum jafn haugdrullugum bílum á Krísuvíkurveg og þegar á malbiksenda var komið var heill her rallýkappa og aðstoðarmann að laga það sem laga varð og eftir var af keppnisbifreiðum eftir 3 erfiðar umferðir á djúpavatnsleið.
Þegar ég beygði inn á djúpavatn var eftirfarinn kominn út af leið og annar maður að taka lokunar skiltið burt og við keyrðum inn á leiðina. Í fyrstu beigju sáum við strax vel skorinn veg þar sem rallararnir keyrðu upp fyrstu brekkuna. Ég reyndi að ýminda mér hvoru meigin væri betra að vera, í hægra hjólfari hér og hoppa svo yfir í það vinnstra á akkúrat rétta mómenti. Þegar ofar var komið var vegurinn minna skorinn og bara rennisléttur enda sópa bílarnir helling af grjóti út af veginum. Það voru helst beigjurnar sem voru skornar. Snérum svo við eftir leiðarskoðun upp á top á fyrstu brekku og keyrðum rólega í bæjinn. Kíktum á Hvaleyrarvatnsleiðina og kortlögðum hvar væri best að vera á veginum.
Reynir hafði unnið bakkelsi úr Bakaríinu í Keflavík í úrdráttarverðlaun í Reykjaneskeppninni og var það leyst út af þessu tilefni. Hafrakökur með rúsínum og súkkulaði voru borðaðar þegar á Ásvelli var komið. Ég heilsaði upp á fólkið sem komið var og sífellt bættist meira af stórhuga fólkii. Smá upphitun, keyrðu púlsinn upp í topp og hjólaði svo rólega aftur á Ásvelli og beið eftir startinu.
15 mín fyrir start fór fólk að raða sér og reyna að vera sem fremst. fyrstu 30 frá því í fyrra fengu forgang og svo hófst samhjól yfir Áslandsbrekkuna í átt að hesthúsunum í Hafnarfirði.
Í ræsingu var ég þokkalega framarlega, kannski meðal fyrstu 50. Ræst var og fremstu menn keyrðu strax upp hraðan og menn reyndu að hanga í þeim, hraðinn á Hesthúsaveginum var yfir 40 km á klst og það smá upp í mót. Hægri beigjan inn að Hvaleyrarvatni var tekin varlega og svo spænt uppeftir og yfir 50km hraði á möl niður í mót að vatninu. Þarna höfðu menn raðað sér eitthvað saman, Fremstu menn höfðu slitið sig frá næsta hóp sem ég var í. Á þessum tímapunkt var ómögulegt að gera sér grein fyrir hvað þeir voru margir. Hraðinn var keyrður upp og aftur var hann yfir 40km á klst. Menn reyndu að finna sér skjól fyrir aftan næsta mann og kljúfa þannig vindin betur og auka hraðann enn meir. Smá ringulreið var í mönnum og tveir rákust saman og annar þeirra datt frekar ílla nánast beint fyrir framan mig.
Reynir hafði unnið bakkelsi úr Bakaríinu í Keflavík í úrdráttarverðlaun í Reykjaneskeppninni og var það leyst út af þessu tilefni. Hafrakökur með rúsínum og súkkulaði voru borðaðar þegar á Ásvelli var komið. Ég heilsaði upp á fólkið sem komið var og sífellt bættist meira af stórhuga fólkii. Smá upphitun, keyrðu púlsinn upp í topp og hjólaði svo rólega aftur á Ásvelli og beið eftir startinu.
15 mín fyrir start fór fólk að raða sér og reyna að vera sem fremst. fyrstu 30 frá því í fyrra fengu forgang og svo hófst samhjól yfir Áslandsbrekkuna í átt að hesthúsunum í Hafnarfirði.
Í ræsingu var ég þokkalega framarlega, kannski meðal fyrstu 50. Ræst var og fremstu menn keyrðu strax upp hraðan og menn reyndu að hanga í þeim, hraðinn á Hesthúsaveginum var yfir 40 km á klst og það smá upp í mót. Hægri beigjan inn að Hvaleyrarvatni var tekin varlega og svo spænt uppeftir og yfir 50km hraði á möl niður í mót að vatninu. Þarna höfðu menn raðað sér eitthvað saman, Fremstu menn höfðu slitið sig frá næsta hóp sem ég var í. Á þessum tímapunkt var ómögulegt að gera sér grein fyrir hvað þeir voru margir. Hraðinn var keyrður upp og aftur var hann yfir 40km á klst. Menn reyndu að finna sér skjól fyrir aftan næsta mann og kljúfa þannig vindin betur og auka hraðann enn meir. Smá ringulreið var í mönnum og tveir rákust saman og annar þeirra datt frekar ílla nánast beint fyrir framan mig.
Hópurinn keyrði saman upp Krísuvíkurmalbikið og sáum fremsta hóp fjarlægjast smátt og smátt, Ég passaði mig á að vera meðal fremstu inn á djúpavatnsleið og keyrði eins hratt upp brekkurnar og ég mögulega gat, ég bætti meðalhraðan um næstum 4km eða úr 14 í 18km á klst.
Þegar þarna var komið við sögu vorum við 3 fremst, ég Karen og Viktor. Við reyndum að skiptast á að leiða í mótvindinum en það var erfitt að vera bæði að hugsa um bestu línuna í gegnum drulluna en nú var farið að rigna og líka að hugsa um að vera á hgastæðum stað í skjóli fyrir aftan. Þá kom 4 manna hópur aðvífandi aftan að okkur og vann hópurinn ágætlega saman. Einn fór fram fyrir sig á leiðinni niður bratta brekku að ég held með sprungið dekk sem hafði vafist um framdemparann en hann lenti á fótunum. Í síðustu varasömu brekkunni fór ég um of, lenti út af og í grófu grjóti og drullu og missti af hópnum, var lengi að ná upp góðum hraða aftur. Hjólaði ég einn restina af Dúpavatnsleið og horfði á hópinn langt á undan mér við drykkjarstöðina.
Þegar ég sá menn detta aftur úr hópnum vissi ég að ég gæti nýtt mér það. Ég keyrði upp hraðan, náði honum og hvíldi mig fyrir aftan hann í smá stund, fór svo fram fyrir og hjólaði rólega og fór aftur fyrir og hvíldi mig aftur. þá sá ég næsta detta aftur úr og náði honum, aftur sami leikur. Nú vorum við að nálgast bröttu malarbrekkuna í startinu á Ísólfskálabrekku og náði ég hópnum þar, hoppaði af hjólinu og reiddi það upp eins og hinir en hafði enga orku í að hlaupa, ég og einn annar misstum af hópnum og hjóluðum saman upp brekkuna.Þegar við komum upp á topp notaði ég fallþungan mér í hag og neðst niðri hafði ég náð hópnum aftur. En þetta kostaði of mikla orku, ég varð að passa mig í gégnum Grindavík enda kominn með smá strengi og verki í lærinn.
Þegar hópurinn sá 2 keppendur á unda kom kapp í hópinn og menn keyrðu upp hraðan til að ná þeim. Þarna voru 2 menn úr sem höfðu hjólað með fremsta hóp en misst af þeim og voru þreytulegir að sjá. Við náðum þeim rétt fyrir malarveginn við Þorbjörn og tók ég þá af skarið og keyrði fremstur inn á malarkaflan og fulla ferð. Leit aldrei við, bara fulla ferð, kíkti svo á hópinn þegar við komum á malbikið en ekki er ég viss hvort erfiðið hafði skilað sér en ég held að 1-2 hafi dottið aftur úr þarna. Ég keyrði hratt inn á malbikið en mótvindur, ómögulegt að stinga af, hægði á mér og sá hvað myndi gerast.
Þegar hópurinn sá 2 keppendur á unda kom kapp í hópinn og menn keyrðu upp hraðan til að ná þeim. Þarna voru 2 menn úr sem höfðu hjólað með fremsta hóp en misst af þeim og voru þreytulegir að sjá. Við náðum þeim rétt fyrir malarveginn við Þorbjörn og tók ég þá af skarið og keyrði fremstur inn á malarkaflan og fulla ferð. Leit aldrei við, bara fulla ferð, kíkti svo á hópinn þegar við komum á malbikið en ekki er ég viss hvort erfiðið hafði skilað sér en ég held að 1-2 hafi dottið aftur úr þarna. Ég keyrði hratt inn á malbikið en mótvindur, ómögulegt að stinga af, hægði á mér og sá hvað myndi gerast.
hópurinn sem nú taldi 5 manns tók 2 skiptingar á leið í mark, ég reyndi að staðsetja mig á hentugum stað fyrir endamarkið og um leið og ég heyrði læti í gírum og dekkjahvin fyrir aftan mig spretti ég af stað á eftir honum, Náði aldrei að komast í skjól á bak við hann en þetta skilaði mér í mark í 15. sæti á tímanum 2:03,03 sem þýðir bætingu upp á 14 mínútur á milli ára og hástökk úr sæti 88 í það 15 eitthvað sem verður ómögulegt að bæta á næsta ári :)

Ný kominn í mark, þreyttur, drullugur en mest sáttur
Gríðarlega gaman og svo var auðvitað fengið sér bjór í lóninu og slakað á.
Leiðin sem ég hjólaði má skoða hér:
http://app.strava.com/activities/59090540
Heildar úrslit hér:
http://www.bluelagoonchallenge.com/urslit/
Ruv fjallaði um keppnina hér og kom birtist ég akkúrat á mín 29:00
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/08062013/blaa-lons-thrautin-0
Stöð 2 hafði þetta um málið að segja:
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV07C258BF-5D08-4D2D-B1AE-330CAE592EF1
Martin Haugo kom frá Noergi til að keppa við okkur og náði öðru sæti
http://www.martinhaugo.com/?p=2602&fb_source=pubv1
Þakkir fá HFR fyrir að halda frábæra keppni
Allir Rallíkapparnir sem tæmdu pollana fyrir okkur...... not
TRI fyrir frábært hjól á frábæru verði
Samferðafólk mitt fyrir góðan félagskap í keppninni
Konan sem gaf mér heita súpu
Fréttamenn sem mættu á staðinn og tóku upp efni og birtu í fréttatímum
og allt fallega fólkið sem tók myndir af okkur, þið eruð best
Gríðarlega gaman og svo var auðvitað fengið sér bjór í lóninu og slakað á.
Leiðin sem ég hjólaði má skoða hér:
http://app.strava.com/activities/59090540
Heildar úrslit hér:
http://www.bluelagoonchallenge.com/urslit/
Ruv fjallaði um keppnina hér og kom birtist ég akkúrat á mín 29:00
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/08062013/blaa-lons-thrautin-0
Stöð 2 hafði þetta um málið að segja:
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV07C258BF-5D08-4D2D-B1AE-330CAE592EF1
Martin Haugo kom frá Noergi til að keppa við okkur og náði öðru sæti
http://www.martinhaugo.com/?p=2602&fb_source=pubv1
Þakkir fá HFR fyrir að halda frábæra keppni
Allir Rallíkapparnir sem tæmdu pollana fyrir okkur...... not
TRI fyrir frábært hjól á frábæru verði
Samferðafólk mitt fyrir góðan félagskap í keppninni
Konan sem gaf mér heita súpu
Fréttamenn sem mættu á staðinn og tóku upp efni og birtu í fréttatímum
og allt fallega fólkið sem tók myndir af okkur, þið eruð best