
En staðreyndin er hinsvegar sú að veðrið á Íslandi er vissulega risjótt en líka oft hrikalega fallegt og svo var raunin í morgun. Fallegt, kalt, nýfallinn snjór sem brakar í á rómantískan hátt og það að hjóla snemma á sunnudagsmorgni með 25 manns í halarófu upp elliðarárdalinn á leið í Heiðmörk er ekkert annað en frábært.
Eins og sést á þessari mynd sem tekin var í morgun á æfingu HFR brosi ég hringinn þegar ég tek mynd af mér með hópinn í bakrunn og Davíð Þór tekur mynd af athæfinu mínu.
Hópurinn endaði svo á kaffihúsi eftir um 30km hjólatúr sem tók tæpa 2 tíma og allir sáttir. Við hittum aðra hópa á leið okkar og miðað við hjólför á stígum borgarinnar má áætla að um eða yfir 100 hjólreiðamenn hafi fengið sér hjólatúr í morgunsárið.