
Með árangur í keppnum kom ég sjálfum mér ýtrekað á óvart.
Ég vann mig úr sæti 88 í Bláalónskeppninni 2012í það 15. í ár og úr 44. sæti í það 8. í Hvolsvallarkeppninni.
Ég var oft hissa á sjálfum mér hve framarlega ég var og þó ég missti af fremsta hóp í Íslandsmeistaramótinu náði ég honum aftur. Ég náði mínum besta árangri á árinu í tímakeppni í Heiðmörk, þar sem á sex tímum eru hjólaðir 123 km á möl, en þar náði ég öðru sæti.
Eitt skemmtilegasta mómentið á árinu var þegar ég var ræstur aftast með ljónunum í Alvogen Midnight Time Trial en tilfinningin að taka af stað með þennan fjölda áhorfenda var mjög sterk upplifun. Þá var Jökulmílan mjög skemmtileg keppni og sú lengsta á árinu eða 160km þar sem ég endaði í 7. sæti.
Að setja sér markmið fyrir árið 2014 er mjög erfitt. Það eru ekki mörg sæti eftir í þeim keppnum sem ég tók þátt í í sumar og keppinautarnir verða sífellt sterkari og mikil nýliðun er í hjólreiðum í dag.
Sömuleiðis er erfitt að setja sér lokatölu en ég verð þó að viðurkenna að 86kg er mjög skemmtileg tala, þá get ég sagt hafa losnað við 60kg en síðustu 10kg verða þó erfið
Líklega er best að setja sér markmið fyrir 2014 að hafa gaman af þessu :)