Elvar Örn Reynisson
Road to better life
  • My journey
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video

Árið 2013 - markmið og árangur

12/30/2013

0 Comments

 
Picture
Nú er ferðalagið sem ég hóf í mars 2011 langt komið. Samtals eru farin 50kg og 20kg fóru af á þessu ári. Ég hjólaði 11þ km og varði yfir 500 tímum á hjólinu. Ég setti mér áramótaheit fyrir 2013 að hætta að drekka kók og stóðst það og hef tekið þá ákvörðun að byrja ekki aftur á slíkri drykkju. 
Með árangur í keppnum kom ég sjálfum mér ýtrekað á óvart. 

Ég vann mig úr sæti 88 í Bláalónskeppninni 2012í það 15. í ár og úr 44. sæti  í það 8. í Hvolsvallarkeppninni. 

Ég var oft hissa á sjálfum mér hve framarlega ég var og þó ég missti af fremsta hóp í Íslandsmeistaramótinu náði ég honum aftur. Ég náði mínum besta árangri á árinu í  tímakeppni í Heiðmörk, þar sem á sex tímum eru hjólaðir 123 km á möl, en þar náði ég öðru sæti. 

Eitt skemmtilegasta mómentið á árinu var þegar ég var ræstur aftast með ljónunum í Alvogen Midnight Time Trial en tilfinningin að taka af stað með þennan fjölda áhorfenda var mjög sterk upplifun. Þá var Jökulmílan mjög skemmtileg keppni og sú lengsta á árinu eða 160km þar sem ég endaði í 7. sæti. 

Að setja sér markmið fyrir árið 2014 er mjög erfitt. Það eru ekki mörg sæti eftir í þeim keppnum sem ég tók þátt í í sumar og keppinautarnir verða sífellt sterkari og mikil nýliðun er í hjólreiðum í dag.

Sömuleiðis er erfitt að setja sér lokatölu en ég verð þó að viðurkenna að 86kg er mjög skemmtileg tala, þá get ég sagt hafa losnað við 60kg en síðustu 10kg verða þó erfið

Líklega er best að setja sér markmið fyrir 2014 að hafa gaman af þessu :)

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Picture

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Picture

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly