Keppnin var frábær en erfið, mikill taugatitringur og herfræðin spilaði stórt í þessum sigri en keppnishaldari fær mikið hrós fyrir að gera keppnina svona skemmtilega. Þegar 700 manns hittast, hjóla og hafa gaman af hjólreiðum þá er verið að gera eitthvað rétt. Frábært partý úti undir berum himni að keppni lokinni þar sem voru grillaðar alvöru Bratwurster pylsur, bjór og smá kampavínsbað.
Já og svo er frétt á vísi:
http://www.visir.is/maria-ogn-og-elvar-orn-sigurvegarar-kia-gullhringsins-/article/2015150719794
Keppnissagan er tilbúin hér ásamt myndbrotum úr Garmin Virb hasarmyndavélinni þar sem við hjólum yfir malarkaflan, tveir rekast saman og þrír detta og auðvitað æsispennandi endapsprettur