
Sú var raunin og náði ég einni ferð á Þingvelli í febrúar og næsta ferð plönuð tveimur vikum síðar.
En veruleikinn er allt annar enda enþá vetur á íslandi og því varð ekkert af frekari Þingvallaferðum og í staðinn slegist við snjóskafla á stígum Reykjavíkurborgar.
Ávallt skal þó Regla 9 í hávegum höfð og enginn tepruskapur þó smá snjór sé fyrir manni. Þessa mynd tók ég út á Gróttu í morgun og hafði gaman af þeim túr. Miklir kontrastar í snjónum, himnininum og sjónum skila sér vel í flottri innrömmun á hjólinu.
Það er þá ekkert annað að gera en að telja niðurí æfingaferð HFR til Mallorca :) 32 dagar :)