Blue Lagoon Challenge - Lauf from Lauf Forks on Vimeo.
Flott video frá Lauf Forks úr Bláalónskeppninni 2014. Ég ásamt fleirum hjóluðum á léttasta demparagaffli í heimi í keppninni og skilaði ég mér í mark á innan við 2 tímum í 11. sæti. Kíkið á myndbandið og skoðið keppnissöguna eða horfið bara alla leið :)
0 Comments
![]() Hvað á maður að gera við fleiri tugi klukkutíma af allskonar efni sem hefur komið úr Garmin Virb videovélinni í vor og sumar? Það er ekkert flókið nú þegar daginn tekur að stytta og kaldara verður í veðri, þá er akkúrat málið að byrja að horfa á skemmtileg myndbönd frá Mallorca og úr einhverjum vel völdum keppnum. Nú þegar eru komin tvenn myndbönd á síðuna og annað þeirra er ekkert annað en Bláalónsþrautin og hitt er frá 16. apríl á Mallorca þegar við hjóluðum frá Calvia niður til Port d'Andratx og upp til Valldemossa. Myndböndin eru á undirsíðu undir video hér ![]() Keppti í gær í 75km keppni frá Siglufirði til Akureyrar um fern Jarðgöng. Keppnin var mjög skemmtileg og hjóluðu rúmlega 50 manns af stað. Ég, Reynir, Bjarni og Guðmundur héldum uppi miklum hraða og slitum okkur frá öðrum keppendum þegar um 10 km voru eftir. Ég náði svo sjálfur að stinga af þegar 1 km var eftir og hjólaði ánægður í mark í fyrsta sinn og fékk fallega sérsmíðaðan verðlaunapening að launum Keppnissagan er hér, video og myndir Þar sem ég keppti ekki í Heiðmerkuráskorun bauð ég Helga Berg að hafa Garmin Virb videovélina mína og hann þáði það með þökkum. Hér eru fyrstu 3 mín af keppninni þar sem Helgi eltir Ingvar af stað á allt að 50km hraða á malarveginum í Heiðmörk og svo inn á stígana. Fleiri video koma von bráðar Hrikalega er töff og gaman að skoða á myndrænan hátt hvernig wött og púls virka. Hér er enn eitt myndbandið frá Mallorca :) Til að auka á skemmtanagildi hjólreiðatúranna og auðvitað til að fylgja reglum Velominati voru ávallt sprettir að bæjarskiltum í öllum túrum á Mallorca. Í þessu tilfelli höfðum við Árni og Kári stungið hópinn af og keyrðum upp hraðan þegar bæjarmörkin nálguð |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
March 2017
Flokkar
All
|