Strava er app sem flestir hjólreiðamenn nota til að halda utan um æfingar sínar og árangur heldur áskoranir af ýmsu taki og ein þeirra er að hjóla 500km á milli jóla og nýárs. Ég ákvað að láta reyna á hvort hægt væri að hjóla þessa vegalengd í snjó, myrkri, frosti og innan um öll þessi skyldu jólaboð sem maður verður að mæta í á þessum tíma hátíðar ljós og friðar. Hér er sagan mín
0 Comments
Flestir hjólreiðamenn, að mér meðtöldum ræða oft fjölda km sem hjólaðir hafa verið í mánuðinum, á samfélagsmiðli okkar hjólreiðamanna er samtals tölur yfir km hjólaða í hverjum mánuði, lengstu hjólatúrana, mesta klifrið á ákveðnu tímabili eða besti hraði upp Áslandsbrekkuna öfuggt í hringtorgið og helst í hressilegum meðvind.
Þetta er ekki ádeila á einn né neinn. Ég tek fullann þátt í þessum metingi og yfirleitt er þetta mjög hvetjandi að fara út að hjóla, hjóla hraðar, lengra og meira. Hjólreiðar hafa hinsvegar þróast mikið á síðustu árum og áratugum og nú er komið að hægt er að mæla miklu meira en tíma, hraða eða kílómetra. Ástæðan fyrir því að ég t.d. og fleiri skoðum aðra mælikvarða en kílómetra er einfaldlega sú að á götuhjóli fer maður t.d. hraðar yfir og þannig safnast km hraðar upp frekar en ef hjólað er á fjallahjóli á möl. Bestu og nákvæmustu mælingarnar eru fengnar með aflmælum í dag. Aflmælir mælir það afl sem þú þarft til að snúa sveifunum áfram. Aflmælirinn getur síðan gefið þér fleiri upplýsingar sem gagnast við ákvörðun á æfingaálagi. Fyrst og fremst er ég að nota TTS eða Training Stress Score sem íslenskast sem æfingaálag. Á æfingunni sé ég hvernig Garmin æfingaklukkan mín safnar upp stigum og TTS upp á 150 þýðir að líkaminn þarf einn heilan dag til að jafna sig. Þannig get ég tekið stöðuna á mér, ákveðið fyrirfram að ég ætla að hjóla upp að einhverri ákveðinni tölu. TTS reiknast ekki út frá tíma eða km heldur álagi, meira álag, fleiri stig. Ef ég vill taka rólegan dag í dag því næsti dagur verður erfiður má hætta að hjóla þegar TTS er komið upp í t.d. 60-80, og/eða ef ég hjóla tvær æfingar á dag þá get ég skipt álaginu á báðar æfingar. Þeir sem ekki nota aflmæla þurfa ekki að örvænta því með púlsmæli má notast við brenndar caloríur, en þá þarf hver og einn að finna út hver hæfileg brennsla er sem er frekar auðvelt með því að taka mið af einni æfingu sem þér fannst hæfilega erfið og tók þig einn dag að jafna þig, brenndar kaloríur úr þeirri æfingu gæti orðið viðmiðið fyrir næstu misseri. Í morgun hjólaði ég 30,4 km til vinnu í slabbi, myrkri á CX hjóli með nöglum, æfingin átti að vera frekar róleg þar se ég vill taka spretti á leið heim úr vinnu. tíminn var 1:35 meðalhraði 19 meðal afl 162wött mesta afl 720wött TTS 67 Meðal hjartsláttur 108 Mesti hjartsláttur 156 Kaloríur 932 Markmiðið fyrir kvöldið er: meðal afl 200wött mesta afl 1000wött TTS 55--70 Mesti hjartsláttur ekki fyri 162 Ég hjóla því bara þar til ofantalin markmið eru komin í hús :) Viðbót: Eftir vinnu hjólaði ég heim í nokkru roki og á tíma var boðið upp á haglél Tími var 1:06 meðalhraði 19 meðal afl 198 wött Mesta afl 1042 wött TSS 61.8 Meðal púls 120 slög á mín Mesti púls 151 slög á mín Caloríur 787 |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
March 2017
Flokkar
All
|