Eftir þrotlausa vinnu, tölvukrass og í framhaldinu áhugaleysi fann ég loksins innra videoklippi sjálfið mitt og kláraði þetta stóra verkefni. 32klst af efni frá mér ásamt aðsendu efni niðurskorið í aðeins 10 mín epic hjólavideo frá æfingaferð HFR til Mallroca í fyrra. Gefið þessu læk og deilið :) og endilega komið með, ég er með frátekin miða næstu 10 árin í þessa ferðir.
0 Comments
Í dag er síðasti starfsdagurinn minn sem matreiðslumaður og við tekur spennandi starf í Erninum, hjólreiðabúð. Ég mun sjá um viðgerðir, viðhald og samsetningar á high end hjólum auk tilfallandi verkefna og í svo stórri hjólabúð eru verkefnin fjölbreytt. Jafn spenntur er ég fyrir því að vera kominn í Team TREK/Örninn og mun ég hér eftir hjóla á Trek reiðhjólum.
Ég er búinn að starfa í eldhúsi síðan ég var táningur og því er þetta gríðarlega stórt skref fyrir mig, en þörfin að breyta til, prufa eitthvað nýtt og spennandi er einmitt það sem ég hef verið að gera undanfarin ár og þetta finnst mér vera eðlilegt framhald á þeirri stefnu. Á þessum tímamótum hef ég hugsað mikið til baka og rifjað upp hálfa ævina sem ég hef varið í eldhúsum, kynnst frábæru fólki sem margir hverjir eru góðir vinir mínir í dag. Áhuginn leitar alltaf nær og nær hjólreiðunum og er ég í senn spenntur og montinn að hafa fengið þetta tækifæri. Síðastliðin 3 ár hef ég starfað á Portinu og Kringlukránni og vinnuveitandi minn Sophus og Sveinbjörn hafa sýnt hjólasportinu mínu mikin skilning og fá þeir sérstakar þakir fyrir sveigjanleika á vöktum svo maður komist í keppnir og æfingaferðir. Verð að minnast á strákana í TRI, Jóa, Robba og Óla sem ég hef starfað með undanfarin tvö sumur í aukaverkum, hjólað með og fengið góðan stuðning frá þeim. 2015 verður gott ár með fullt af Trek Hashtöggum :) 2013 endaði með miklum væntingum og er skemmst frá því að segja að 2014 var mjög gott bæði keppnis og æfingaár. Eina sem vantaði upp á var þyngdin en nokkuð hægðist á þyngdar missinum og endaði árið á því að 90kg slétt var léttasta tala sem sást á vigtinni það árið, borið saman við 96kg árið 2013. Kannski voru væntingarnar of miklar eða ég of latur við að passa matarræðið, eða bæði, jú ég held það hafi verið bæði :) ![]() Flensan og fyrsti Þingvallatúrinn Æfingarnar voru mjög góðar þetta árið. Ég byrjaði reyndar árið á flensu og var ég með hita meir og minna í 3 vikur frá miðjum Desember fram í fyrstu viku í janúar. Mjög hræddur við ástandið á líkamanum ákvað ég að fara varlega inn í árið og sést það greinilega á æfingaálaginu í janúar, einungis 32 tímar, mest til og frá vinnu og ekki fyrr en um miðjan febrúar sem ég tók almennilega æfingu. Þá var ég kominn með Garmin Vector aflmæli og nýtt Cube Litening hjól með ultegra gírbúnaði og ákvað ég ásamt Reyni æfingafélaganum mínum að skella okkur í langferð til Þingvalla. Við snérum ekki við fyrr en þegar við vorum komnir hálfa leið á Laugarvatn og hafði ég gaman af því að mynda viðburðinn vinum mínum á Facebook til mikilla furðu á þessu athæfi í miðjum febrúar. ![]() Mallorca Í fyrsta sinn ákvað ég að fara með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í hina árlegu ferð til Mallorca um páskana. Til að keyra mig almennilega í gang tók ég mjög þéttar vikur í lok Mars til að undirbúa mig fyrir miklar og erfiðar æfingar á Mallorca. Mars endaði í 61 tíma og apríl í 71 tíma á hjólinu. Ég ásamt kærustunni minni og rúmlega 30 örðum HFR ingum vörðum 11 dögum á eyjunni þar sem hinar ýmsu brekkur voru notaðar til að setja aukið æfingaálag á líkaman, hvíldin var líka góð og í þennan tíma var nánast bara hjólað og sofið, einn og einn rómó göngutúr á ströndinni og H&M ferðir takmarkaðar við eina. Miera var af gæða tíma á hjólinu þar sem stoppað var á góðum kaffihúsum og reglunum fylgt og einungis alvöru espresso. Keppnistímabilið byrjar Keppnistímabilið byrjaði með látum strax í apríl og eitthvað þreittur fór ég í fyrstu keppni ársins en Reykjaneskeppnin hefur undanfarið ár markað upphaf keppnistímabilsins á Íslandi. Fyrstu keppnirnar og vikurnar í kring fóru í að umbreyta keppnisforminu. Ég hafði ómeðvitað lagt mun meiri áherslu á langa spretti og gat hjólað á háu afli í langan tíma en styttri spretti hafði ég hunsað úr æfingaplaninu einfaldlega því ég var oft orðinn það þreyttur þegar kom að þeim og sleppt þeim eða tekið þá af hálfum hug. Til að mynda var 10sek aflið mitt í Reykjaneskeppninni 750w en í lok tímabils komið upp í 1155w í 10 sek. ![]() Keppnistíabilið nær hámarki. Ég var ábægður með allar keppnir sumarsins og var bæting í þeim öllum, annað hvort bæting um tíma og eða sæti nema í Jökulmílunni þar sem mun fleiri betri hjólarar mættu nú en í fyrra og verri aðstæður til að hjóla gerðu það að verkum að tíminn var lakari. Þetta gerði það að verkum að ég var fúll í hálftíma eftir keppnina en tók gleði mína fljótlega á ný. Besti árangur sumarsins var líklega 11. sæti af 700 manns í Bláalóninu og vel undir 2 tíma múrinn, 4. sæti í Hvolsvallarkeppninni, 2. sætið í Alvogen ITT götuhjólaflokki og fyrsta sæti í þriðju umferð Cube Prologue á Götuhjólum og 2. sæti í heildarkeppninni. Árið var svo toppað með tveimur Gullmedalíum í Gangnakeppninni á Akureyri og Uppsveitahringnum.
|
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
March 2017
Flokkar
All
|