Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Árið 2016

Undirbúningur:
Ég var mikið að spá í aukaferð til Tenerife þegar ég fékk óvænt símtal þess efnis að KIA Gullhringurinn ákvað að halda einmitt til Tenerife með hóp fólks og hjóla í hinu hrikalega landslagi. 2. febrúar vorum við kominn á Tenerife og landslagið var jú hrikalegt, við flugum yfir eyjunna og hrikalega eldfjallið El-Teide gnæfði yfir og manni fannst maður vera lítill. Hópurinn var augljóslega spenntur að hjóla upp þetta hrikalega fjall, eitt af þeim markmiðum sem er einmitt svo gaman að setja sér. Við vorum viku saman á eyjunni, tókum ferju yfir á eyjuna La Gomera sem er ekki síður hrikaleg og mjög fögur. 
Picture
Mallorca:
Þriðja ferðin í röð var fyrirhuguð á eyjuna Mallorca sem er algjört draumaland hjólreiðamannsins. Ókostirnir við eyjuna eru einungis þeir að þangað þarf að taka tvö flug með tilheyrandi bið á flugvöllum og langt ferðalag. Ég ákvað því að snúa ókostinum við í skemmtilegt aukaferðalag og keypti mér ferð til Gatwick daginn fyrir afmælið mitt, kærastan með og hótel á flugvellinum. Um leið og við lentum innrituðum við okkur, töskur upp á herbergi og beint út aftur, Lestin niður í miðbæ London og gerðumst túristar langt fram á kvöld, borðuðum góðan mat og nutum kvöldsins. Hótelið var mjög fínt, góður morgunmatur og gengum örfá skref að innritunarborði Easy Jet, mætt til Mallorca rétt eftir hádegi og beint út að hjóla. 10 dagar á eyjunni voru vel nýttir. Nýjar leiðir í bland við gamlar góðar, gaman að taka strava segment og ná að bæta sig á þeim flestum þriðja árið í röð og hugsaði ég að Tenerife ferðin hafði mikið um það að segja.

Fyrstu keppnirnar:
Eins og í fyrra notaði ég fyrstu keppnir ársins til að sjá hvar ég stend, en nú fékk ég verkefni í Reykjaneskeppninni, ég átti að reyna að stinga af með Rúnari Karli til að draga athyglina frá öðrum liðsfélögum mínum.  Við vorum fjórir sem náðum að stinga af og styrkur hópsins okkar var nokkuð sterkur. Við náðum að halda út alla leið í mark og Rúnar Karl sigraði og ég náði öðru sæti. Góð úrslit strax í fyrstu keppni. Næstu tvær keppnir voru ágætar, ég sigraði aldursflokk í götuhjólaflokk í 20km tímatöku á Krísuvíkurvegi, keppni sem ég hef ávallt notað sem þolraun á lappirnar, hvað ég þoli mikið álag í 30 mín og æfing í að pússa saman púls upplýsingar og aflupplýsingar. Þingvallakeppnin var nokkuð erfið, hún var hröð og greinilegt að hröðustu menn ætluðu ekki að leyfa Trek liðinu að leika sama leik og í Reykjaneskeppninni. Ég missti sífellt af hópnum í brekkunum en náði alltaf aftur en aftur kom brekka og á fimmta hring var ég gjörsamlega bugaður. 

ég lýt á þessar keppnir sem æfingar, loka bæs fyrir lappirnar fyrir sumarið, mér gékk ágætlega í Reykjaneskeppninni sem hefur ávallt verið fyrsta keppnin mín en henni var frestað vegna veðurs og fyrsta keppnin varð því tímataka á krísuvíkurvegi þar sem ég náði Gullverðlaunum í götuhjólaflokk. Næsta keppni var Porsche Criterium og fór ég varlega af stað í þá keppni, óviss hvernig brekkan færi í mig en með hverjum hring fann ég hvað ég var í góðu standi, það fækkaði í hópnum í hverjum hring og í lokinn náði ég fimmta sæti í heildina í endasprett um fjórða sæti. 
Þingvallakeppnin er svo næsta keppni. Þar reyndi HFR að spila liðataktík sem gékk ágætlega, við Benedikt reyndum að stinga af um miðja keppni til að minka álag á liðsfélögum okkar, Við náðum að hanga fremst í rúmlega einn hring en fjórir keppendur náðu okkur þegar einn hringur var eftir. Síðasti hringur var svo æsispennandi og í keppnissögunni má sjá nokkur video frá keppninni.
Um mitt tímabil kom seria af þremur stórum keppnum á einni viku, Jökulmílan á laugardegi, 160km keppni um snæfellsnes þar sem ég kom í mark þriðji, Cyclothon þar sem Örninn Trek sigraði 10 manna keppnina og Hvolsvallarkeppni næsta laugardag á eftir en þar lenti ég í fjórða sæti. Þessar keppnir ýttu mér í mjög gott stand, líkaminn svaraði álaginu vel og þá voru tvær vikur í næstu keppni sem ég ætlaði að standa mig virkilega vel í.
Eftir hárrétta hvíld og mjög hnitmiðaðar æfingar fann ég að líkaminn var tilbúinn fyir eina af þeim keppnum sem ég stefndi á en Gullhringurinn er óneytanlega keppni sem hentar mér ágætlega. Þrátt fyrir brösulega byrjun á malarkaflanum og keppendur að detta fyrir framan mig náði ég fremsta hóp aftur og staðsetti mig hárrétt fyrir endasprett og sigraði þessa 106km keppni um þessa frægu ferðamannastaði sem eru kenndir við Gullna hringinn.
Næsta keppni og ein af þeim skemmtilegustu á dagatalinu er Gangnakeppnin á Akureyri, árangurinn var ágætur eða fimmta sæti og fjórða sæti í tjarnarsprettinum daginn eftir en skemmtunin og upplifunin af ferðalginu var þeim mun meiri.
Íslandsmeistaramót fór fram í ágúst og er alvarleikinn mikill hjá keppendum, þarna eru menn ekki mættir til að fara í pottinn eftir keppni eða vinna úrdráttarverðlaun, mitt hlutverk í keppninni var að reyna að stinga hópinn af snemma og minnka þar álagið á mínum liðsfélögum, það tókst og við vorum 5 úr HFR sem komumst frá hópnum og endaði ég í 11. sæti, dauðþreyttur eftir 105km keppni
RB-Classic er skemmtileg keppni og var hún síðust á keppnisdagatalinu mínu. Ljóst var strax í upphafi að samkeppnin ætlaði alls ekki að gefa okkur séns á að stinga af og endurtaka leikinn og var mikill hraði strax í upphafi og upp fyrstu brekkurnar í Grafningnum. Ég vann mig aðeins upp skalan og kláraði keppnina og hafði gaman af enda vel skipulögð keppni í fallegu umhverfi
Uppskera sumarsins var stórfín, persónulegri sigrar og allnokkrar medalíur í hús, Gull og bronz í heildarkeppnum, Gull, silfur og bronz í aldursflokk og skemmtilegar minningar frá sumrinu.
Efst í huga mér er þakklæti til allra sem ég hef hjólað með og/eða hafa stutt við mig á árinu. Hvatningin og verðlaunin eru það sem heldur mér gangandi í þessu.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Proudly powered by Weebly