Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Keppnissögur 2013

Picture
Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum 2013
Þessi keppnissaga verður að byrja fyrir tæpum þremur árum, ekki það að þessi tiltekna keppni tók mig þrjú ár í undirbúning heldur byrjaði þetta allt saman fyrir þremur árum. Ég hef lært eitt mjög mikilvægt á síðasta ári, það að meta og þakka þann stuðning sem ég hef fengið, svo ég geti gert það sem ég vill, ná árangri, bæði í þyngdarstjórnun og líka á hjólinu.

Það er nefnilega þannig að til að ná árangri þarf klárlega mikinn viljastyrk en ekki síður að fá stuðning hjá þeim sem næstir manni eru. 

Einn af þeim sem gáfust aldrei upp og var klárlega hvað mest óþolandi að ýta við mér og mínum 147kg var hann bróðir minn. Ég þoldi það ekkert sérstaklega vel þá að bróðir minn sem aldrei þyrfti að hugsa um yfirþyngd (en líklega þarf hann að hafa fyrir þessu eins og flestir) væri að skipta sér af mér. Einn dag sendi hann mér skilaboð á facebook, sagði ekkert, bara tengill á youtube myndband, ég smellti á linkinn og myndbandið byrjaði að rúlla með tilheyrandi tónlist og væmni árángurssögu einhvers gæja í ameríku sem hafði náð árangri. En það var eitthvað sem snérist við í hausnum á mér þegar myndbandið var hálfnað og ég gat einhvernveginn tengt mig þessari sögu. Þessi maður hljóp af sér 120pund, ég hugsaði, ég skal hjóla mín af mér. Núna rúmlega...... lesa meira

Picture
Suður Jótlandshringurinn
Þetta er í þriðja sinn sem ég fer til Danmerkur og í öll þrjúskiptin hef ég tekið með mér hjól og í öll þrjú skiptin hef ég farið í heimsókn til Fylkis. Fylkir var minn besti æfingafélagi þegar hann bjó á Íslandi allt þar til hann flutti til Danmerkur í kringum 2006. Við kepptum saman í 112km keppninni árið 2005 þar sem ég hafnaði í sæti 88. af 450 keppendum.

Eins og frægt er orðið missti ég það litla form sem ég hafði þá í algjört óform, fitnaði og árið 2011 snéri ég vörn í sókn og fór í ferðalag um Danmörku þar sem markmið ferðarinnar var að hjóla frá Kaupmannahöfn niður til Sonderborgar þar sem Fylkir býr og heimsækja hann. Fylkir er besti sjókayak ræðari Danmerkur og hans afrek og keppnissögur sem má lesa á www.icekayak.com og endalausar hvatningar frá honum kveiktu í mér og ég lét verða af því.... lesa meira

PictureMynd: Hvolsvöllur.is 2012
Hvolsvallarkeppnin er mjög sérstök keppni fyrir mér. Ég horfði á keppendur koma í mark 2011 og þá var ég nýbyrjaður aftur að hjóla eftir mjög langt hlé. Ég vó þá 140kg og var á leiðinni til Danmerkur í hjólaferð sem var svona spark í rassin drífðu þig af stað ferð. Ég tók ákvörðun þennan dag. Ég ætla að létta mig, keppa að ári og standa mig, sem og ég gerði og endaði í 44. sæti og var gríðarlega sáttur við það sér í lagi þar sem þó ég hefði létt mig mikið var ég enn 118kg.

Ég ákvað að halda áfram á þeirri braut, hjóla mikið, léttast með því og Hvolsvallarkeppnin 2013 var ein af þessum keppnum sem voru ofarlega á keppnisdagatalinu. Fyrsta verkefni var að fá frí frá vinnu sem var minnsta mál enda fæ ég allan þann stuðning sem ég þarf frá mínum vinnuveitenda hvað þetta varðar. Næsta skref var að létta mig því vitað mál var að úrslitin eru að stóru leiti ráðin í þrengslunum, sérstaklega fyrir stóra..... lesa meira


Picture
Alvogen Midnight Time Trial
Áhorfendaskarinn var mjög mikill og manni leið eins og einhverri stjórstörnu þegar maður var kominn upp á pallinn sem startað var af. Stressið var samt of mikið og einbeitinginn var orðin gríðarleg á þessum tímapunkti, 20 sek í start, ég smellti mér í petalana og starfsmaður hélt hjólinu og ég snéri sveifunum afturábak og fann rétta staðinn. 10 sek í start og eina sem ég sá var rampurinn sem ég var upp á, þvílík læti og áhorfendur farnir að öskra nafnið mitt og hvatningarorð, 1 sek í start og ég færði mig framar á hjólið og setti þyngd á petalan með bremsurnar í botni, af stað, losaði um bremsur og standandi í þungum gír niður rampinn og eins hratt eins og ég gat út á sæbrautina, eftir aðeins 20 sek var ég kominn í 52km hraða og púlsinn fór fljótt upp í 175 sem er nánast hámarkið mitt. Ég hugsaði þetta er gott, þá veit ég að lappirnar eru í lagi. Ef ég er þreyttur þá .... lesa meira


Picture
Jökulmílan 2013
Í fyrra fylgdist ég með þessari keppni úr fjarska sem reyndar hét þá Snæfellsneshringurinn, sami hringur nema núna hjólaður rangsælis með upphaf og endi í Grundarfirði. Þá voru aðeins 9 keppendur og hringurinn vanst á 5 tímum og 18 mín og einungis 7 manns kláruðu. 

Í ár var ákveðið að hressa verulega upp á keppnina, keppninni fundinn góður staður, nýtt nafn, flott heimasíða og mikil og góð undirbúnings og kynningarvinna unnin. Í raun eru allir sem klára þessa keppni sigurvegarar en fyrst og fremst skipuleggjendurnir því þeim tókst að breyta fámenni keppni í spennandi keppni sem fjöldinn allur af fólki ákvað að prófa. Alls voru hátt í 100 manns skráðir í heila og hálfa jökulmílu og þegar TT flokkur er talinn með. 

Mín upplifun af keppninni er mjög góð, ég þorði ekki til leiks í fyrra enda var.... lesa meira

Picture
Bláalónskeppnin 2013

Ég var hrikalega stressaður fyrir startið, Of miklar pælingar og of miklar væntingar kannski, hafandi misst 20 kg á milli ára, nýtt og betra hjól en fyrr í sumar fékk ég Cube Reaction 29" Carbon hjól úr TRI og góður árangur úr öðrum keppnum gerðu væntingarnar miklu meiri en annars.

Vikan á undan fór í að reyna að hvíla eins mikið og ég gat, ég var með vonda strengi í löppunum fyrri part vikunnar eftir harðar Heiðmerkuræfingar vikunna á undan sem skilaði mér meðalannars....... lesa meira


PictureMynd: Örn Sigurðsson
Þingvallakeppnin 2013
Ég endaði 21. í Reykjaneskeppninni sem haldinn var tveimur vikum fyrr og var mjög ánægður með þann árangur. Reykjaneskeppnin hefur alltaf verið vel sótt keppni, meiri dagskrá í kringum hana, sund á eftir og úrdráttarverðlaun. Þingvallarkeppnin er hrárri keppni. hjólað og svo búið sem heillar síður þá sem vilja meiri upplifun.

En þar sem ég var kominn með stig í bikarkeppninni ákvað ég að mæta. Ég var stressaðari fyrir Þingvallakeppninni þar sem hjólaðir eru 4 hringir í þjóðgarðinum, hver um sig 17km með töluverðum brekkum frá Þjónustumiðstöð í átt til Laugarvatns. Ég fór í keppnina með eitt markmið.... lesa meira



Proudly powered by Weebly